Telur líkur á stjórnarfars- og efnahagslegu hruni í Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 20:00 Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira