Einn af skipuleggjendum ellefta septembers er í haldi Kúrda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. apríl 2018 10:03 Zammar tók þátt í undirbúningi árásanna á Bandaríkin Robert J. Fisch / Wikimedia Commons Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti. Sýrland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti.
Sýrland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira