Fram og Selfoss skildu jöfn í fjörugum leik í Safamýrinni þegar Inkasso deildin hóf göngu sína á nýjan leik með fjórum leikjum.
Það voru gestirnir frá Selfossi sem byrjuðu leikinn mjög vel og skoruðu strax á annari mínútu en þar var á ferðinni Ingi Rafn Ingibergsson.
Það tók Selfyssinga ekki langan tíma að bæta við forystu sína en það gerðist aðeins tíu mínútum seinna. Þá kom löng sending inn fyrir vörn Fram sem varnarmenn réðu ekki við og náði Kristófer Páll Viðarsson að nýta sér það og skora og var staðan 2-0 í hálfleiknum.
Helgi Guðjónsson kom inná fyrir Fram í hálfleiknum og skoraði hann á 60. mínútu eftir klafs í teig Selfoss og staðan því orðin 2-1.
Á 68. mínútu fékk Fram síðan aukaspyrnu á hættulegum stað. Guðmundur Magnússon tók spyrnuna og setti boltann laglega í netið og jafnaði metin.
Fleiri mörk litu ekki dagsins ljóst og því lokatölur 2-2.
Annarsstaðar var það þannig að Víkingur Ólafsvík bar sigur úr bítum gegn ÍR eftir mörk frá Barrie og Zamorano, ÍA vann Leikni á meðan Karl Brynjar Björnsson jafnaði metin fyrir Þrótt Reykjavík í uppbótartíma gegn Njarðvík.
Haukar taka síðan á móti Þór seinna í dag á meðan HK fær Magna í heimsókn.
Úrslit dagins:
ÍA 1-0 Leiknir R.
ÍR 0-2 Víkingur Ó.
Fram 2-2 Selfoss
Njarðvík 1-1 Þróttur R.
Fram og Selfoss skildu jöfn │ Karl Brynjar jafnaði á síðustu stundu fyrir Þrótt
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti

„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn