Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2018 20:15 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust. Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. „Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust. Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. „Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00