Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 19:23 Svínafellsjökull er skriðjökull sem gengur út frá Vatnajökli. vísir/sunna Möguleiki er á stóru berghlaupi niður Svínafellsjökul vegna sprungu ofan jökulsins. Greint er frá málinu á vef Veðurstofunnar en þar segir að haustið 2014 hafi bændur á Svínafelli fundið sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Á vef Veðurstofunnar segir að hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 metra yfir yfirborð jökulsins en í vor uppgötvaðist svo önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. „Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í berggrunni. Ef sprungurnar eru tengdar, þá er sá hluti hlíðarinnar sem hreyfist um 1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að nákvæmur aldur sprungnanna er ekki þekktur en þær sjást ekki á loftmynd sem tekin var árið 2003. Þær eru hins vegar greinilegar á landlíkani frá 2011. Líklegt er því að sprungurnar hafi myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessum árum. Að því er segir á vef Veðurstofunnar er nauðsynlegt að vakta svæðið og gera mælingar til þess að meta megi hraða og eðli hreyfingarinnar. Veðurstofan og Háskóli Íslands munu vinna að því í sameiningu.Nánar má lesa um málið hér á vef Veðurstofunnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Möguleiki er á stóru berghlaupi niður Svínafellsjökul vegna sprungu ofan jökulsins. Greint er frá málinu á vef Veðurstofunnar en þar segir að haustið 2014 hafi bændur á Svínafelli fundið sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Á vef Veðurstofunnar segir að hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 metra yfir yfirborð jökulsins en í vor uppgötvaðist svo önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. „Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í berggrunni. Ef sprungurnar eru tengdar, þá er sá hluti hlíðarinnar sem hreyfist um 1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að nákvæmur aldur sprungnanna er ekki þekktur en þær sjást ekki á loftmynd sem tekin var árið 2003. Þær eru hins vegar greinilegar á landlíkani frá 2011. Líklegt er því að sprungurnar hafi myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessum árum. Að því er segir á vef Veðurstofunnar er nauðsynlegt að vakta svæðið og gera mælingar til þess að meta megi hraða og eðli hreyfingarinnar. Veðurstofan og Háskóli Íslands munu vinna að því í sameiningu.Nánar má lesa um málið hér á vef Veðurstofunnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira