„Hnífar, hnífar, hnífar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 21:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu. Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira