Erlent

Lögðu á ráðin um hryðjuverk í Svíþjóð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan réðst til atlögu í morgun
Lögreglan réðst til atlögu í morgun vísir/AFp
Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sænsku lögreglunnar nú í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá öryggislögreglunni Säpo að hinir handteknu sé grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk.

Ráðist var inn í tvö hús nú í morgunsárið, annað í norðurhluta landsins en hitt í Stokkhólmi. Að sögn Säpo hefur verið fylgst nokkuð lengi með atferli þeirra handteknu og talið að nú væri rétti tíminn til að ráðast til atlögu.

Engu að síður telur lögreglan að hópurinn hafi ekki ætlað að fremja hryðjuverkaárás í Svíþjóð á allra næstu dögum. Viðbúnaðarstig lögreglunnar vegna hryðjuverkahættu er því áfram á þriðja þrepi af fimm.

Frekari upplýsingar verða ekki veittar um handtökurnar að svo búnu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×