Skuld til staðar við uppbyggingu Landspítalans sem bæta þurfi úr Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2018 19:30 Í umsögninni segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega "en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“ Vísir Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira