Tveir haft samband við Persónuvernd vegna gagnaleka sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. apríl 2018 19:57 Tveir hafa haft samband við Persónuvernd í dag vegna gagnaleka þriggja sveitarfélaga sem birtu viðkvæmar upplýsingar á heimasíðum sínum. Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. Fleiri sveitarfélög hafa í dag lokað fyrir aðgengi að bókhaldi sínu á heimasíðum bæjarfélaganna, en þau höfðu opnað fyrir upplýsingarnar til að auka gagnsæi í rekstri sínum. Þar má nefna Akureyrarbæ og Hafnarfjörð. Fyrir liggur að viðkvæm persónugreinanleg gögn hafi ekki birst á heimasíðum þessara sveitarfélaga heldur var lokunin gerð í öryggisskyni. Gagnaleki Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar var tekinn fyrir hjá Persónuvernd í dag sem kallaði eftir upplýsingum um málið og metur nú stærð og umfang hans. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar í gær er farið yfir feril gagnalekans en þar segir sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG sem aðstoðaði sveitarfélögin við að birta bókhald bæjarins í gegnum hugbúnað frá Microsoft að; “Möguleikinn til að skoða þessi viðkvæmu gögn hafi ekki verið augljós almennum notendum og hafi krafist tæknilegrar þekkingar til að virkja. Þannig hafi þessar viðkvæmu upplýsingar ekki verið auðveldlega aðgengilegar,” Þessari fullyrðingu hafnar fréttastofan því tölvuþekking þess sem hér skrifar er ekki meiri en almennt þykir. Það eina sem var gert var að fara yfir upplýsingarnar með músinni og hægri smellt. Ekki er ólíklegt að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna en brot lögum um persónuvernd geta varðað fésektum og alltaf þriggja ára fangelsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að tveir hafi leitað til stofnunarinnar í dag til þess að fá leiðbeiningar eða upplýsingar um hvort nöfn þeirra hefðu orðið undir í gagnalekanum. Gögnin sem fréttastofa skoðaði um helgina varða hins vegna tugi ef ekki hundruð einstaklinga. Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Tveir hafa haft samband við Persónuvernd í dag vegna gagnaleka þriggja sveitarfélaga sem birtu viðkvæmar upplýsingar á heimasíðum sínum. Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. Fleiri sveitarfélög hafa í dag lokað fyrir aðgengi að bókhaldi sínu á heimasíðum bæjarfélaganna, en þau höfðu opnað fyrir upplýsingarnar til að auka gagnsæi í rekstri sínum. Þar má nefna Akureyrarbæ og Hafnarfjörð. Fyrir liggur að viðkvæm persónugreinanleg gögn hafi ekki birst á heimasíðum þessara sveitarfélaga heldur var lokunin gerð í öryggisskyni. Gagnaleki Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar var tekinn fyrir hjá Persónuvernd í dag sem kallaði eftir upplýsingum um málið og metur nú stærð og umfang hans. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar í gær er farið yfir feril gagnalekans en þar segir sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG sem aðstoðaði sveitarfélögin við að birta bókhald bæjarins í gegnum hugbúnað frá Microsoft að; “Möguleikinn til að skoða þessi viðkvæmu gögn hafi ekki verið augljós almennum notendum og hafi krafist tæknilegrar þekkingar til að virkja. Þannig hafi þessar viðkvæmu upplýsingar ekki verið auðveldlega aðgengilegar,” Þessari fullyrðingu hafnar fréttastofan því tölvuþekking þess sem hér skrifar er ekki meiri en almennt þykir. Það eina sem var gert var að fara yfir upplýsingarnar með músinni og hægri smellt. Ekki er ólíklegt að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna en brot lögum um persónuvernd geta varðað fésektum og alltaf þriggja ára fangelsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að tveir hafi leitað til stofnunarinnar í dag til þess að fá leiðbeiningar eða upplýsingar um hvort nöfn þeirra hefðu orðið undir í gagnalekanum. Gögnin sem fréttastofa skoðaði um helgina varða hins vegna tugi ef ekki hundruð einstaklinga.
Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44