Innlent

Þóra Kristín nýr upplýsingafulltrúi Kára

Jakob Bjarnar skrifar
Straumur blaðamanna hefur legið úr blaðamennskunni í starf upplýsingafulltrúa, hvar kjör eru ólíkt betri. Hvorki Þóra Kristín né Kári teljast geðlurður og verður spennandi að fylgjast með samstarfi þeirra.
Straumur blaðamanna hefur legið úr blaðamennskunni í starf upplýsingafulltrúa, hvar kjör eru ólíkt betri. Hvorki Þóra Kristín né Kári teljast geðlurður og verður spennandi að fylgjast með samstarfi þeirra.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður hefur tekið til starfa sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni.

„Önnur vinnuvikan að hefjast í nýju og spennandi starfi sem upplýsingafulltrúi hjá íslenskri erfðagreiningu.“

Þóra Kristín hefur undanfarna áratugi starfað sem blaðamaður, síðast á Fréttatímanum þar sem hún var fréttastjóri. En, hún hefur einnig starfað á RÚV, Stöð 2, Morgunblaðinu hvar hún hætti þegar Davíð Oddsson var ráðinn sem ritstjóri. Auk þess sem hún ritstýrið vefritinu Smugunni. Þóra Kristín var formaður Blaðamannafélags Íslands í eitt ár, 2009 til 2010, áður en Hjálmar Jónsson tók þar við sem formaður. Straumur blaðamanna hefur legið undanfarin árin úr blaðamennsku í starf upplýsingafulltrúa.

Þóra Kristín mun þá starfa náið með Kára Stefánssyni forstjóra fyrirtækisins en fyrir fáeinum árum gegndi Páll Magnússon þingmaður og fyrrum útvarpsstjóri þeirri stöðu sem Þóra Kristín er í nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×