Gunnar V. Andrésson er einn þekktasti blaðaljósmyndari landsins. Hann á að baki farsælan hálfrar aldar feril og reiknar sér það til tekna að hafa aldrei, á hinum viðsjárverða fjölmiðlamarkaði, fengið uppsagnarbréf. Gunnar segir það talsvert afrek. Gunnar skrifaði undir starfslokasamning við Fréttablaðið í vikunni og lýkur þar með merkilegum ferli manns sem hefur lifað tímana tvenna í þessari sérkennilegu atvinnugrein sem er blaða- og fréttamennska á Íslandi. Þegar Vísir náði í skottið á Gunnari í gær var hann móður og másandi; „að tékka á vippi sem gekk illa hjá mér í gær.“ Hann er að tala um golf sem hann stundar af ástríðu. Hann hefur átt við að stríða fótamein undanfarið árið en í stað þess að láta það stoppa sig þá hefur hann keypt sér aðgang að golfbíl og fer á honum um golfvöllinn í Mosfellsdal, oftar en ekki í félagi við vin sinn Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann. „Við vorum í gær og um helgina. Við reyndar hættum eftir níu í gær,“ segir Gunnar. Veður leyfði ekki meira.Með nefið ofan í hvers manns koppi Starfsferill Gunnars spannar rúma hálfa öld. Hann segir að stóra stundin, það sem stendur uppúr, á hans ljósmyndaraferli sem og svo margra fjölmiðlamanna annarra, hafi verið Vestmannaeyjagosið 1973. En, svona almennt þá hafi það gefið sér mest að ná myndum sem lýsa einhverjum tíðaranda.Gunnar segir Vestmannaeyjargosið standa uppúr, hjá sér eins og svo mörgum fjölmiðlamönnum þess tíma. Janúar 1973, yfirlitsmynd, séð yfir hafnarsvæðið og byggðina í Heimaey, flutningur búslóða heimamanna til lands í fullum gangi. Búslóðaflutningur, skip liggur við bryggju, vörubílar og kassar á bryggjunni, fólk að störfum við að koma kössunum um borð í skipið.visir/gva„Galdurinn í þessu verkefni að vera með myndavél á maganum er að maður á svo náin og góð samskipti við fólk. Mesta skemmtunin í vinnunni er að vera í samskiptum við gott fólk.“ Ljósmyndarinn snjalli segir forvitnina hafa verið sinn drifkraft í starfi. „Vera þar sem eitthvað er að gerast og vilja vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Þetta hefur verið algjört ævintýri og maður hefði ekki getað kosið sér skemmtilegri vettvang. Ég er mjög ánægður með það. Ég er lukkunnar pamfíll. Einn fárra fjölmiðlamanna á Íslandi sem aldrei hefur séð uppsagnarbréf og það er svolítil vigt í því. Alltaf verið í fastri vinnu.“DV-tímabilið dýnamískt tímabil Gunnar byrjar að þylja upp: Þrettán ár á Tímanum og svo fór hann yfir á Vísi árið 1978. „Svo fylgdi ég sameiningunni, Vísi og Dagblaðsins. Og þá hófst eitthvert dýnamískasta tímabil blaðamennskunnar þegar DV var og hét.“Jónas Kristjánsson ritstjóri er sá sem Gunnar nefnir fyrstan sem minnisstæðan samstarfsmann. Þeir áttu ekki endilega skap saman en Jónas var fylginn sér.visir/gvaLjóst má vera, nú þegar Gunnar V. Andrésson ljósmyndari lítur um öxl, að DV skipar þar veigamestan sess. „Þá var skilyrði að blaðið hefði bestu hugsanlegu myndir og frásögn af öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu í það og það skiptið. Og maður var vakinn og sofinn í þessu. Ótrúlegur tími alveg. Og ofboðslegt álag.Það var mikil vinnuharka en maður gleymdi sér í verkunum. Og uppskar eftir því. Ég held að Jónas Kristjánsson ritstjóri hafi verið maðurinn sem fór fyrir þessari ágengu blaðamennsku sem þá var. Og var mikill foringi í þeim verkum öllum. Þar fyrir utan var á DV í gamla daga einvala lið af góðu fólki.“Vigdís algerlega einstök Margs er að minnast. Eitt vill Gunnar taka vel utan um sem er tímabil sem hann kennir við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands. „Kjör hennar var fyrir okkur blaðamenn mjög merkilegt. Eini forsetinn sem pressan fylgdi hvert fótmál, hvar sem hún fór. Íslenska þjóðin var svo stolt af forseta sínum og vildi alltaf mæla hana við þjóðhöfðingja annarra landa, hvernig hún fór með öðrum leiðtogum. Og hún var alltaf jafn glæsileg. Og stóðst allan samanburð.“20. febrúar 1982, Vigdís Finnbogadóttir forseti í ljúfum dansi á Þorrablóti í London. Gunnar segir Vigdísi minnisstæðustu manneskjuna sem hann myndaði og fer hvergi leynt með aðdáun sína á þessum leiðtoga sem þjóðin var svo stolt af.visir/gvaGunnar fer hvergi leynt með aðdáun sína á Vigdísi. „Ég átti skemmtilegan tíma í kringum Vigdísi. Frá þeim fyrsta degi að hún fór í framboð, gaf sig í þetta. Þá var ungur blaðamaður á Vísi, Páll Magnússon, sem nú situr á þingi. Og okkar fyrstu kynni voru þau að við Páll fylgdum Vigdísi um Snæfellsnes frá morgni til kvölds. Við vorum vel akandi og höfðum hana í aftursætinu milli staða. Þar urðu mikil og góð kynni af Vigdísi. Minnisstæðasta manneskjan.“Hefur myndað alla forsetana nema Svein Myndir Gunnars af því þegar Ólafur Ragnar Grímsson datt af hestbaki og axlarbraut sig, en um leið opinberaðist tilhugalíf hans og Dorritar, vöktu gríðarlega mikla athygli á sínum tíma. „Ég hef myndað alla forseta lýðveldisins nema Svein Björnsson. Ég var að segja krökkunum mínum frá þessu og þá sagði dóttir mín: Hvar varstu þá?“ En, svo tók að fjara halla undan fæti hjá DV. „Já, það var merkilegt. Það fjarar undan blaðinu á einu ári. Eins og það hafði verið sterkur og voldugur fjölmiðill. Með nýjum eigendum.Mynd frá í ágúst 2010. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og Geir Waage ræðast við á biskupstofu. Myndin reyndist afdrifarík því eftir birtingu hennar voru myndir af fyrrum biskupum teknar niður af ganginum þeim.visir/gvaFréttablaðið er að komast á koppinn, þeirra sömu eigenda og áttu DV. Ég er í rauninni fyrsti ljósmyndari Fréttablaðsins. Sveinn Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson stofnuðu Fréttablaðið og ljósmyndadeild DV sá um myndir í Fréttablaðið.“Lauk ferlinum á Fréttablaðinu Fréttablaðið fór eins og það fór en var endurreist svo fljótlega með nýjum eigendum. „Og ég fór þangað. DV fór í þrot, ég missti vinnuna í nokkra daga og náði svo landi á Fréttablaðinu fljótlega með Gunnari Smára Egilssyni og fleirum. Sigurjón M. Egilsson, sem er gamall vinur minn, sem þá var fréttastjóri þar, sá til þess að ég gengi ekki lengi um göturnar atvinnulaus.“ Og þar var svo Gunnar allt til 1. maí þessa árs þá er hann undirritaði starfslokasamning. Gunnar vill ekki alveg kaupa það fyrirvaralaust að hann megi þá flokka sem löggilt gamalmenni. „Eða, jú, aldurinn segir svo. En ég er ungur í anda.“ Og því verður ekki á móti mælt að ljósmyndarinn er fjallbrattur.Miklar breytingar í blaðamennskunni Gunnar segir að það sé býsna margt sem hafi breyst í blaðamennskunni á þessum áratugum. „Nú er ekkert til sem heitir skúbb lengur. Maður gat farið út á land og gert heilmikla hluti í einrúmi í eina tíð en nú er allt forvitnilegt komið umsvifalaust inn á fjölmiðla, með tæknibreytingunum miklu, netinu.Gunnar hefur viljað vera þar sem atburðirnir verða. Þann 10. október 1972, tók húsasmiðurinn Helgi Hóseasson sig til og sletti skyri yfir þingheim við setningu Alþingis. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, þingmenn, biskup og forseti Íslands voru á leið í Alþingishúsið þegar Helgi hóf að sletta skyrblöndu úr fötu yfir fólkið.Svo er eitt sem ég hef upplifað; gömul reynsla er einskis metin lengur. Það þarf ekkert að spyrja gamla reynda lengur. Það er bara googlað. Gott að vera kominn í skjól núna.“ Gunnar segir býsna margt sem á fjörur hans hefur rekið í þessu litríka starfi. „Margt skemmtilegt og mér finnst ég hafa komist í gegnum þetta nánast skammlaust. En ein rúsína í hnappagatið er þó sú að ég var einu sinni auglýsingastjóri á Fréttaútvarpinu.“Auglýsingastjóri í sjóræningjaútvarpiFréttaútvarpinu? „Já, við stofnuðum útvarp í miklu verkfalli 1984, við starfsmenn DV og útgefendur þess blaðs. Þá ríkti einokun ríkis á ljósvakamiðli en þessi sjóræningjastöð varð til að löggjafarþingið endurskoðaði þau lög. Í kjölfar þessarar aðfarar að ríkisvaldinu. Þetta var skemmtileg nýbreytni fyrir ljósmyndarann að vera í auglýsingadeild. Það var ekkert útvarp þannig að maður hringdi í öll fyrirtæki sem voru opin. Mörg voru lokuð vegna verkfalls. Og óskaði eftir því að þau auglýstu og við náðum, meðan við fengum að reka þessa útvarpsstöð í friði, að halda okkar launum. Við töpuðum engum launum þó í verkfalli værum af því að við fórum í þessa sjóræningjastöð í trássi við ríkisvaldið. Merkilegur tími og flottur.“Jónas, Indriði og allir þeir Þegar Gunnar er beðinn um að nefna eftirtektarverða kollega og samferðarmenn þá vefst honum ekki tunga um tönn. „Mér fannst Jónas Kristjánsson alltaf athyglisverður ritstjóri, glöggur og einbeittur, og harður í horn að taka. En, við áttum ekkert alltaf skap saman.Indriði G. Þorsteinsson er minn fyrsti ritstjóri og hann var svo sérkennilega flottur fyrirliði í hópi blaðamanna. Já, Indriði var algerlega ógleymanlegur og einhver skemmtilegasti ritstjóri sem ég fékk að vera nálægt.Myndir Gunnars af því þá er Ólafur Ragnar Grímsson forseti datt af hestbaki og Dorrit stumraði yfir sínum slasaða ástmanni vöktu mikla athygli þjóðarinnar, enda var þetta í fyrsta skipti sem Dorrit kom fyrir augu almennings.visir/gvaMönnum þótti gaman að vinna með Indriða alltaf. Svo er náttúrlega Ellert Schram, Elías Snæland og Jónas Haraldsson miklir öðlingar. Ég held að mín hagsæld á þessum vettvangi hafi ekki síst byggst á því hvað ég var heppinn með að starfa með góðu fólki.“Fálkaorðan við lok dags Gunnar segir að svo hafi náttúrlega verið ókjör af ógleymanlegum blaðamönnum og ljósmyndurum sem hann starfaði með. En, það er of langt mál upp að telja. „Mér fannst svo glæsilegur endir á ferli mínum að vera kallaður á Bessastaði um áramótin og það vil ég þakka samstarfi við gott fólk að mönnum þótti ástæða til að hengja Fálkaorðuna á karlinn. Það var ekkert eins manns verk sem þar bjó að baki.Það var stór stund þegar H-dagurinn rann upp, 26. maí 1968. Hægri umferð var tekin upp en hér myndar gunnar unga drengi á reiðhjólum á horni Lækjargötu og Austurstrætis.visir/gvaJá, þetta er sennilega ein mesta vegsemd sem einstaklingi getur hlotnast úr hendi forseta Íslands og það er viðurkenning,“ segir Gunnar spurður hvort honum hafi þótt mikið til koma, að taka við orðunni.Teningunum kastað Í upphafi skyldi endinn skoða. Eða öfugt, hvað kom til að Gunnar villtist inná þetta svið? Hann segir það nánast hafa verið tilviljun. „Já, það var merkilegt. Það var auglýst í Tímanum eftir klisjugerðarmanni, rafmyndagerðarmanni. Sem er maður sem gerir rafmyndamót af ljósmyndinni til að gera hana prenthæfa í dagblöðum. Ég hafði enga þekkingu, sagðist ekkert kunna en ég gæti örugglega lært þetta og yrði ráðinn,“ segir Gunnar og glottir. Þetta var í mars 1966. „Ljósmyndadeildin sá um þessa rafmyndagerð og ég byrjaði þar. Í júní þetta sama ár birtist fyrsta myndin eftir mig á forsíðu lesbókar Tímans. Og þá var teningunum kastað.“Og, hvaða mynd var þetta eiginlega? „Þetta var mynd af tjaldi í rjóðri í Borgarfirði.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00 Reyndur fréttaljósmyndari segir yfirvöld hindra starf fjölmiðla „Það er komin einhver ósýnileg hönd sem hefur þann mátt að setjast í ritstjórnarstól og hefur komið því inn hjá fjölmiðlum að þeim komi hlutirnir ekkert við,“ segir fréttaljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson. 1. október 2016 07:00 Útlitið var svart á tímabili Í dag, 23. janúar eru fjörutíu ár liðin, frá því eldgos hófst á Heimaey. Atburður sem var einstakur í lífi íslensku þjóðarinnar. Einn þeirra fyrstu á vettvang úr landi var Gunnar V. Andrésson, þá ljósmyndari Tímans en nú Fréttablaðsins. Hér er upprifjun hans. 23. janúar 2013 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Gunnar V. Andrésson er einn þekktasti blaðaljósmyndari landsins. Hann á að baki farsælan hálfrar aldar feril og reiknar sér það til tekna að hafa aldrei, á hinum viðsjárverða fjölmiðlamarkaði, fengið uppsagnarbréf. Gunnar segir það talsvert afrek. Gunnar skrifaði undir starfslokasamning við Fréttablaðið í vikunni og lýkur þar með merkilegum ferli manns sem hefur lifað tímana tvenna í þessari sérkennilegu atvinnugrein sem er blaða- og fréttamennska á Íslandi. Þegar Vísir náði í skottið á Gunnari í gær var hann móður og másandi; „að tékka á vippi sem gekk illa hjá mér í gær.“ Hann er að tala um golf sem hann stundar af ástríðu. Hann hefur átt við að stríða fótamein undanfarið árið en í stað þess að láta það stoppa sig þá hefur hann keypt sér aðgang að golfbíl og fer á honum um golfvöllinn í Mosfellsdal, oftar en ekki í félagi við vin sinn Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann. „Við vorum í gær og um helgina. Við reyndar hættum eftir níu í gær,“ segir Gunnar. Veður leyfði ekki meira.Með nefið ofan í hvers manns koppi Starfsferill Gunnars spannar rúma hálfa öld. Hann segir að stóra stundin, það sem stendur uppúr, á hans ljósmyndaraferli sem og svo margra fjölmiðlamanna annarra, hafi verið Vestmannaeyjagosið 1973. En, svona almennt þá hafi það gefið sér mest að ná myndum sem lýsa einhverjum tíðaranda.Gunnar segir Vestmannaeyjargosið standa uppúr, hjá sér eins og svo mörgum fjölmiðlamönnum þess tíma. Janúar 1973, yfirlitsmynd, séð yfir hafnarsvæðið og byggðina í Heimaey, flutningur búslóða heimamanna til lands í fullum gangi. Búslóðaflutningur, skip liggur við bryggju, vörubílar og kassar á bryggjunni, fólk að störfum við að koma kössunum um borð í skipið.visir/gva„Galdurinn í þessu verkefni að vera með myndavél á maganum er að maður á svo náin og góð samskipti við fólk. Mesta skemmtunin í vinnunni er að vera í samskiptum við gott fólk.“ Ljósmyndarinn snjalli segir forvitnina hafa verið sinn drifkraft í starfi. „Vera þar sem eitthvað er að gerast og vilja vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Þetta hefur verið algjört ævintýri og maður hefði ekki getað kosið sér skemmtilegri vettvang. Ég er mjög ánægður með það. Ég er lukkunnar pamfíll. Einn fárra fjölmiðlamanna á Íslandi sem aldrei hefur séð uppsagnarbréf og það er svolítil vigt í því. Alltaf verið í fastri vinnu.“DV-tímabilið dýnamískt tímabil Gunnar byrjar að þylja upp: Þrettán ár á Tímanum og svo fór hann yfir á Vísi árið 1978. „Svo fylgdi ég sameiningunni, Vísi og Dagblaðsins. Og þá hófst eitthvert dýnamískasta tímabil blaðamennskunnar þegar DV var og hét.“Jónas Kristjánsson ritstjóri er sá sem Gunnar nefnir fyrstan sem minnisstæðan samstarfsmann. Þeir áttu ekki endilega skap saman en Jónas var fylginn sér.visir/gvaLjóst má vera, nú þegar Gunnar V. Andrésson ljósmyndari lítur um öxl, að DV skipar þar veigamestan sess. „Þá var skilyrði að blaðið hefði bestu hugsanlegu myndir og frásögn af öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu í það og það skiptið. Og maður var vakinn og sofinn í þessu. Ótrúlegur tími alveg. Og ofboðslegt álag.Það var mikil vinnuharka en maður gleymdi sér í verkunum. Og uppskar eftir því. Ég held að Jónas Kristjánsson ritstjóri hafi verið maðurinn sem fór fyrir þessari ágengu blaðamennsku sem þá var. Og var mikill foringi í þeim verkum öllum. Þar fyrir utan var á DV í gamla daga einvala lið af góðu fólki.“Vigdís algerlega einstök Margs er að minnast. Eitt vill Gunnar taka vel utan um sem er tímabil sem hann kennir við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands. „Kjör hennar var fyrir okkur blaðamenn mjög merkilegt. Eini forsetinn sem pressan fylgdi hvert fótmál, hvar sem hún fór. Íslenska þjóðin var svo stolt af forseta sínum og vildi alltaf mæla hana við þjóðhöfðingja annarra landa, hvernig hún fór með öðrum leiðtogum. Og hún var alltaf jafn glæsileg. Og stóðst allan samanburð.“20. febrúar 1982, Vigdís Finnbogadóttir forseti í ljúfum dansi á Þorrablóti í London. Gunnar segir Vigdísi minnisstæðustu manneskjuna sem hann myndaði og fer hvergi leynt með aðdáun sína á þessum leiðtoga sem þjóðin var svo stolt af.visir/gvaGunnar fer hvergi leynt með aðdáun sína á Vigdísi. „Ég átti skemmtilegan tíma í kringum Vigdísi. Frá þeim fyrsta degi að hún fór í framboð, gaf sig í þetta. Þá var ungur blaðamaður á Vísi, Páll Magnússon, sem nú situr á þingi. Og okkar fyrstu kynni voru þau að við Páll fylgdum Vigdísi um Snæfellsnes frá morgni til kvölds. Við vorum vel akandi og höfðum hana í aftursætinu milli staða. Þar urðu mikil og góð kynni af Vigdísi. Minnisstæðasta manneskjan.“Hefur myndað alla forsetana nema Svein Myndir Gunnars af því þegar Ólafur Ragnar Grímsson datt af hestbaki og axlarbraut sig, en um leið opinberaðist tilhugalíf hans og Dorritar, vöktu gríðarlega mikla athygli á sínum tíma. „Ég hef myndað alla forseta lýðveldisins nema Svein Björnsson. Ég var að segja krökkunum mínum frá þessu og þá sagði dóttir mín: Hvar varstu þá?“ En, svo tók að fjara halla undan fæti hjá DV. „Já, það var merkilegt. Það fjarar undan blaðinu á einu ári. Eins og það hafði verið sterkur og voldugur fjölmiðill. Með nýjum eigendum.Mynd frá í ágúst 2010. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og Geir Waage ræðast við á biskupstofu. Myndin reyndist afdrifarík því eftir birtingu hennar voru myndir af fyrrum biskupum teknar niður af ganginum þeim.visir/gvaFréttablaðið er að komast á koppinn, þeirra sömu eigenda og áttu DV. Ég er í rauninni fyrsti ljósmyndari Fréttablaðsins. Sveinn Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson stofnuðu Fréttablaðið og ljósmyndadeild DV sá um myndir í Fréttablaðið.“Lauk ferlinum á Fréttablaðinu Fréttablaðið fór eins og það fór en var endurreist svo fljótlega með nýjum eigendum. „Og ég fór þangað. DV fór í þrot, ég missti vinnuna í nokkra daga og náði svo landi á Fréttablaðinu fljótlega með Gunnari Smára Egilssyni og fleirum. Sigurjón M. Egilsson, sem er gamall vinur minn, sem þá var fréttastjóri þar, sá til þess að ég gengi ekki lengi um göturnar atvinnulaus.“ Og þar var svo Gunnar allt til 1. maí þessa árs þá er hann undirritaði starfslokasamning. Gunnar vill ekki alveg kaupa það fyrirvaralaust að hann megi þá flokka sem löggilt gamalmenni. „Eða, jú, aldurinn segir svo. En ég er ungur í anda.“ Og því verður ekki á móti mælt að ljósmyndarinn er fjallbrattur.Miklar breytingar í blaðamennskunni Gunnar segir að það sé býsna margt sem hafi breyst í blaðamennskunni á þessum áratugum. „Nú er ekkert til sem heitir skúbb lengur. Maður gat farið út á land og gert heilmikla hluti í einrúmi í eina tíð en nú er allt forvitnilegt komið umsvifalaust inn á fjölmiðla, með tæknibreytingunum miklu, netinu.Gunnar hefur viljað vera þar sem atburðirnir verða. Þann 10. október 1972, tók húsasmiðurinn Helgi Hóseasson sig til og sletti skyri yfir þingheim við setningu Alþingis. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, þingmenn, biskup og forseti Íslands voru á leið í Alþingishúsið þegar Helgi hóf að sletta skyrblöndu úr fötu yfir fólkið.Svo er eitt sem ég hef upplifað; gömul reynsla er einskis metin lengur. Það þarf ekkert að spyrja gamla reynda lengur. Það er bara googlað. Gott að vera kominn í skjól núna.“ Gunnar segir býsna margt sem á fjörur hans hefur rekið í þessu litríka starfi. „Margt skemmtilegt og mér finnst ég hafa komist í gegnum þetta nánast skammlaust. En ein rúsína í hnappagatið er þó sú að ég var einu sinni auglýsingastjóri á Fréttaútvarpinu.“Auglýsingastjóri í sjóræningjaútvarpiFréttaútvarpinu? „Já, við stofnuðum útvarp í miklu verkfalli 1984, við starfsmenn DV og útgefendur þess blaðs. Þá ríkti einokun ríkis á ljósvakamiðli en þessi sjóræningjastöð varð til að löggjafarþingið endurskoðaði þau lög. Í kjölfar þessarar aðfarar að ríkisvaldinu. Þetta var skemmtileg nýbreytni fyrir ljósmyndarann að vera í auglýsingadeild. Það var ekkert útvarp þannig að maður hringdi í öll fyrirtæki sem voru opin. Mörg voru lokuð vegna verkfalls. Og óskaði eftir því að þau auglýstu og við náðum, meðan við fengum að reka þessa útvarpsstöð í friði, að halda okkar launum. Við töpuðum engum launum þó í verkfalli værum af því að við fórum í þessa sjóræningjastöð í trássi við ríkisvaldið. Merkilegur tími og flottur.“Jónas, Indriði og allir þeir Þegar Gunnar er beðinn um að nefna eftirtektarverða kollega og samferðarmenn þá vefst honum ekki tunga um tönn. „Mér fannst Jónas Kristjánsson alltaf athyglisverður ritstjóri, glöggur og einbeittur, og harður í horn að taka. En, við áttum ekkert alltaf skap saman.Indriði G. Þorsteinsson er minn fyrsti ritstjóri og hann var svo sérkennilega flottur fyrirliði í hópi blaðamanna. Já, Indriði var algerlega ógleymanlegur og einhver skemmtilegasti ritstjóri sem ég fékk að vera nálægt.Myndir Gunnars af því þá er Ólafur Ragnar Grímsson forseti datt af hestbaki og Dorrit stumraði yfir sínum slasaða ástmanni vöktu mikla athygli þjóðarinnar, enda var þetta í fyrsta skipti sem Dorrit kom fyrir augu almennings.visir/gvaMönnum þótti gaman að vinna með Indriða alltaf. Svo er náttúrlega Ellert Schram, Elías Snæland og Jónas Haraldsson miklir öðlingar. Ég held að mín hagsæld á þessum vettvangi hafi ekki síst byggst á því hvað ég var heppinn með að starfa með góðu fólki.“Fálkaorðan við lok dags Gunnar segir að svo hafi náttúrlega verið ókjör af ógleymanlegum blaðamönnum og ljósmyndurum sem hann starfaði með. En, það er of langt mál upp að telja. „Mér fannst svo glæsilegur endir á ferli mínum að vera kallaður á Bessastaði um áramótin og það vil ég þakka samstarfi við gott fólk að mönnum þótti ástæða til að hengja Fálkaorðuna á karlinn. Það var ekkert eins manns verk sem þar bjó að baki.Það var stór stund þegar H-dagurinn rann upp, 26. maí 1968. Hægri umferð var tekin upp en hér myndar gunnar unga drengi á reiðhjólum á horni Lækjargötu og Austurstrætis.visir/gvaJá, þetta er sennilega ein mesta vegsemd sem einstaklingi getur hlotnast úr hendi forseta Íslands og það er viðurkenning,“ segir Gunnar spurður hvort honum hafi þótt mikið til koma, að taka við orðunni.Teningunum kastað Í upphafi skyldi endinn skoða. Eða öfugt, hvað kom til að Gunnar villtist inná þetta svið? Hann segir það nánast hafa verið tilviljun. „Já, það var merkilegt. Það var auglýst í Tímanum eftir klisjugerðarmanni, rafmyndagerðarmanni. Sem er maður sem gerir rafmyndamót af ljósmyndinni til að gera hana prenthæfa í dagblöðum. Ég hafði enga þekkingu, sagðist ekkert kunna en ég gæti örugglega lært þetta og yrði ráðinn,“ segir Gunnar og glottir. Þetta var í mars 1966. „Ljósmyndadeildin sá um þessa rafmyndagerð og ég byrjaði þar. Í júní þetta sama ár birtist fyrsta myndin eftir mig á forsíðu lesbókar Tímans. Og þá var teningunum kastað.“Og, hvaða mynd var þetta eiginlega? „Þetta var mynd af tjaldi í rjóðri í Borgarfirði.“
Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00
Reyndur fréttaljósmyndari segir yfirvöld hindra starf fjölmiðla „Það er komin einhver ósýnileg hönd sem hefur þann mátt að setjast í ritstjórnarstól og hefur komið því inn hjá fjölmiðlum að þeim komi hlutirnir ekkert við,“ segir fréttaljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson. 1. október 2016 07:00
Útlitið var svart á tímabili Í dag, 23. janúar eru fjörutíu ár liðin, frá því eldgos hófst á Heimaey. Atburður sem var einstakur í lífi íslensku þjóðarinnar. Einn þeirra fyrstu á vettvang úr landi var Gunnar V. Andrésson, þá ljósmyndari Tímans en nú Fréttablaðsins. Hér er upprifjun hans. 23. janúar 2013 07:00