Tvísýnt um kjarasamninga kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2018 08:45 Framhaldsskólakennari segir að jafnvel þótt kennarar kenni sama námsefnið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. Beita þurfi ólíkum aðferðum eftir hópum, jafnvel þótt námsefnið sé það sama. Fréttablaðið/Eyþór „Það sem við vorum að vonast til að myndi gerast í þessum samningum var að vinnumatinu yrði kastað út,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, um kjarasamninga Félags framhaldsskólakennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla um samningana hófst á miðvikudaginn og stendur fram til klukkan tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði um 41 prósent félagsmanna greitt atkvæði. Linda Rós segist telja að samningurinn verði felldur og sjálf vonast hún til þess að hann verði kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt ef vinnumatinu hefði verið hent út. Vegna þess að vinnumatið er slíkur ruddaskapur við stéttina að það er ekkert hægt að una við það.“ Linda segir að það sem fari einkum fyrir brjóstið á henni varðandi vinnumatið sé að ef kennarar kenna sama pensúmið oftar en einu sinni, þá skerðist launin. „Það er sem ég sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar greiðslur vegna þess að hann er að fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“ segir Linda. Til útskýringar segir hún að jafnvel þótt kennarar kenni sama pensúmið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú getur verið með einn hóp þar sem þú þarft að beita þér lítið. Þú getur svo verið með annan hóp sem er með börnum með miklar sérþarfir og þú getur þá þurft að beita þér allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar séu því öðruvísi þótt pensúmið sé það sama. Kennarar hafa einnig gert athugasemdir við það að 14. grein kjarasamninganna hafi verið tekin út. Þeirri grein var ætlað að tryggja að laun kennara myndu ekki dragast aftur úr launum félagsmanna í BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því að ég mun aldrei koma til með að samþykkja þetta,“ segir Linda. Björn Ólafsson, trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segist vonast til að samningurinn verði samþykktur. Í honum séu nokkur ákvæði sem geri hann aðlaðandi. Hann segir þó að atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Björn telur að samningurinn núna hafi verið ágætur biðleikur í eitt ár. Kennarar séu að reyna að halda sig á pari við félagsmenn í BHM og það virðist takast í þessum samningum. „Ég skil alveg fólk sem er ósátt við samninginn, en það er ekki verið að greiða atkvæði um þá þætti sem fólk er alla jafna ósáttast við. Þetta er ekki kjarasamningur um vinnumat. Þetta er einföld launahækkun upp á 4,25 prósent og það virðist bara vera það sem flestir eru að fá þessa dagana,“ segir hann. Björn lítur svo á að 14. greinin hafa komið inn í kjarasamning kennara árið 2014 en hafi ekki verið inni í samningum sem voru gerðir 2016. Óánægjan núna sé því á misskilningi byggð. „En ef það væri hægt að koma svona ákvæði inn í næsta kjarasamning sem við gerum, þá væri ég manna ánægðastur með það.“ Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
„Það sem við vorum að vonast til að myndi gerast í þessum samningum var að vinnumatinu yrði kastað út,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, um kjarasamninga Félags framhaldsskólakennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla um samningana hófst á miðvikudaginn og stendur fram til klukkan tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði um 41 prósent félagsmanna greitt atkvæði. Linda Rós segist telja að samningurinn verði felldur og sjálf vonast hún til þess að hann verði kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt ef vinnumatinu hefði verið hent út. Vegna þess að vinnumatið er slíkur ruddaskapur við stéttina að það er ekkert hægt að una við það.“ Linda segir að það sem fari einkum fyrir brjóstið á henni varðandi vinnumatið sé að ef kennarar kenna sama pensúmið oftar en einu sinni, þá skerðist launin. „Það er sem ég sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar greiðslur vegna þess að hann er að fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“ segir Linda. Til útskýringar segir hún að jafnvel þótt kennarar kenni sama pensúmið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú getur verið með einn hóp þar sem þú þarft að beita þér lítið. Þú getur svo verið með annan hóp sem er með börnum með miklar sérþarfir og þú getur þá þurft að beita þér allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar séu því öðruvísi þótt pensúmið sé það sama. Kennarar hafa einnig gert athugasemdir við það að 14. grein kjarasamninganna hafi verið tekin út. Þeirri grein var ætlað að tryggja að laun kennara myndu ekki dragast aftur úr launum félagsmanna í BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því að ég mun aldrei koma til með að samþykkja þetta,“ segir Linda. Björn Ólafsson, trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segist vonast til að samningurinn verði samþykktur. Í honum séu nokkur ákvæði sem geri hann aðlaðandi. Hann segir þó að atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Björn telur að samningurinn núna hafi verið ágætur biðleikur í eitt ár. Kennarar séu að reyna að halda sig á pari við félagsmenn í BHM og það virðist takast í þessum samningum. „Ég skil alveg fólk sem er ósátt við samninginn, en það er ekki verið að greiða atkvæði um þá þætti sem fólk er alla jafna ósáttast við. Þetta er ekki kjarasamningur um vinnumat. Þetta er einföld launahækkun upp á 4,25 prósent og það virðist bara vera það sem flestir eru að fá þessa dagana,“ segir hann. Björn lítur svo á að 14. greinin hafa komið inn í kjarasamning kennara árið 2014 en hafi ekki verið inni í samningum sem voru gerðir 2016. Óánægjan núna sé því á misskilningi byggð. „En ef það væri hægt að koma svona ákvæði inn í næsta kjarasamning sem við gerum, þá væri ég manna ánægðastur með það.“
Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira