Hættuástand gæti skapast takist ekki tryggja lágmarksmönnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2018 20:00 Flestar ljósmæður á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri ætla ekki að vinna yfirvinnu frá og með morgundeginum. Ef ekki tekst að tryggja lágmarksmönnun getur skapast þar hættuástand að mati ljósmóður. Framkvæmdastjóri á Landspítala segir að viðbragðsáætlun vegna málsins felist í reglulegum stöðufundum. Meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild á Landspítalanum sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að þær hyggist ekki vinna umfram vinnuskyldu frá og með 1. maí. Þær taki ekki að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands liggi fyrir. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Edda Sveinsdóttir ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans segir að hættuástand geti skapast á deildum spítalans. „Það er töluvert um það á báðum hæðum að það sé verið að kalla út yfirleitt á hverjum einasta degi. Þess vegna á allar vaktir og við erum á þrískiptum vöktum. Og það getur alveg komið fyrir alla daga.“ Aðspurð um hvort það geti skapast hættuástand segir Edda að það geti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnum til að tryggja öryggi sjúklinga geti það gerst. En er um harkalega aðgerð að ræða sem bitnar á þriðja aðila? „Ég veit það ekki, eigum við alltaf að vinna yfirvinnu, eigum við alltaf að taka meira að okkur, miklu meira en okkar vinnuskyldan er?“ Í yfirlýsingu ljósmæðra frá í gær kemur fram að nú sé samviskuboltinn hjá stjórnvöldum. Linda Kristmundsdóttir framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans sagði í samtali við fréttastofu að mönnun á fæðingar-og meðgöngudeildum spítalans fyrir morgundaginn líti þokkalega út. Viðbragðsáætlun spítalans vegna aðgerðanna felist síðan í að taka stöðufundi tvisvar á dag. Ómöglegt sé að vita hvenær þurfi yfirvinnu og hvenær ekki. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður þann 7. maí Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Flestar ljósmæður á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri ætla ekki að vinna yfirvinnu frá og með morgundeginum. Ef ekki tekst að tryggja lágmarksmönnun getur skapast þar hættuástand að mati ljósmóður. Framkvæmdastjóri á Landspítala segir að viðbragðsáætlun vegna málsins felist í reglulegum stöðufundum. Meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild á Landspítalanum sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að þær hyggist ekki vinna umfram vinnuskyldu frá og með 1. maí. Þær taki ekki að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands liggi fyrir. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Edda Sveinsdóttir ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans segir að hættuástand geti skapast á deildum spítalans. „Það er töluvert um það á báðum hæðum að það sé verið að kalla út yfirleitt á hverjum einasta degi. Þess vegna á allar vaktir og við erum á þrískiptum vöktum. Og það getur alveg komið fyrir alla daga.“ Aðspurð um hvort það geti skapast hættuástand segir Edda að það geti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnum til að tryggja öryggi sjúklinga geti það gerst. En er um harkalega aðgerð að ræða sem bitnar á þriðja aðila? „Ég veit það ekki, eigum við alltaf að vinna yfirvinnu, eigum við alltaf að taka meira að okkur, miklu meira en okkar vinnuskyldan er?“ Í yfirlýsingu ljósmæðra frá í gær kemur fram að nú sé samviskuboltinn hjá stjórnvöldum. Linda Kristmundsdóttir framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans sagði í samtali við fréttastofu að mönnun á fæðingar-og meðgöngudeildum spítalans fyrir morgundaginn líti þokkalega út. Viðbragðsáætlun spítalans vegna aðgerðanna felist síðan í að taka stöðufundi tvisvar á dag. Ómöglegt sé að vita hvenær þurfi yfirvinnu og hvenær ekki. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður þann 7. maí
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira