Settu á svið líkfund við Alþingishúsið fyrir Ófærð 2 Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2018 14:07 Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók meðfylgjandi mynd af tökunum við Alþingishúsið. Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein