Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 14:32 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hans gegn ríkinu var tekið fyrir fyrr í mánuðinu. vísir/eyþór Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. Er það mat dómsins að með símhlustun sem hófst þennan dag, skömmu eftir að Hreiðari hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings við yfirheyrslu vegna rannsókna þeirra brota sem lágu símhlustun til grundvallar, hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Eru miskabæturnar dæmdar vegna þessa.Fór fram á alls tíu milljónir króna í bætur Hreiðar fór alls fram á tíu milljónir króna í miskabætur en hann taldi hleranir sérstaks saksóknara árið 2010 ólögmætar, meðal annars á þeim grundvelli að dómsúrskurðurinn þann 17. maí sama ár hefði ekki verið kveðinn upp í samræmi við lög um meðferð sakamála. Benedikt Bogason, þáverandi dómari við Héraðsdóm Vesturlands og nú hæstaréttardómari, úrskurðaði um hlustunina en Hreiðar vildi meina að hann hefði kveðið úrskurðinn upp á heimili sínu og án þess að skrifleg beiðni lægi fyrir. Sjá einnig:Hreiðar Már gegn ríkinu: Orð gegn orði og tölvupósturinn sem saksóknari skilur ekkert íTelur Jón Óttar ekki hafa lýst uppkvaðningu úrskurðar á heimili dómarans Til stuðnings þessu leiddi Hreiðar fyrir dóminn Jón Óttar Ólafsson sem starfaði á þessum tíma hjá embætti sérstaks saksóknara. Hann lýsti því fyrir dómi að hafa farið heim til Benedikts og sótt endurrit af úrskurðinum en hann fullyrti að úrskurðurinn hafi ekki verið tilbúinn þegar hann og annar lögreglumaður komu á heimili dómarans. Að mati dómsins fólst hins vegar í framburði Jóns Óttars fyrir dómi engin lýsing á uppkvaðningu úrskurðar á heimili dómarans. „Vitnið lýsti því að dómarinn hefði unnið við tölvu og síðan prentað út og stimplað endurrit úrskurða sem hann hefði afhent lögreglumönnum. Ber framburði vitnisins um atvik á heimili dómarans ekki að öllu leyti saman við framburð lögreglumannsins sem hann fylgdi þangað, en sá kvað dómarann hafa vikið frá og komið til baka með endurrit úrskurðanna sem hann hefði afhent sér, þar sem hann og umrætt vitni biðu í anddyri hússins. Sá lögreglumaður minntist þess ekki að dómarinn hefði minnst á að hann ætti eftir að fá eitthvað frá saksóknaranum, en fyrrnefnt vitni bar um að dómarinn hefði látið orð falla í þá veru þegar hann kvaddi þá,“ segir í dómnum.Hafi enga þýðingu þó vitnum beri ekki saman í öllum atriðum Með vísan til gagna málsins, sem og framburða Benedikts og Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, þá sérstaks saksóknara, er það mat dómsins að dómarinn hafi kveðið upp úrskurð um símhlustun við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 17. maí. Lögreglumennirnir hafi farið á heimili dómarans til að sækja endurrit þess úrskurðar. „Þá er upplýst í gögnum máls þessa að úrskurðirnir og upplýsingar um gögn umræddra mála, eins og þau lágu fyrir við uppkvaðningu úrskurðanna og síðar sama dag við afhendingu endurrita þeirra, voru færð inn í málaskrá Héraðsdóms Vesturlands daginn eftir. Einnig er ljóst að byggt var á því endurriti úrskurðar um símahlustun sem afhent var á heimili dómarans í beiðnum sem sendar voru fjarskiptafyrirtækjum um að hefja símahlustun í beinu framhaldi af afhendingu endurritsins. Frágangur endurrita, undirritun og stimplun þeirra felur ekki í sér uppkvaðningu úrskurða og hefur það enga þýðingu í málinu þótt vitnum beri ekki nú, tæpum átta árum síðar, saman um það í öllum atriðum hvað fór fram á heimili dómarans í greint sinn. Öllum viðstöddum bar saman um það sem máli skiptir, að erindi lögreglumannanna á heimili dómarans var að sækja endurrit úrskurða og að þau hafi þeir fengið afhent. Í atvikum þessum felst ekki ólögmæt meingerð gagnvart stefnanda og skapa þau honum engan bótarétt,“ segir jafnframt í dómnum sem má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Hreiðar Már gegn ríkinu: Orð gegn orði og tölvupósturinn sem saksóknari skilur ekkert í Aðalmeðferð í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. apríl 2018 20:00 Sætaskipti í hlerunarmáli Hreiðars Más Hreiðar Már Sigurðsson sneri vörn í sókn í héraðsdómi. Forstjórinn fyrrverandi telur að brotið hafi verið á sér við framkvæmd hlerana. Dómari hafnaði ásökunum um að hafa afhent úrskurðarorð áður en úrskurður lá fyrir. Tímasetningar tölvupósta gætu skipt sköpum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. Er það mat dómsins að með símhlustun sem hófst þennan dag, skömmu eftir að Hreiðari hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings við yfirheyrslu vegna rannsókna þeirra brota sem lágu símhlustun til grundvallar, hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Eru miskabæturnar dæmdar vegna þessa.Fór fram á alls tíu milljónir króna í bætur Hreiðar fór alls fram á tíu milljónir króna í miskabætur en hann taldi hleranir sérstaks saksóknara árið 2010 ólögmætar, meðal annars á þeim grundvelli að dómsúrskurðurinn þann 17. maí sama ár hefði ekki verið kveðinn upp í samræmi við lög um meðferð sakamála. Benedikt Bogason, þáverandi dómari við Héraðsdóm Vesturlands og nú hæstaréttardómari, úrskurðaði um hlustunina en Hreiðar vildi meina að hann hefði kveðið úrskurðinn upp á heimili sínu og án þess að skrifleg beiðni lægi fyrir. Sjá einnig:Hreiðar Már gegn ríkinu: Orð gegn orði og tölvupósturinn sem saksóknari skilur ekkert íTelur Jón Óttar ekki hafa lýst uppkvaðningu úrskurðar á heimili dómarans Til stuðnings þessu leiddi Hreiðar fyrir dóminn Jón Óttar Ólafsson sem starfaði á þessum tíma hjá embætti sérstaks saksóknara. Hann lýsti því fyrir dómi að hafa farið heim til Benedikts og sótt endurrit af úrskurðinum en hann fullyrti að úrskurðurinn hafi ekki verið tilbúinn þegar hann og annar lögreglumaður komu á heimili dómarans. Að mati dómsins fólst hins vegar í framburði Jóns Óttars fyrir dómi engin lýsing á uppkvaðningu úrskurðar á heimili dómarans. „Vitnið lýsti því að dómarinn hefði unnið við tölvu og síðan prentað út og stimplað endurrit úrskurða sem hann hefði afhent lögreglumönnum. Ber framburði vitnisins um atvik á heimili dómarans ekki að öllu leyti saman við framburð lögreglumannsins sem hann fylgdi þangað, en sá kvað dómarann hafa vikið frá og komið til baka með endurrit úrskurðanna sem hann hefði afhent sér, þar sem hann og umrætt vitni biðu í anddyri hússins. Sá lögreglumaður minntist þess ekki að dómarinn hefði minnst á að hann ætti eftir að fá eitthvað frá saksóknaranum, en fyrrnefnt vitni bar um að dómarinn hefði látið orð falla í þá veru þegar hann kvaddi þá,“ segir í dómnum.Hafi enga þýðingu þó vitnum beri ekki saman í öllum atriðum Með vísan til gagna málsins, sem og framburða Benedikts og Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, þá sérstaks saksóknara, er það mat dómsins að dómarinn hafi kveðið upp úrskurð um símhlustun við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 17. maí. Lögreglumennirnir hafi farið á heimili dómarans til að sækja endurrit þess úrskurðar. „Þá er upplýst í gögnum máls þessa að úrskurðirnir og upplýsingar um gögn umræddra mála, eins og þau lágu fyrir við uppkvaðningu úrskurðanna og síðar sama dag við afhendingu endurrita þeirra, voru færð inn í málaskrá Héraðsdóms Vesturlands daginn eftir. Einnig er ljóst að byggt var á því endurriti úrskurðar um símahlustun sem afhent var á heimili dómarans í beiðnum sem sendar voru fjarskiptafyrirtækjum um að hefja símahlustun í beinu framhaldi af afhendingu endurritsins. Frágangur endurrita, undirritun og stimplun þeirra felur ekki í sér uppkvaðningu úrskurða og hefur það enga þýðingu í málinu þótt vitnum beri ekki nú, tæpum átta árum síðar, saman um það í öllum atriðum hvað fór fram á heimili dómarans í greint sinn. Öllum viðstöddum bar saman um það sem máli skiptir, að erindi lögreglumannanna á heimili dómarans var að sækja endurrit úrskurða og að þau hafi þeir fengið afhent. Í atvikum þessum felst ekki ólögmæt meingerð gagnvart stefnanda og skapa þau honum engan bótarétt,“ segir jafnframt í dómnum sem má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Hreiðar Már gegn ríkinu: Orð gegn orði og tölvupósturinn sem saksóknari skilur ekkert í Aðalmeðferð í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. apríl 2018 20:00 Sætaskipti í hlerunarmáli Hreiðars Más Hreiðar Már Sigurðsson sneri vörn í sókn í héraðsdómi. Forstjórinn fyrrverandi telur að brotið hafi verið á sér við framkvæmd hlerana. Dómari hafnaði ásökunum um að hafa afhent úrskurðarorð áður en úrskurður lá fyrir. Tímasetningar tölvupósta gætu skipt sköpum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Hreiðar Már gegn ríkinu: Orð gegn orði og tölvupósturinn sem saksóknari skilur ekkert í Aðalmeðferð í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. apríl 2018 20:00
Sætaskipti í hlerunarmáli Hreiðars Más Hreiðar Már Sigurðsson sneri vörn í sókn í héraðsdómi. Forstjórinn fyrrverandi telur að brotið hafi verið á sér við framkvæmd hlerana. Dómari hafnaði ásökunum um að hafa afhent úrskurðarorð áður en úrskurður lá fyrir. Tímasetningar tölvupósta gætu skipt sköpum. 6. apríl 2018 04:45