Kalkúnar og kjúklingar Þórlindur Kjartansson skrifar 20. apríl 2018 07:00 Þegar kalkúnn er eldaður í ofni þarf einkum að taka tillit til þriggja þátta; hitastigs í ofninum, eldunartíma og þyngdar fuglsins. Flestar ráðleggingar sem ég hef séð eru á þá leið að hitastigið í ofninum sé fest í kringum 160 gráður, en eldunartíminn ráðist af þyngd fuglsins. Ef kokkurinn lendir í tímahraki er sá möguleiki fyrir hendi að hækka hitann, og spara þannig tíma—og eins má lækka hitann tímabundið til þess að lengja eldunartímann ef það hentar betur. Þótt ungu fólki sé oftar líkt við kjúklinga heldur en kalkúna má segja að svipuð sjónarmið komi til álita þegar skólaganga þess er skipulögð. Ætlast er til að nemendur tileinki sér ákveðin fræði og færni (þyngd fuglsins), til þess þarf tiltekið marga skóladaga (eldunartíminn) þar sem álagið á nemendur er stillt eftir þörfum (hitastigið). Ef kennsludögum fækkar þarf að bæta upp vinnutapið með auknu álagi aðra daga; og eins má draga úr álaginu ef ætlunin er að teygja námið yfir lengri tíma.Virkar styttingin? Nýlega hafa komið fram ýmsar áhyggjuraddir varðandi afleiðingar þess að framhaldsskólanám á Íslandi var stytt úr fjórum árum í þrjú. Forsvarsmenn nemenda og kennara fullyrða að þátttaka nemenda í félagsstarfi og áhugamálum—eins og listsköpun og íþróttum—hafi minnkað verulega vegna aukins álags í náminu. Þar að auki benda báðir hópar á að hinu aukna álagi hafi fylgt stress og kvíði sem hugsanlega eigi þátt í þeirri alvarlegu óheillaþróun sem er aukin geðheilsutengd vandamál ungmenna. Þessu til viðbótar hafa heyrst miklar efasemdaraddir úr háskólasamfélaginu, þar sem því er haldið fram að styttingin leiði til þess að nemendur fái verri undirbúning en áður fyrir áframhaldandi nám. Semsagt, vísbendingar eru uppi um að stytting framhaldsskólans sé að leiða af sér takmörkuð lífsgæði fyrir nemendur, dragi úr vilja þeirra og getu til þess að stunda skapandi áhugamál—og undirbúi þau þar að auki verr fyrir áframhaldandi skólagöngu. Þetta eru ekki léttvægar áhyggjur. Litlir kassar Þegar ákvörðun var tekin um að stytta framhaldsskólanámið var það gert eftir ára- eða áratugalangan þrýsting. Kannski varð ekki hjá því komist að gera þessa tilraun. Markmiðið var að koma fólki fyrr út í framhaldsnám, og þar með fyrr út á vinnumarkaðinn. Það kvað vera sérdeilis óhagkvæmt að láta íslensk ungmenni slóra til tvítugs í framhaldsskólskóla á meðan annarra þjóða ungmenni hófu háskólanám ári fyrr eða tveimur. Það virðist við fyrstu sýn hið besta mál að nýta betur tímann í skólastofunum; allt slugs og slóðagangur ungmenna hlýtur að vera þyrnir í augum sómakærs fólks. Er það ekki tilgangur skólans að tryggja að ungmenni læri og tileinki sér alls konar vitneskju og kunnáttu svo þau umbreytist smám saman úr því að vera gagnslaus börn og verði nytsamir þjóðfélagsþegnar—þarf ekki að móta þau, slípa og smyrja svo þau falli mátulega inn í gangverk efnahagslífsins og geti orðið áreiðanleg tannhjól atvinnulífs og iðnaðar? Út frá þessu sjónarhorni væri það fagnaðarefni að ungmenni nýttu framhaldsskólaárin sín til þess að snúa baki við barnalegum æskudraumum; að þau leggi fiðluna, fótboltaskóna og fluguhnýtingarbúnaðinn á hilluna; en sökkvi sér þess í stað—alvörugefin og einbeitt—ofan í afturbeygðar þýskar sagnir, hornafalladiffrun og fjármálalæsi—þangað til þau verða læknar og lögfræðingar og Landsbankastjórnendur. Að verða manneskja En getur verið að tilgangur skólans sé ekki bara að hjálpa okkur að læra hluti, heldur líka—og kannski fyrst og fremst—að hjálpa okkur að læra að vera manneskjur? Á framhaldsskólaárunum gerast nefnilega merkilegir hlutir. Árin, sem líða á milli þess að fólk breytist líkamlega úr barni í fullveðja einstakling og þangað til það nær andlegum og vitsmunalegum þroska fullorðinna, eru einstakur mótunartími í lífinu. Á þessum árum finnur fólk til þess að geta gert hluti upp á eigin spýtur. Það byrjar að skapa listaverk sem verðskulda raunverulega aðdáun (ekki bara miðað við aldur), það byrjar að geta keppt við fullorðna í íþróttum, það fer að geta staðið óstutt að skipulagi alls kyns viðburða, útgáfu og alls kyns annarri frumkvöðlastarfsemi. Á þessum árum er fólk móttækilegt fyrir alls konar hugmyndum, stefnum og straumum—og það sem kannski er mikilvægast af öllu, það lærir að lifa í mennskum heimi þar sem fólk er breyskt, þar sem ástin felur í sér bæði gleði og sorg; þar sem vinirnir reynast stundum vel og stundum illa, þar sem maður þarf að læra bæði að muna og gleyma—og fyrirgefa og halda sínu striki. Aldrei hef ég skilið af hverju það er sérstakt keppikefli að stytta þetta tímabil í lífi fólks. Vélmennin koma Það er á þessum síðustu táningsárum sem fólk þróar með sér einmitt þá hæfileika sem taldir eru mikilvægastir í samfélagi framtíðarinnar. Það eru störf og hlutverk sem byggjast á mannlegum skilningi og sköpunarkrafti sem munu standa eftir þegar vélmennin eru farin að sinna flestu öðru. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem þroskast hvað best í skólum, þótt þeir séu ekki kenndir í skólastofum. Þessi þroski tekur tíma. Það er nefnilega alveg nákvæmlega eins með mannlega kjúklinga í skólum og kalkúninn í ofninum; það er kannski hægt að flýta örlítið fyrir þroskanum með því að hækka hita og álag, en það bitnar óhjákvæmilega á gæðunum. Það er enginn vafi á því að hægt er að fullelda kalkún á mjög stuttum tíma með því að henda honum inn í þúsund gráðu heitan ofn—en það er hætt við að afraksturinn yrði algjörlega ónýtur. Sumir hlutir verða einfaldlega að fá að taka sinn tíma, sérstaklega ef það skiptir miklu máli að niðurstaðan sé góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kalkúnn er eldaður í ofni þarf einkum að taka tillit til þriggja þátta; hitastigs í ofninum, eldunartíma og þyngdar fuglsins. Flestar ráðleggingar sem ég hef séð eru á þá leið að hitastigið í ofninum sé fest í kringum 160 gráður, en eldunartíminn ráðist af þyngd fuglsins. Ef kokkurinn lendir í tímahraki er sá möguleiki fyrir hendi að hækka hitann, og spara þannig tíma—og eins má lækka hitann tímabundið til þess að lengja eldunartímann ef það hentar betur. Þótt ungu fólki sé oftar líkt við kjúklinga heldur en kalkúna má segja að svipuð sjónarmið komi til álita þegar skólaganga þess er skipulögð. Ætlast er til að nemendur tileinki sér ákveðin fræði og færni (þyngd fuglsins), til þess þarf tiltekið marga skóladaga (eldunartíminn) þar sem álagið á nemendur er stillt eftir þörfum (hitastigið). Ef kennsludögum fækkar þarf að bæta upp vinnutapið með auknu álagi aðra daga; og eins má draga úr álaginu ef ætlunin er að teygja námið yfir lengri tíma.Virkar styttingin? Nýlega hafa komið fram ýmsar áhyggjuraddir varðandi afleiðingar þess að framhaldsskólanám á Íslandi var stytt úr fjórum árum í þrjú. Forsvarsmenn nemenda og kennara fullyrða að þátttaka nemenda í félagsstarfi og áhugamálum—eins og listsköpun og íþróttum—hafi minnkað verulega vegna aukins álags í náminu. Þar að auki benda báðir hópar á að hinu aukna álagi hafi fylgt stress og kvíði sem hugsanlega eigi þátt í þeirri alvarlegu óheillaþróun sem er aukin geðheilsutengd vandamál ungmenna. Þessu til viðbótar hafa heyrst miklar efasemdaraddir úr háskólasamfélaginu, þar sem því er haldið fram að styttingin leiði til þess að nemendur fái verri undirbúning en áður fyrir áframhaldandi nám. Semsagt, vísbendingar eru uppi um að stytting framhaldsskólans sé að leiða af sér takmörkuð lífsgæði fyrir nemendur, dragi úr vilja þeirra og getu til þess að stunda skapandi áhugamál—og undirbúi þau þar að auki verr fyrir áframhaldandi skólagöngu. Þetta eru ekki léttvægar áhyggjur. Litlir kassar Þegar ákvörðun var tekin um að stytta framhaldsskólanámið var það gert eftir ára- eða áratugalangan þrýsting. Kannski varð ekki hjá því komist að gera þessa tilraun. Markmiðið var að koma fólki fyrr út í framhaldsnám, og þar með fyrr út á vinnumarkaðinn. Það kvað vera sérdeilis óhagkvæmt að láta íslensk ungmenni slóra til tvítugs í framhaldsskólskóla á meðan annarra þjóða ungmenni hófu háskólanám ári fyrr eða tveimur. Það virðist við fyrstu sýn hið besta mál að nýta betur tímann í skólastofunum; allt slugs og slóðagangur ungmenna hlýtur að vera þyrnir í augum sómakærs fólks. Er það ekki tilgangur skólans að tryggja að ungmenni læri og tileinki sér alls konar vitneskju og kunnáttu svo þau umbreytist smám saman úr því að vera gagnslaus börn og verði nytsamir þjóðfélagsþegnar—þarf ekki að móta þau, slípa og smyrja svo þau falli mátulega inn í gangverk efnahagslífsins og geti orðið áreiðanleg tannhjól atvinnulífs og iðnaðar? Út frá þessu sjónarhorni væri það fagnaðarefni að ungmenni nýttu framhaldsskólaárin sín til þess að snúa baki við barnalegum æskudraumum; að þau leggi fiðluna, fótboltaskóna og fluguhnýtingarbúnaðinn á hilluna; en sökkvi sér þess í stað—alvörugefin og einbeitt—ofan í afturbeygðar þýskar sagnir, hornafalladiffrun og fjármálalæsi—þangað til þau verða læknar og lögfræðingar og Landsbankastjórnendur. Að verða manneskja En getur verið að tilgangur skólans sé ekki bara að hjálpa okkur að læra hluti, heldur líka—og kannski fyrst og fremst—að hjálpa okkur að læra að vera manneskjur? Á framhaldsskólaárunum gerast nefnilega merkilegir hlutir. Árin, sem líða á milli þess að fólk breytist líkamlega úr barni í fullveðja einstakling og þangað til það nær andlegum og vitsmunalegum þroska fullorðinna, eru einstakur mótunartími í lífinu. Á þessum árum finnur fólk til þess að geta gert hluti upp á eigin spýtur. Það byrjar að skapa listaverk sem verðskulda raunverulega aðdáun (ekki bara miðað við aldur), það byrjar að geta keppt við fullorðna í íþróttum, það fer að geta staðið óstutt að skipulagi alls kyns viðburða, útgáfu og alls kyns annarri frumkvöðlastarfsemi. Á þessum árum er fólk móttækilegt fyrir alls konar hugmyndum, stefnum og straumum—og það sem kannski er mikilvægast af öllu, það lærir að lifa í mennskum heimi þar sem fólk er breyskt, þar sem ástin felur í sér bæði gleði og sorg; þar sem vinirnir reynast stundum vel og stundum illa, þar sem maður þarf að læra bæði að muna og gleyma—og fyrirgefa og halda sínu striki. Aldrei hef ég skilið af hverju það er sérstakt keppikefli að stytta þetta tímabil í lífi fólks. Vélmennin koma Það er á þessum síðustu táningsárum sem fólk þróar með sér einmitt þá hæfileika sem taldir eru mikilvægastir í samfélagi framtíðarinnar. Það eru störf og hlutverk sem byggjast á mannlegum skilningi og sköpunarkrafti sem munu standa eftir þegar vélmennin eru farin að sinna flestu öðru. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem þroskast hvað best í skólum, þótt þeir séu ekki kenndir í skólastofum. Þessi þroski tekur tíma. Það er nefnilega alveg nákvæmlega eins með mannlega kjúklinga í skólum og kalkúninn í ofninum; það er kannski hægt að flýta örlítið fyrir þroskanum með því að hækka hita og álag, en það bitnar óhjákvæmilega á gæðunum. Það er enginn vafi á því að hægt er að fullelda kalkún á mjög stuttum tíma með því að henda honum inn í þúsund gráðu heitan ofn—en það er hætt við að afraksturinn yrði algjörlega ónýtur. Sumir hlutir verða einfaldlega að fá að taka sinn tíma, sérstaklega ef það skiptir miklu máli að niðurstaðan sé góð.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar