Einn af skipuleggjendum ellefta septembers er í haldi Kúrda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. apríl 2018 10:03 Zammar tók þátt í undirbúningi árásanna á Bandaríkin Robert J. Fisch / Wikimedia Commons Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti. Sýrland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Sjá meira
Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti.
Sýrland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Sjá meira