Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir VR safna sögum af því óréttlæti sem skjólstæðingar leigufélaganna segjast finna fyrir. „Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“ Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira