Gullið tækifæri Stólanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. apríl 2018 08:30 vísir KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“ Dominos-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“
Dominos-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira