Lífið

Ebba mun dansa í úrslitaþættinum í kvöld þrátt fyrir meiðslin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ebba fór úr lið á dansæfingu á föstudag.
Ebba fór úr lið á dansæfingu á föstudag. Vísir
Ebba Guðný Guðmundsdóttir hefur fengið grænt ljós frá sjúkraþjálfara sínum til þess að dansa í lokaþætti sjónvarpsþáttarins Allir geta dansað, sem sýndur verður í kvöld á Stöð 2. Ebba sneri sig á hné á föstudaginn og fór úr lið, svo um tíma leit út fyrir að hún gæti hugsanlega ekki dansað.

Ebba slasaðist þegar hún æfði með dansfélaga sínum Javier Fernández Valiño. Læknir kippti hné Ebbu aftur á sinn stað með hjálp glaðlofts.

Mynd/Stöð2
„Næsta mál á dagskrá er þá að reyna að muna dansana tvo,“ skrifar Ebba á Facebook-síðu sína, en hún hefur þurft að liggja flöt vegna meiðslanna.

„En aðalmálið er að hafa gaman, hafa sumir bent mér á ... ég þarf að muna það .. hafa minni áhyggjur af því hvað ég geri vitlaust eða ekki nógu vel og gleðjast yfir því að geta tekið þátt,“ segir Ebba jákvæð.








Tengdar fréttir

Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep

Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.