Twitter hvetur notendur til að skipta um lykilorð Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 06:02 Skráðir notendur Twitter eru um 330 milljónir talsins. Vísir/Getty Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum. Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið. Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði. Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita. Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.We recently discovered a bug where account passwords were being written to an internal log before completing a masking/hashing process. We've fixed, see no indication of breach or misuse, and believe it's important for us to be open about this internal defect. https://t.co/BJezo7Gk00— jack (@jack) May 3, 2018 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum. Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið. Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði. Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita. Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.We recently discovered a bug where account passwords were being written to an internal log before completing a masking/hashing process. We've fixed, see no indication of breach or misuse, and believe it's important for us to be open about this internal defect. https://t.co/BJezo7Gk00— jack (@jack) May 3, 2018
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira