Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg Einar Sigurvinsson skrifar 6. maí 2018 21:00 Atli Sigurjónsson. vísir/bára KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 3-2 sigri KR en hann fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Leikurinn var jafn framan af en það voru heimamenn í Stjörnunni sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 18. mínútu. Boltinn hrökk þá til Guðjóns Baldvinssonar eftir aukaspyrnu frá Hilmari Árna. Tíu mínútum áður en flautað var til hálfleiks jöfnuðu KR-ingar leikinn. Óskar Örn Hauksson átti þá gott skot sem Haraldur Björnsson varði beint út í teiginn. Þar var Björgvin Stefánsson mættur og kláraði færið af miklu öryggi. KR-ingar voru betra lið vallarins megnið af fyrri hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks kom Pálmi Rafn Pálmason gestunum yfir. Hann skoraði eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Pablo Punyed og staðan því 2-1 fyrir KR í hálfleik. Leikmenn Stjörnunnar mættu töluvert sterkari inn í seinni hálfleikinn og á 61. mínútu tókst þeim að jafna leikinn. Guðjón Baldvinsson átti þá skot fyrir utan teiginn í stöngina sem Hilmar Árni Halldórsson fylgdi á eftir í markið. Það var síðan ekki fyrr en á 88. mínútu sem Atli Sigurjónsson tryggði KR sigurinn með glæsilegu skoti af 20 metra færi. Óverjandi fyrir Terrance William sem var mættur í mark Stjörnunnar eftir að Haraldur Björnsson hafði farið meiddur af velli. Skömmu síðar fékk Atli Sigurjónsson sitt annað gula spjald fyrir olnbogaskot. Stjarnan pressuðu stíft síðustu mínúturnar en höfðu ekki erindi sem erfiði og því urðu mörkin ekki fleiri. Lokatölur 3-2 og dýrmæt þrjú stig til KR-inga.Af hverju vann KR leikinn? Á heildina litið var KR betra liðið í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir náðu oft að skapa sér góð færi og er í raun ótrúlegt að Kennie Chopart hafi ekki skoraði mark í þessum leik. Stjarnan mættu sterkari í síðari hálfleikinn og skoruðu gott jöfnunarmark, en aftur fá þeir á sig svekkjandi mark undir lok leiks.Hverjir stóðu upp úr? Pálmi Rafn spilaði mjög vel fyrir KR. Hann stjórnaði spilinu á miðjunni og skorar glæsilegt mark undir lok fyrri hálfleiksins. Björgvin Stefánsson var einnig góður hjá KR og ljóst að KR getur vel nýtt þann styrk sem hann hefur upp á að bjóða. Í liði Stjörnunnar stóð Guðjón Baldvinsson upp úr. Hann skoraði fyrsta mark liðsins auk þess að eiga stóran þátt í öðru markinu.Hvað gekk illa? Stjarnan fær á sig þrjú mörk sem er einfaldlega of mikið ef vinna á lið eins og KR. Það er ljóst að þeir verða að gefa færri færi á sér til þess að halda sér í toppbaráttunni í sumar.Hvað gerist næst? Eftir nákvæmlega viku, sunnudaginn 13. maí leikur KR sinn þriðja leik í Pepsi-deildinni og jafnframt sinn þriðja útileik þegar liðið heldur til Grindavíkur. Stjarnan á leik daginn eftir þegar liðið tekur á móti Víkingi hér á Samsung-vellinum í 3. umferð deildarinnar. Rúnar Kristinsson: Þetta gefur okkur sjálfstraustRúnar Kristinsson.vísir/bára„Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum að hafa komið til baka. Það var erfitt að spila gegn vindinum. Við stjórnuðum fyrri hálfleik og þeir stjórnuðu seinni hálfleiknum aðeins betur. En mér fannst þetta bara sanngjarn sigur, mér fannst við vera betra liðið heilt yfir,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem var að vonum sáttum eftir 3-2 sigur sinna manna á Stjörnunni. „Við vorum að spila fínan fótbolta, það var mikil barátta í liðinu og við gáfumst aldrei upp. Auðvitað er margt sem við getum lagað en gott að fá þrjú stig á Stjörnuvelli. Þetta gefur okkur smá sjálfstraust inn í næstu verkefni.“ KR-ingar fengu á sig tvö mörk í kvöld, rétt eins og í síðustu umferð gegn Val. Rúnar segir varnarleikurinn þó ekkert til að hafa áhyggjur af enn. „Nei, fyrsta markið er bara klafs. Boltinn dettur bara fyrir þá eftir aukaspyrnu inn á teiginn. Þeir voru grimmari þar og ég var ósáttur við okkar varnarleik í því marki. En þetta er bara hörkulið sem við erum að spila við. Þú færð oft á þig mörk, það er alltaf eitthvað sem gerist.“ Bæði KR og Stjarnan stefna á að berjast á toppi deildarinnar í sumar og viðurkennir Rúnar að stigin þrjú gætu reynst dýrmæt. „Hvert einasta stig skiptir máli og telur. Við misstum af einu í síðustu viku og núna fengum við þrjú. Eftir tvo leiki á erfiðum útvöllum með þrjú stig, við erum þokkalega sáttir. Þó svo að við séum aldrei sáttir með að tapa fótboltaleikjum. Núna erum við með einn sigur og eitt tap.“ „Núna er bara næsta verkefni eftir viku í Grindavík. Við þurfum að mæta þar jafn einbeittir og jafn góðir til þess að eiga möguleika. Þeir eru hörkugóðir,“ sagði Rúnar að lokum. Rúnar Páll: Þurfum að bæta okkur hellingRúnar Páll.vísir/eyþór„Bara gríðarlega fúlt. Mér fannst við spila mjög illa í fyrri hálfleik. Illa taktískir og gáfum þeim tvö mörk sem var algjör óþarfi,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við náum að jafna leikinn. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn ágætlega á köflum. Við vorum aðeins beittari og skipulagðari. En það er gríðarlega fúlt að tapa, þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá hér.“ Rúnar var langt frá því að vera ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld, en fannst þó lifna yfir mönnum í seinni hálfleik. „Við vorum mjög langt frá mönnum. Við töpuðum öllum seinni boltum. KR-ingarnir voru yfir alls staðar í fyrri hálfleik. Þeir skora tvö mörk, sem er allt of mikið. Við jöfnum hérna og komum ágætlega sterkir inn í seinni hálfleik, en það var ekki nóg.“ „Við þurfum að taka okkur taki okkur taki, koma beittari og spila betri fótbolta ef við ætlum að fá úrslit í þessum leikjum. Við þurfum að bæta okkur helling.“ Alveg eins í í síðustu umferð fá Stjörnumenn á sig glæsilegt mark undir lok leiksins. „Þetta var frábært mark og gott skot. Við erum búnir að fá á okkur tvö mörk núna undir lokin. Jöfnunarmark og síðan sigurmark, sem er ekki gott. Við þurfum að skoða þetta.“ Að tveimur umferðum lokum er Stjarnan með eitt stig. Rúnar segir að ekkert annað komi til greina en sigur í næstu umferð. „Verðum við ekki bara að fá sigur í næsta leik? Það er ekkert annað í boði. Þetta er ekki alveg byrjunin sem við vorum að vonast eftir. En við tökum okkur taki og mætum beittari til leiks í næsta leik,“ sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla
KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 3-2 sigri KR en hann fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Leikurinn var jafn framan af en það voru heimamenn í Stjörnunni sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 18. mínútu. Boltinn hrökk þá til Guðjóns Baldvinssonar eftir aukaspyrnu frá Hilmari Árna. Tíu mínútum áður en flautað var til hálfleiks jöfnuðu KR-ingar leikinn. Óskar Örn Hauksson átti þá gott skot sem Haraldur Björnsson varði beint út í teiginn. Þar var Björgvin Stefánsson mættur og kláraði færið af miklu öryggi. KR-ingar voru betra lið vallarins megnið af fyrri hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks kom Pálmi Rafn Pálmason gestunum yfir. Hann skoraði eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Pablo Punyed og staðan því 2-1 fyrir KR í hálfleik. Leikmenn Stjörnunnar mættu töluvert sterkari inn í seinni hálfleikinn og á 61. mínútu tókst þeim að jafna leikinn. Guðjón Baldvinsson átti þá skot fyrir utan teiginn í stöngina sem Hilmar Árni Halldórsson fylgdi á eftir í markið. Það var síðan ekki fyrr en á 88. mínútu sem Atli Sigurjónsson tryggði KR sigurinn með glæsilegu skoti af 20 metra færi. Óverjandi fyrir Terrance William sem var mættur í mark Stjörnunnar eftir að Haraldur Björnsson hafði farið meiddur af velli. Skömmu síðar fékk Atli Sigurjónsson sitt annað gula spjald fyrir olnbogaskot. Stjarnan pressuðu stíft síðustu mínúturnar en höfðu ekki erindi sem erfiði og því urðu mörkin ekki fleiri. Lokatölur 3-2 og dýrmæt þrjú stig til KR-inga.Af hverju vann KR leikinn? Á heildina litið var KR betra liðið í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir náðu oft að skapa sér góð færi og er í raun ótrúlegt að Kennie Chopart hafi ekki skoraði mark í þessum leik. Stjarnan mættu sterkari í síðari hálfleikinn og skoruðu gott jöfnunarmark, en aftur fá þeir á sig svekkjandi mark undir lok leiks.Hverjir stóðu upp úr? Pálmi Rafn spilaði mjög vel fyrir KR. Hann stjórnaði spilinu á miðjunni og skorar glæsilegt mark undir