Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 10:51 Hópur Íslands á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi. Vísir/Getty Reynsluboltarnir Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir segja Ara Ólafsson hafa staðið sig vel á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi þótt framlag Íslands, Our Choice, hafi ekki komist áfram í úrslitin. Þau eru hins vegar sammála að atriði Íslands hafi verið steindautt og ekkert að gerast. „Hann stóð sig frábærlega en ég er persónulega ekki hrifin af því hvernig þau sviðsettu atriðið. Það var ekkert að gerast þarna,“ segir Sigga sem var í fararbroddi fyrir Ísland í Eurovision á tíunda áratugnum. Hafnaði í fjórða sæti 1990 og sjöunda sæti tveimur árum síðar.Sigga Beinteins er reynslubolti þegar kemur að Eurovision. Henni fannst atriðið steindautt.Vísir/ErnirMeiri hreyfing hjá Stebba og Eyva 1991 Eyfi tók undir með Siggu en þau voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari hefði sýnt á sviðinu að ekkert væri að trufla hann, pilturinn kynni að syngja og Þórunn Erna Clausen að semja lög. „Hann var algjörlega „blanco“ þessi performans. Ekki söngurinn heldur fyrir augað. Það gerðist bara ekki neitt,“ segir Eyfi. Bakraddirnar hafi gengið til Ara í lok atriðisins sem var Eyfa ekki að skapi. „Þau hefðu mátt sleppa því.“ „Það var engin grafík,“ sagði Sigga. Greinilegt að þau Eyfi voru allt annað en sátt við nýtinguna á sviðinu og hreyfingarleysið. Ari Ólafs ræddi gærkvöldið í viðtali við Vísi að keppninni lokinni.„Þau ætluðu að nota andlitið hans mikið. Það var mikið af close-up skotum,“ segir Sigga. Sum skotin hafi verið óþægilega nálægt Ara. „Ég held þau hafi bara ákveðið að gera ekki neitt,“ segir Eyfi. Allt skipti máli þessar þrjár mínútur. „Það var meiri hreyfing á okkur Stebba 1991,“ sagði Eyfi. „Þetta var algjörlega steindautt.“Stebbi og Eyvi í Nínugöllunum sínum.Vísir/VilhelmFannst vanta karl í kynningarteymið Aðspurð hver beri ábyrgð bendir Sigga á íslenska teymið. Þar fara fremst í flokki lagahöfundurinn Þórunn Erna Clausen, leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarsson og framleiðandinn Ragnar Santos. Sigga var sömuleiðis ekki hrifin af kynnum kvöldsins sem hafi misst sig í fimmaurabröndurum sem enginn hafi hlegið að. Þá saknaði Eyfi þess að það væri karl í kynningateyminu sem fjórar konur skipuðu. Þau voru sammála um að í Ara Ólafssyni væri að finna frábæran söngvara sem ætti framtíðina fyrir sér.Gagnrýni Eyfa og Siggu í Bítinu má heyra í klippunni hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Reynsluboltarnir Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir segja Ara Ólafsson hafa staðið sig vel á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi þótt framlag Íslands, Our Choice, hafi ekki komist áfram í úrslitin. Þau eru hins vegar sammála að atriði Íslands hafi verið steindautt og ekkert að gerast. „Hann stóð sig frábærlega en ég er persónulega ekki hrifin af því hvernig þau sviðsettu atriðið. Það var ekkert að gerast þarna,“ segir Sigga sem var í fararbroddi fyrir Ísland í Eurovision á tíunda áratugnum. Hafnaði í fjórða sæti 1990 og sjöunda sæti tveimur árum síðar.Sigga Beinteins er reynslubolti þegar kemur að Eurovision. Henni fannst atriðið steindautt.Vísir/ErnirMeiri hreyfing hjá Stebba og Eyva 1991 Eyfi tók undir með Siggu en þau voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari hefði sýnt á sviðinu að ekkert væri að trufla hann, pilturinn kynni að syngja og Þórunn Erna Clausen að semja lög. „Hann var algjörlega „blanco“ þessi performans. Ekki söngurinn heldur fyrir augað. Það gerðist bara ekki neitt,“ segir Eyfi. Bakraddirnar hafi gengið til Ara í lok atriðisins sem var Eyfa ekki að skapi. „Þau hefðu mátt sleppa því.“ „Það var engin grafík,“ sagði Sigga. Greinilegt að þau Eyfi voru allt annað en sátt við nýtinguna á sviðinu og hreyfingarleysið. Ari Ólafs ræddi gærkvöldið í viðtali við Vísi að keppninni lokinni.„Þau ætluðu að nota andlitið hans mikið. Það var mikið af close-up skotum,“ segir Sigga. Sum skotin hafi verið óþægilega nálægt Ara. „Ég held þau hafi bara ákveðið að gera ekki neitt,“ segir Eyfi. Allt skipti máli þessar þrjár mínútur. „Það var meiri hreyfing á okkur Stebba 1991,“ sagði Eyfi. „Þetta var algjörlega steindautt.“Stebbi og Eyvi í Nínugöllunum sínum.Vísir/VilhelmFannst vanta karl í kynningarteymið Aðspurð hver beri ábyrgð bendir Sigga á íslenska teymið. Þar fara fremst í flokki lagahöfundurinn Þórunn Erna Clausen, leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarsson og framleiðandinn Ragnar Santos. Sigga var sömuleiðis ekki hrifin af kynnum kvöldsins sem hafi misst sig í fimmaurabröndurum sem enginn hafi hlegið að. Þá saknaði Eyfi þess að það væri karl í kynningateyminu sem fjórar konur skipuðu. Þau voru sammála um að í Ara Ólafssyni væri að finna frábæran söngvara sem ætti framtíðina fyrir sér.Gagnrýni Eyfa og Siggu í Bítinu má heyra í klippunni hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31