Ari tók þátt í sinni fyrstu æfingu í MEO höllinni í borginni en 63. keppnin verður haldin þar.
Ákveðin breyting hefur verið gerð á atriði Ara Ólafssonar en í undankeppninni hér á landi var hann með hljómsveit á sviðinu. Ákveðið hefur verið að sleppa henni og verða bakraddir með söngvaranum þegar hann flytur lagið Our Choice í Portúgal.
Hér að neðan má sjá brot úr fyrstu æfingu Ara frá því í gær. Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 verður með ítarlega umfjöllun frá keppninni í Portúgal.