Emil reifst við forsetann fyrir framan alla: „Ég gat ekki setið á mér lengur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:00 Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira