Jafn margar kvartanir vegna flugfélaga í byrjun árs og allt árið 2016 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Icelandair og WOW eru umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli. Vísir/GVA Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira