Ítalir aftur að kjörborðinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 06:07 Forseti Ítalíu vill mynda hlutlausa stjórn fram að næstu kosningum. Vísir/EPa Ítalir þurfa að öllum líkindum að ganga til annarra kosninga eftir að stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, sagði í gærkvöldi að það væri í rauninni aðeins tvennt í stöðunni: Ganga til kosninga sem fyrst eða skipta hlutlausa starfsstjórn sem myndi sitja til áramóta. Enginn flokkur eða kosningabandalag fékk meirihluta í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í mars. Áhrifamestu flokkarnir á þingi, Fimmstjörnuhreyfingin og Lega, hafa lýst því yfir að kosningar í júlí hugnist þeim best.Sjá einnig fréttaskýringuna: Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnarÞað er þó formlega séð í höndum fyrrnefnds Mattarella að taka lokaákvörðun um kjördag. Hann hvatti þó leiðtoga stjórnmálaflokkanna til að styðja við hugmyndir sínar um hlutlausa stjórn, ítalska þjóðin geti ekki beðið mikið lengur eftir starfhæfri ríkisstjórn. Mattarella myndi skipa í stjórnina og líklegt er talið að hann myndi fá fagmenntaða einstaklinga til að stýra ráðuneytunum. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir nær sleitulaust á Ítalíu síðan í byrjun mars. Allt frá upphafi var vitað að viðræðurnar yrðu flóknar - eins og Vísir greindi frá á sínum tíma í fréttaskýringunni: Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar. Tengdar fréttir Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Ítalir þurfa að öllum líkindum að ganga til annarra kosninga eftir að stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, sagði í gærkvöldi að það væri í rauninni aðeins tvennt í stöðunni: Ganga til kosninga sem fyrst eða skipta hlutlausa starfsstjórn sem myndi sitja til áramóta. Enginn flokkur eða kosningabandalag fékk meirihluta í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í mars. Áhrifamestu flokkarnir á þingi, Fimmstjörnuhreyfingin og Lega, hafa lýst því yfir að kosningar í júlí hugnist þeim best.Sjá einnig fréttaskýringuna: Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnarÞað er þó formlega séð í höndum fyrrnefnds Mattarella að taka lokaákvörðun um kjördag. Hann hvatti þó leiðtoga stjórnmálaflokkanna til að styðja við hugmyndir sínar um hlutlausa stjórn, ítalska þjóðin geti ekki beðið mikið lengur eftir starfhæfri ríkisstjórn. Mattarella myndi skipa í stjórnina og líklegt er talið að hann myndi fá fagmenntaða einstaklinga til að stýra ráðuneytunum. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir nær sleitulaust á Ítalíu síðan í byrjun mars. Allt frá upphafi var vitað að viðræðurnar yrðu flóknar - eins og Vísir greindi frá á sínum tíma í fréttaskýringunni: Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar.
Tengdar fréttir Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00