Innlent

Fjölmenni leitar Hafþórs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk kom saman í Kópavogi eftir hádegið og er leit að Hafþóri þegar hafin.
Björgunarsveitarfólk kom saman í Kópavogi eftir hádegið og er leit að Hafþóri þegar hafin. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitafólk af höfuðborgarsvæðinu og sveitafélögum í nágrenninu hefur verið kallað út vegna leitar að sextán ára pilti, Hafþóri Helgasyni.

Hafþór Helgason.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum í morgun en síðast er vitað um ferðir hans í Kópavogi um tvöleytið í nótt. Hann kann að hafa verið á ferðinni í Garðabæ eftir þann tíma.

Aðgerðarstjórnstöðin í Skógarhlíð var virkjuð strax í morgun og hefur leit staðið yfir síðan en án árangurs að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu.

Stöðugt fjölgar í leitinni og kemur björgunarsveitarfólk af Suðurlandi og Reykjanesi meðal annars til aðstoðar.

Hafþór er 175 sm á hæð, með ljóst stutt hár og klæddur í svartan jakka og svartar buxur.

Vespa Hafþórs.
Hafþór er sagður hafa svarta vespu til umráða. Lögregla segir mögulegt að Hafþór sé með ljósgráa Liverpool-húfu á höfði.

Tugir björgunarsveitamanna hafa nú þegar hafið leit að Hafþóri og von er á því að fleiri bætist í hópinn seinni partinn.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hafþórs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.

Björgunarsveitarfólk á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni hefur verið kallað út.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×