Innlent

Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tilkynnt var um eld og reyk klukkan hálf fjögur í nótt.
Tilkynnt var um eld og reyk klukkan hálf fjögur í nótt. Vísir/Vilhelm
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar um eld og reyk í Heiðmörk norðan við Elliðavatn um klukkan hálf fjögur í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var lítið sumarhús þar alelda. Ákveðið var að láta bústaðinn brenna og vernda gróðurinn í kring.

Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að það hafi gengið vel að vernda gróðurinn á svæðinu.  Húsið er gjörónýtt og eldsupptök eru ókunn. Slökkviliðið telur að húsið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp. Starfi á vettvangi lauk um klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×