Erlent

Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín.
Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. Vísir/afp
Könnun sem var lögð fyrir íbúa Suður-Kóreu að leiðtogafundinum loknum sýnir að 64,7% trúa því að Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sé maður orða sinna og muni afkjarnorkuvæða Kóreuskagann eins og hann er búinn að lofa. 

Fréttastofa Reuters greinir frá því að samskonar könnun hafi lögð fyrir íbúana fyrir leiðtogafund þeirra Moon Jae-In, forseta Suður-Kóreu og Kim Jong Un. Niðurstaða könnunarinnar sagði aftur á móti allt aðra sögu; einungis 14,7% þeirra sem tóku þátt trúðu því að leiðtogarnir myndu friðmælast og Kim Jong Un heita því að halda friðinn og losa sig við efnavopn sín.

Sögulegur vendipunktur í milliríkjasamskiptum

Fjölmiðlar landanna höfðu orðið „sögulegur fundur“ um leiðtogafundinn sem fór fram á dögunum.

Á leiðtogafundinum sagði Kim Jong Un frá því að hann hefði ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins.

Þetta var í fyrsta skiptið í yfir áratug sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast og ræða málin. Fundurinn þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum landanna því á honum var sammælst um að koma friði til framtíðar.


Tengdar fréttir

Vorið breiðist út um Kóreuskagann

Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×