lok fyrri hálfleiksins. Björgvin Stefánsson var einnig góður hjá KR og ljóst að KR getur vel nýtt þann styrk sem hann hefur upp á að bjóða. Í liði Stjörnunnar stóð Guðjón Baldvinsson upp úr. Hann skoraði fyrsta mark liðsins auk þess að eiga stóran þátt í öðru markinu.Hvað gekk illa? Stjarnan fær á sig þrjú mörk sem er einfaldlega of mikið ef vinna á lið eins og KR. Það er ljóst að þeir verða að gefa færri færi á sér til þess að halda sér í toppbaráttunni í sumar.Hvað gerist næst? Eftir nákvæmlega viku, sunnudaginn 13. maí leikur KR sinn þriðja leik í Pepsi-deildinni og jafnframt sinn þriðja útileik þegar liðið heldur til Grindavíkur. Stjarnan á leik daginn eftir þegar liðið tekur á móti Víkingi hér á Samsung-vellinum í 3. umferð deildarinnar. Rúnar Kristinsson: Þetta gefur okkur sjálfstraustRúnar Kristinsson.vísir/bára„Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum að hafa komið til baka. Það var erfitt að spila gegn vindinum. Við stjórnuðum fyrri hálfleik og þeir stjórnuðu seinni hálfleiknum aðeins betur. En mér fannst þetta bara sanngjarn sigur, mér fannst við vera betra liðið heilt yfir,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem var að vonum sáttum eftir 3-2 sigur sinna manna á Stjörnunni. „Við vorum að spila fínan fótbolta, það var mikil barátta í liðinu og við gáfumst aldrei upp. Auðvitað er margt sem við getum lagað en gott að fá þrjú stig á Stjörnuvelli. Þetta gefur okkur smá sjálfstraust inn í næstu verkefni.“ KR-ingar fengu á sig tvö mörk í kvöld, rétt eins og í síðustu umferð gegn Val. Rúnar segir varnarleikurinn þó ekkert til að hafa áhyggjur af enn. „Nei, fyrsta markið er bara klafs. Boltinn dettur bara fyrir þá eftir aukaspyrnu inn á teiginn. Þeir voru grimmari þar og ég var ósáttur við okkar varnarleik í því marki. En þetta er bara hörkulið sem við erum að spila við. Þú færð oft á þig mörk, það er alltaf eitthvað sem gerist.“ Bæði KR og Stjarnan stefna á að berjast á toppi deildarinnar í sumar og viðurkennir Rúnar að stigin þrjú gætu reynst dýrmæt. „Hvert einasta stig skiptir máli og telur. Við misstum af einu í síðustu viku og núna fengum við þrjú. Eftir tvo leiki á erfiðum útvöllum með þrjú stig, við erum þokkalega sáttir. Þó svo að við séum aldrei sáttir með að tapa fótboltaleikjum. Núna erum við með einn sigur og eitt tap.“ „Núna er bara næsta verkefni eftir viku í Grindavík. Við þurfum að mæta þar jafn einbeittir og jafn góðir til þess að eiga möguleika. Þeir eru hörkugóðir,“ sagði Rúnar að lokum. Rúnar Páll: Þurfum að bæta okkur hellingRúnar Páll.vísir/eyþór„Bara gríðarlega fúlt. Mér fannst við spila mjög illa í fyrri hálfleik. Illa taktískir og gáfum þeim tvö mörk sem var algjör óþarfi,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við náum að jafna leikinn. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn ágætlega á köflum. Við vorum aðeins beittari og skipulagðari. En það er gríðarlega fúlt að tapa, þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá hér.“ Rúnar var langt frá því að vera ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld, en fannst þó lifna yfir mönnum í seinni hálfleik. „Við vorum mjög langt frá mönnum. Við töpuðum öllum seinni boltum. KR-ingarnir voru yfir alls staðar í fyrri hálfleik. Þeir skora tvö mörk, sem er allt of mikið. Við jöfnum hérna og komum ágætlega sterkir inn í seinni hálfleik, en það var ekki nóg.“ „Við þurfum að taka okkur taki okkur taki, koma beittari og spila betri fótbolta ef við ætlum að fá úrslit í þessum leikjum. Við þurfum að bæta okkur helling.“ Alveg eins í í síðustu umferð fá Stjörnumenn á sig glæsilegt mark undir lok leiksins. „Þetta var frábært mark og gott skot. Við erum búnir að fá á okkur tvö mörk núna undir lokin. Jöfnunarmark og síðan sigurmark, sem er ekki gott. Við þurfum að skoða þetta.“ Að tveimur umferðum lokum er Stjarnan með eitt stig. Rúnar segir að ekkert annað komi til greina en sigur í næstu umferð. „Verðum við ekki bara að fá sigur í næsta leik? Það er ekkert annað í boði. Þetta er ekki alveg byrjunin sem við vorum að vonast eftir. En við tökum okkur taki og mætum beittari til leiks í næsta leik,“ sagði Rúnar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti