Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 06:19 Macron, May og Merkel eru ósammála Trump. Vísir/getty Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. Donald Trump tilkynnti í gær að hann hygðist draga Bandaríkin úr samningnum en forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Fulltrúar ríkjanna fimm hafa á síðustu vikum reynt ítrekað að tala Trump af því að rifta samkomulaginu. Þeir viðurkenna að þó að samningurinn sé kannski ekki fullkominn sé hann þó skömminni skárri en enginn. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim.Sjá einnig: Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við ÍranFrance, Germany, and the UK regret the U.S. decision to leave the JCPOA. The nuclear non-proliferation regime is at stake.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 8, 2018 Írönsk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í gær að þau myndu hefja aftur auðgun úrans, ef samningnum yrði ekki bjargað. Hassan Rouhani, forseti Írans, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að utanríkisráðuneyti landsins fengi nú það hlutverk að setjast við samningaborðið með aðilum að fyrra samkomulagi - vitaskuld að frátöldum Bandaríkjunum. Forsetinn ítrekaði þó að náist samningar að nýju muni Íranar að sjálfsögðu standa við hann. Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sinni í gær að hann myndi aftur setja á „þyngstu mögulegu viðskiptaþvinganir“ á Íran, sem hann hefur lengi grunað um að hafi farið á svig við fyrri samning. Stjórnmálaskýrendur telja að ákvörðun Trump muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi, setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám, gera samskiptin við Kínverja og Rússa enn stirðari og auka óstöðugleika í Austurlöndum nær. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. Donald Trump tilkynnti í gær að hann hygðist draga Bandaríkin úr samningnum en forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Fulltrúar ríkjanna fimm hafa á síðustu vikum reynt ítrekað að tala Trump af því að rifta samkomulaginu. Þeir viðurkenna að þó að samningurinn sé kannski ekki fullkominn sé hann þó skömminni skárri en enginn. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim.Sjá einnig: Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við ÍranFrance, Germany, and the UK regret the U.S. decision to leave the JCPOA. The nuclear non-proliferation regime is at stake.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 8, 2018 Írönsk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í gær að þau myndu hefja aftur auðgun úrans, ef samningnum yrði ekki bjargað. Hassan Rouhani, forseti Írans, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að utanríkisráðuneyti landsins fengi nú það hlutverk að setjast við samningaborðið með aðilum að fyrra samkomulagi - vitaskuld að frátöldum Bandaríkjunum. Forsetinn ítrekaði þó að náist samningar að nýju muni Íranar að sjálfsögðu standa við hann. Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sinni í gær að hann myndi aftur setja á „þyngstu mögulegu viðskiptaþvinganir“ á Íran, sem hann hefur lengi grunað um að hafi farið á svig við fyrri samning. Stjórnmálaskýrendur telja að ákvörðun Trump muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi, setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám, gera samskiptin við Kínverja og Rússa enn stirðari og auka óstöðugleika í Austurlöndum nær.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45