Gullið tækifæri Stólanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. apríl 2018 08:30 vísir KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“ Dominos-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“
Dominos-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti