Erlent

Fundu barnslík í útjaðri Stokkhólms

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stórt svæði hefur verið girt af.
Stórt svæði hefur verið girt af. Vísir/getty
Kona var handtekin í sumarbústaðahverfinu Österåkers í gærkvöldi eftir að lík barns fannst í skógi í útjaðri Stokkhólms.

Lögreglumenn og starfsmenn saksóknaraembættisins í Stokkhólmi eru enn að störfum á vettvangi að sögn Aftonbladet.

Stórt svæði hefur verið girt af og segja vitni í samtali við sænska miðla að þungamiðja rannsóknarinnar hverfist í kringum grænan poka sem fannst í skóginum. Að sögn heimildarmanna Aftonbladet var kornabarn í pokanum og talið er að það hafi verið þar lengi.

Sem fyrr segir var kona handtekin í tengslum við málið. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig hún tengist barninu.

Saksóknaraembættið í Stokkhólmi hefur ekki viljað tjá sig um málið í morgun, af ótta við að það kunni að torvelda rannsóknina. Lögreglan er álíka þögul. Konunni verður úthlutað verjenda síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×