Uppbygging atvinnulífs á Suðurnesjum ráðist að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 18:49 Sviðsmyndin Flugborgin er ein af þeim sem dregin er upp í skýrslunni en þar er Keflavíkurflugvöllur í stóru hlutverki. vísir/ernir Framtíðaruppbygging atvinnulífs mun að líklega ráðast að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga, ekki síst beinna flugtenginga. Þetta er niðurstaða skýrslunnar Suðurnes 2014 – Sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum sem KPMG vann fyrir Isavia, Kadeco – þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Skýrslan var kynnt fyrr í dag í Hljómahöll. Í henni kemur jafnframt fram einnig muni skipta miklu máli fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs hvort áhersla verði lögð á virðisaukandi framleiðslu og þjónustu eða á magn og fjölda. Í skýrslunni eru dregnar upp fjórar sviðsmyndir sem lýsa mögulegri stöðu í atvinnumálum Suðurnesja árið 2040.Iðnaðarsvæðið er ein sviðsmynd en þar hefur dregið úr mikilvægi ferðaþjónustu og áhersla hefur verið lögð á hvers konar iðnað, stóran og smáan. Í sviðsmyndinni Flutningamiðstöðin er lögð áhersla á magnflutninga á vörum og farþegum. Farþegum fjölgar áfram og alþjóðleg vöruflutningamiðstöð hefur risið á svæðinu.Rannsóknamiðstöðin er síðan sviðsmynd þar sem lögð er áhersla á nýsköpun og þróun. Þeir ferðamenn sem hingað koma eru helst erlendir skóla-og rannsóknahópar sem heimsækja sprotafyrirtæki og kynna sér stórbrotna náttúru landsins. Sviðsmyndin Flugborgin segir svo frá gríðarlegum vexti í flugumferð um Keflavíkurflugvöll með tilheyrandi aukningu í ferðaþjónustu. Flugvallatengd starfsemi í anda Aerotropolis hefur byggst upp í kringum flugvöllinn með sérhæfðum klösum á sviði þjónustu og afþreyingar. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 60 prósent á árunum 2000 til 2018 en á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 25 prósent. Þá eru um 22 prósent íbúa Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar og mun sú tala hækka á næstu árum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Framtíðaruppbygging atvinnulífs mun að líklega ráðast að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga, ekki síst beinna flugtenginga. Þetta er niðurstaða skýrslunnar Suðurnes 2014 – Sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum sem KPMG vann fyrir Isavia, Kadeco – þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Skýrslan var kynnt fyrr í dag í Hljómahöll. Í henni kemur jafnframt fram einnig muni skipta miklu máli fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs hvort áhersla verði lögð á virðisaukandi framleiðslu og þjónustu eða á magn og fjölda. Í skýrslunni eru dregnar upp fjórar sviðsmyndir sem lýsa mögulegri stöðu í atvinnumálum Suðurnesja árið 2040.Iðnaðarsvæðið er ein sviðsmynd en þar hefur dregið úr mikilvægi ferðaþjónustu og áhersla hefur verið lögð á hvers konar iðnað, stóran og smáan. Í sviðsmyndinni Flutningamiðstöðin er lögð áhersla á magnflutninga á vörum og farþegum. Farþegum fjölgar áfram og alþjóðleg vöruflutningamiðstöð hefur risið á svæðinu.Rannsóknamiðstöðin er síðan sviðsmynd þar sem lögð er áhersla á nýsköpun og þróun. Þeir ferðamenn sem hingað koma eru helst erlendir skóla-og rannsóknahópar sem heimsækja sprotafyrirtæki og kynna sér stórbrotna náttúru landsins. Sviðsmyndin Flugborgin segir svo frá gríðarlegum vexti í flugumferð um Keflavíkurflugvöll með tilheyrandi aukningu í ferðaþjónustu. Flugvallatengd starfsemi í anda Aerotropolis hefur byggst upp í kringum flugvöllinn með sérhæfðum klösum á sviði þjónustu og afþreyingar. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 60 prósent á árunum 2000 til 2018 en á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 25 prósent. Þá eru um 22 prósent íbúa Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar og mun sú tala hækka á næstu árum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira