Byltingin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. maí 2018 10:00 Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en upphrópanir og innihaldslausa frasa. Það er enginn byltingarandi í kjósendum en byltingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefnasamstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnarkosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjónvarpsumræðum seinna í þessum mánuði. Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhagsmunaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið. Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt að láta sig dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en upphrópanir og innihaldslausa frasa. Það er enginn byltingarandi í kjósendum en byltingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefnasamstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnarkosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjónvarpsumræðum seinna í þessum mánuði. Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhagsmunaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið. Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt að láta sig dreyma.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun