Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:29 Rannsakendurnir telja að bottarnir sem þeir fundu og Corbyn naut góðs af séu aðeins toppur ísjakans þegar kemur að tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Vísir/EPA Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá. Kosningar í Bretlandi Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent