Bjargvættur eða brennuvargur? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:14 Sæll Steingrímur og takk fyrir að svara. Þó þú hafir ekki birt svar þitt við bréfi mínu í fjölmiðlum mun ég svara þér opinberlega því það er alveg komið nóg af leyndinni sem umlykur þessi mál. Áður en lengra er haldið þá vil ég taka það fram að ég hef aldrei og mun aldrei kenna þér um hrunið og ætla ekki að fjalla um orsakir þess í þessum samskiptum okkar. Hins vegar áttir þú stóran þátt í og berð mikla ábyrgð á aðgerðunum sem farið var í EFTIR hrunið og það eru þær sem hafa valdið svo miklum þjáningum og eru til umræðu hér.10.000 heimili„Allt frá árinu 2010 heimsóttu fulltrúar sýslumanns okkur reglulega með stefnur frá bankanum með margvíslegum hótunum. Ég gleymi því aldrei hvernig tilfinningin var þegar fyrsta hótunin kom. Dyrabjöllunni var hringt á meðan ég var að ausa spaghetti á diskana hjá börnunum í kvöldmatnum og ég fór til dyra. Niðurlútur maður á fimmtugsaldri rétti mér hvítt umslag og bað mig að kvitta fyrir. Ég opnaði það og las stefnuna frá sýslumanni og tárin byrjuðu að leka niður kinnarnar á mér. Hann horfði á mig og ég sá að honum leið jafn illa og mér. Ég hljóp inn á klósett og kastaði upp. Þetta var bara fyrsta heimsóknin en ég vandist þessu aldrei; mér leið alltaf jafn illa og alltaf var skömmin jafn mikil við hverja heimsókn frá vinum sýslumannsembættisins.“ Þetta er úr frásögn sem ég fékk í pósti frá konu sem saklaus missti allt sitt ævistarf auk þess sem hjónabandið hennar stóðst ekki álagið. Þetta er bara ein af þúsundum sambærilegra frásagna. Þú segir að þrátt fyriraðgerðir hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín. Þetta er einfaldlega ekki rétt Steingrímur. Þeir sem misst hafa heimili sín vegna gengistryggðra lána – og það er stærsti hlutinn af þessum hópi, hefðu ekki misst heimili sín ef þú hefðir bara ekki gert neitt! Þessi kona ætti ennþá sitt húsnæði, væri líklega ennþá í sínu hjónabandi og hefði getað haldið áfram með líf sitt og byggt það upp ef þú og þitt fólk hefði ekki róið að því öllum árum að svipta neytendur lögvörðum réttindum sínum. Það verður aldrei að fullu bætt!Þögn – kröfuhöfum lofað – lántakendum fórnað Förum aðeins yfir þessa fullyrðingar mínar. Gengislánin voru ólögleg, bankamenn vissu það og það voru þeir sem brutu lögin. Lántakendur voru fórnarlömb auðgunarglæps. Á meðan enginn var búinn að átta sig á lögbrotinu gerðir þú ekkert og þagðir um vitneskju þína. Í því tilfelli var aðgerðarleysið ámælisvert. Lánin höfðu meira en tvöfaldast og örvæntingin var mikil en samt fannst þér engin ástæða til að grípa inn í málin þá því, eins og þú og fleiri sögðu, þá varð fólk að bera ábyrgð á eigin ákvörðunum. Þetta aðgerðarleysi er ámælisvert því strax á þessum tíma, vorið 2009, hefur þú vitneskju um að lánin séu ólögleg. Til er minnisblað frá Seðlabankanum frá því í maí 2009, sem fjallar um ólögmæti lánanna sem þér hlýtur að hafa verið kunnugt um. Þú hafðir a.m.k. sterkar grunnsemdir um ólögmæti þeirra, því annars hefði ekki verið nein ástæða fyrir þig til að „róa“ kröfuhafana með loforði um að EF lánin yrðu dæmd ólögleg yrðu sett á þau Seðlabankavextir. Þetta loforð þitt er til skjalfest þannig að ekki geturðu nú með góðu móti neitað því, en gaman væri að vita um ástæður þessa loforðs því það vekur furðu og margar spurningar: Hvernig gast þú lofað þessu og hvernig sástu fyrir þér að efna þetta loforð? Hvað gaf þér leyfi til að taka þér þetta vald yfir samningum neytenda? Hvað hagsmuni varstu með í huga þegar þú gafst kröfuhöfum þetta loforð? Þér hlýtur að hafa verið ljóst að þetta yrði að fara fyrir dómstóla, hvernig ætlaðir þú að tryggja að dómstólar myndu dæma „rétt“? Sem þjóðkjörinn fulltrúi okkar var þín fyrsta skylda gagnvart almenningi, fólki sem var svo örvæntingfullt vegna stöðu mála að sumt þeirra greip til örþrifaráða. Þarna hefðir þú að sjálfsögðu átt að láta almenning njóta vafans í stað þess að leyfa fjármálafyrirtækjunum að fara fram af hörku eins og þau gerðu. Þú áttir að láta vita af því að vafi léki á lögmæti lánanna og hafa frumkvæði að því að láta kanna það en þess í stað ákvaðstu að verja hagsmuni kröfuhafanna með því að leyfa þeim að níðast á neytendum og bæta svo um betur með því að lofa þeim ólöglegum gjörningi ofan á ólöglegu lánin. Hvað er þetta annað en að setja hagsmuni fjármálakerfisins ofar hagsmunum almennings?Almenningur mátti hins vegar sitja áfram í sjóðheitri súpunni og bíða þess að einstaklingar, venjulegt fólk, sæi sér fært að höfða mál gegn fjármálafyrirtæki og fara í gegnum allt dómskerfið með það; mál vegna brota sem fjöldi embættis- og stjórnmálamanna höfðu vitað af en látið afskiptalaus svo árum skipti. Sök þeirra sem voru við völd og á Alþingi og í embættum fyrir hrun er mikil vegna þessa. En sök þeirra breytir því ekki að þú hafðir einstakt tækifæri sem nýr fjármálaráðherra til að opinbera þetta og taka þér stöðu með almenningi. Þú hefðir getað talað fyrir því að bankamenn/stjórnkerfið tækju ábyrgð á eigin gjörðum en í stað þess tókstu þér stöðu með kröfuhöfunum og lofaðir þeim því að skellurinn vegna afbrota þeirra myndi lenda á fórnarlömbum glæpsins. Það eiga margir sök á því að ólögleg lán voru veitt hér svo árum skipti. En þessi afstaða þín og loforðið til kröfuhafa opinberar heilmikið um afstöðu þína og Ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til þeirra sem orðið höfðu fyrir lögbrotum bankanna. En það var aðallega það sem á eftir fylgdi sem gerði útslagið og þar var algjörlega um ykkar/þínar gjörðir að ræða og engin leið að stimpla það sem björgunar- eða neyðaraðgerðir. Þá breyttust „bjargvættirnir“ í brennuvarga!Neytendur sigra en eru sviptir sigrinum með hraði Í mars 2010 eru gengislánin dæmd ólögmæt í Héraði og það er staðfest í Hæstarétti þann 16. júní sama ár. Þessir tveir dómar eru í samræmi við lögboðinn neytenda- og samningsrétt; hið ólögmæta ákvæði var fellt út en samningarnir látnir standa að öðru leitiEf þarna hefði verið látið staðar numið hefðu 10.000 fjölskyldur ekki misst heimili sín!En þú varst búinn að lofa kröfuhöfum því að ef þetta gerðist yrðu Seðlabankavextir settir á lánin þannig að við svo búið mátti ekki sitja, það loforð varð að efna. Aðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið á þessum dómi eru orsök allra þeirra hörmunga sem á eftir hafa fylgt og það verðu því miður að segjast Steingrímur, að þær gjörðir höfðu ekkert með björgun eða hrunið að gera. Þær aðgerðir snerust eingöngu um það að forða bönkunum frá því að þurfa að takast á við afleiðingar eigin lögbrota og færa þeim heimili landsins á silfurfati. Það skal tekið fram að þú varst ekki einn. En þú varst fjármálaráðherra og það varst þú sem gafst kröfuhöfunum þetta ótrúlega loforð um Seðlabankavexti og flest það sem við vitum í dag bendir til þess að þú hafir verið á bakvið þær aðgerðir sem á eftir fylgdu.Hjálparkokkarnir Þegar ólögmætið hafði verið staðfest stigu fram á sviðið menn eins og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, Már Guðmundsson Seðlabankastjóri og Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og töluðu ábúða- og áhyggjufullir um „óvissu“ sem skapaðist við dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengislánanna því að nú vissi engin við hvaða vexti ætti að miða við útreikninga þeirra auk þess sem þeir höfðu miklar áhyggjur af afleiðingum þess á afkomu bankanna ef samningsvextir stæðu, og svo höfðu nýjar áhyggjur bæst við, áhyggjurnar af jafnræði á milli lántakenda. Við þennann málflutning er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi eru vextir skýrt tilgreindir í öllum þessum samningum þannig að þetta var því aldrei spurning eða vafaatriði. Þessi málflutningur var því vægast sagt afskaplega sérstakur og miðað við stöðu þessara manna er um einbeittann brotavilja að ræða, nema þeir vilji fela sig á bakvið fáheyrða vanþekkingu á samningum og vanhæfi í starfi. Í öðru lagi þá sendu bankarnir frá sér yfirlýsingu í kjölfar Hæstaréttardómsins um að þó að gengislánin væru innheimt með löglegum samningsvöxtum hefði það hverfandi áhrif á afkomu þeirra. Gallinn var hins vegar sá að þú Steingrímur varst búin að lofa kröfuhöfum því að ef „illa færi“ myndu þeir fá Seðlabankavexti á lánasöfnin sín, sem sumar heimildir okkar herma að þeir hafi fengið fyrir um 10% af nafnvirði sínu. Í þriðja lagi þá höfðu þessar áhyggjur af jafnræði milli lántakenda aldrei látið á sér kræla þegar gengislánafólkið átti að greiða stökkbreytt lán, auk þess sem lán er lán og löglegir skilmálar þeirra ráða því hvernig þau reiknast en ekki hvernig þau koma út í samanburði gagnvart öðrum lánasamningum(!).Leynilegu minnisblöðin En þetta var bara yfirborðið og það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem við fengum vitneskju um það sem gerðist bakvið tjöldin. Þegar haft er í huga loforð þitt við kröfuhafa frá árinu áður um að Seðlabankavextir yrðu settir á lánin yrðu þau dæmd ólögmæt og aðgerðir skoðaðar í því ljósi, er óhætt að segja að róið hafi verið að því öllum árum að uppfylla það loforð. Þann 17. júní 2010, daginn eftir að lánþegar unnu sigur sinn í Hæstarétti og ólögmæti gengislánanna var viðurkennt og þar með afbrot bankanna, voru tilbúin svokölluð „minnisblöð“. Minnisblöð þessi fengust frá fjármálaráðuneytinu og voru væntanlega skrifuð að þinni beiðni. Um tvö lögfræðiálit er að ræða í þremur skjölum. Annað þeirra er skrifað af Aðalsteini Jónassyni, lögfræðingi hjá Lex og einum helsta lögfræðingi Landsbankans (nú í Landsdómi) en hitt er skrifað af Jóhannesi Karli Sveinssyni sem var einn helsti aðstoðarmaður þinn í samningum við kröfuhafana. Við höfum ekki getað útvegað okkur „verkbeiðnina“ eða fyrirmælin sem lögfræðingarnir tveir fengu við gerð þessara „hlutlausu“ álita sinna, en óhætt er að segja að álitin séu þeim ekki til álitsauka og jafnvel til háborinnar skammar. Í þeim er farið í miklar leikfimiæfingar með lög til að komast að óskaniðurstöðunni, að það megi setja Seðlabankavexti á lánin. Lögfræðingarnir sýna báðir mikla hugmyndaauðgi í því hvernig þeir beita fyrir sig „frávíkjanlegum“ greinum vaxtalaga, en gleyma algjörlega ÖLLUM réttindum neytenda/lánþega, enda þvælast svoleiðis smáatriði fyrir ef efna á loforð við kröfuhafa.Neytendaréttur Neytendaréttur er „heilagur“. Hann er einn af grundvallarréttindum almennings og hann á alltaf að verja, sérstaklega þó þegar það hentar valdhöfum og þeim „sterku“ í samfélaginu að troða á almenningi í krafti aflsmunar. Það reynir fyrst verulega á réttindi eins og t.d. eigna-, neytenda- og samningsrétt, þegar aðstæður eru erfiðar og auðveldasta leiðin fyrir „valdið“ er að láta fórnarlömb sín taka skellinn. Þess vegna er svo alvarlegt Steingrímur að þú hafir tekið þá afstöðu sem þú tókst því það er hlutverk okkar kjörnu fulltrúa að verja almenning/neytendur en ekki að kasta þeim fyrir gráðuga úlfana. Ég ætla ekki að rekja hér farsann sem fór í gang til að fá „rétta“ niðurstöðu frá dómstólum, en taflið gekk upp hjá „ykkur“ og dómarar í bæði Héraðsdómi og Hæstarétti dæmdu nákvæmlega eins og fyrrnefnt minnisblaðið lagði til. Það er of stór tilviljun til að geta verið ... ja, tilviljun, og mega viðkomandi dómarar hafa mikla skömm fyrir og ættu allir með tölu að vera sviptir embættum sínum. Bara svo það sé á hreinu Steingrímur þá kveður Evrópskur neytenda- og samningsréttur sem Ísland hefur innleitt, á um að bannað sé að breyta samningum eftir undirritun, neytenda í óhag. Hann kveður einnig á um það að þó dómarar megi dæma samningshluta ólöglega, þá sé þeim aldrei leyfilegt að setja ný ákvæði í staðinn neytanda í óhag, samningar skula standa óbreyttir án ólögmætu atriðanna að kröfu neytanda. Bara þetta nægir til að sýna fram á stórkostleg brot á réttindum fólks – það á ekki að þurfa að nefna meira – en einnig má nefna stórfellda eignaupptöku sem brýtur eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar auk þess sem jafnræðisregla hennar hefur verið gróflega brotin á fórnarlömbum þessara aðgerða sem meðal annars þú stóðst fyrir.Engar varnir til Aðgerðir ykkar og þá sérstaklega lagasetningin sem farið var í til að skjóta lagastoðum undir ólögmætann dóm Hæstaréttar, gaf bönkunum hreinlega „veiðileyfi“ á lánþega; fólk sem hafði það eitt „til saka unnið“ að skrifa undir húsnæðis- og/eða bílalán. Saklaus fórnarlömb auðgunarglæps og vanrækslu stjórnvalda. Hrunið, sem ekki mátti persónugera, var persónugert í þessu fólki. Grundvellinum var kippt undan lífum þeirra og þau hafa síðan annað hvort þegar misst eignir sínar, þurft að sætta sig við „nauðarsamninga, og/eða standa í baráttu sem enginn á að þurfa að standa í. Varnir þeirra eru engar, því að þessu standa löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið auk sýslumanna og annarra embættismanna. Ég hafna því algjörlega að þér hafi ekki tekist að „koma í veg fyrir“ að þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín – það voru aðgerðir þínar sem ollu því. Það er fátt persónulegra, erfiðara og sárara en að missa heimili sitt:„Árið 2015 var húsið okkar selt á nauðungaruppboði en þá vorum við búin að leita allra leiða og búin að gefast upp. Ég sat inn á baðherbergi í vinnunni og nötraði og skalf á milli þess sem ég kastaði upp meðan á uppboðinu stóð. Uppsöfnuð vanlíðan, spenna og óöryggi síðustu 7 ára fékk útrás þarna inni á þröngu baðherberginu. Tilfinningin sem heltist yfir mig þegar ég horfðist í augu við þann raunveruleika að baráttan væri töpuð og ekkert eftir, var ólýsanleg. 1 – 0 fyrir bankanum og íslenskum stjórnamálamönnum. Við töpuðum leiknum ...Verst finnst mér samt skömmin sem ég upplifi frá samfélaginu og eigið samviskubit. Skömmin yfir að vera í þessum aðstæðum. Skömmin yfir að vera á svörtum lista fjármálastofnana. Samviskubitinu yfir að hafa misst af dýrmætum 9 árum sem ég hefði getað notað til að safna upp fyrir ýmsu, gera hluti sem mig dreymdi að gera með börnunum mínum og skapa þannig góðar minningar, og geta ekki stutt þau fjárhagslega núna þegar þau eru komin á þann aldur að flytja að heiman og fara að búa sjálf. Ég fæ þessi ár ekkert aftur.Skömminni að vera komin á fimmtugsaldur og eiga ekkert og hafa misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Eftir stendur heilsan mín og það dýrmætasta sem ég á sem eru börnin mín og traustir vinir.“Úr frásögn sem mér barst í pósti Við erum því miður mörg sem þekkjum þetta varnarleysi, þennann ótta, þessa skömm og þessa skelfilegu vanlíðan sem fylgir því að vera leiksoppur afla sem þú ræður ekkert við. Það á enginn að lenda í þessari stöðu!Hvað skal gera? Hér hef ég bara rakið það sem gerðist í sambandi við gengislánin. Ég hef ekki minnst á erfiðleika þeirra sem voru með verðtryggð lán, stofnun nýju bankanna, Dróma, yfirfærslu lánasafnanna á „gjafprís“, kaupauka sem bankastarfsmönnum var lofað fyrir „góðar heimtur“ o.s.frv. Allt þetta þarf að skoða og þess vegna er svo mikilvægt að gerð verði rannsókn á þeim aðgerðum sem farið var í eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin, fasteignamarkaðinn og fjármálakerfið. Eins og ég sé þetta áttu þrjá kosti: Hafi verið um mistök að ræða geturðu horfst í augu við þau og séð til þess að þau verði leiðrétt.Sért þú ósammála málflutningi mínum og telur þig hafa gert rétt þá hlýtur að vera best fyrir þig að hrekja þessar ásakanir með því að hvetja til þess að gerð verði „Rannsóknarskýrsla heimilanna“ vegna aðgerða stjórnvalda eftir hrun.Þú getur haldið áfram að hunsa þessi mál eins og þú og allir sem að þessu komu hafa gert hingað til, en að mínu mati felst í því viðurkenning á því sem við segjum og eftir það verður hvorki hægt að halda fram „mistökum“ eða „stolti“ því þá er klárlega um einbeittan brotavilja að ræða. Ég minni á að við erum ekki tölur í Excel skjali, á bakvið allar tölur er fólk, fjölskyldur, tilfinningar, brostnar vonir, glötuð tækifæri og tími sem kemur aldrei aftur. Þó bara hefði verið brotið á einum með þessum hætti, væri það einum of mikið og ætti að kalla á aðgerðir. Við skiptum þúsundum. Með ósk um skjót svör. Það eru 10 ár frá hruni. Við getum ekki beðið lengur! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sæll Steingrímur og takk fyrir að svara. Þó þú hafir ekki birt svar þitt við bréfi mínu í fjölmiðlum mun ég svara þér opinberlega því það er alveg komið nóg af leyndinni sem umlykur þessi mál. Áður en lengra er haldið þá vil ég taka það fram að ég hef aldrei og mun aldrei kenna þér um hrunið og ætla ekki að fjalla um orsakir þess í þessum samskiptum okkar. Hins vegar áttir þú stóran þátt í og berð mikla ábyrgð á aðgerðunum sem farið var í EFTIR hrunið og það eru þær sem hafa valdið svo miklum þjáningum og eru til umræðu hér.10.000 heimili„Allt frá árinu 2010 heimsóttu fulltrúar sýslumanns okkur reglulega með stefnur frá bankanum með margvíslegum hótunum. Ég gleymi því aldrei hvernig tilfinningin var þegar fyrsta hótunin kom. Dyrabjöllunni var hringt á meðan ég var að ausa spaghetti á diskana hjá börnunum í kvöldmatnum og ég fór til dyra. Niðurlútur maður á fimmtugsaldri rétti mér hvítt umslag og bað mig að kvitta fyrir. Ég opnaði það og las stefnuna frá sýslumanni og tárin byrjuðu að leka niður kinnarnar á mér. Hann horfði á mig og ég sá að honum leið jafn illa og mér. Ég hljóp inn á klósett og kastaði upp. Þetta var bara fyrsta heimsóknin en ég vandist þessu aldrei; mér leið alltaf jafn illa og alltaf var skömmin jafn mikil við hverja heimsókn frá vinum sýslumannsembættisins.“ Þetta er úr frásögn sem ég fékk í pósti frá konu sem saklaus missti allt sitt ævistarf auk þess sem hjónabandið hennar stóðst ekki álagið. Þetta er bara ein af þúsundum sambærilegra frásagna. Þú segir að þrátt fyriraðgerðir hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín. Þetta er einfaldlega ekki rétt Steingrímur. Þeir sem misst hafa heimili sín vegna gengistryggðra lána – og það er stærsti hlutinn af þessum hópi, hefðu ekki misst heimili sín ef þú hefðir bara ekki gert neitt! Þessi kona ætti ennþá sitt húsnæði, væri líklega ennþá í sínu hjónabandi og hefði getað haldið áfram með líf sitt og byggt það upp ef þú og þitt fólk hefði ekki róið að því öllum árum að svipta neytendur lögvörðum réttindum sínum. Það verður aldrei að fullu bætt!Þögn – kröfuhöfum lofað – lántakendum fórnað Förum aðeins yfir þessa fullyrðingar mínar. Gengislánin voru ólögleg, bankamenn vissu það og það voru þeir sem brutu lögin. Lántakendur voru fórnarlömb auðgunarglæps. Á meðan enginn var búinn að átta sig á lögbrotinu gerðir þú ekkert og þagðir um vitneskju þína. Í því tilfelli var aðgerðarleysið ámælisvert. Lánin höfðu meira en tvöfaldast og örvæntingin var mikil en samt fannst þér engin ástæða til að grípa inn í málin þá því, eins og þú og fleiri sögðu, þá varð fólk að bera ábyrgð á eigin ákvörðunum. Þetta aðgerðarleysi er ámælisvert því strax á þessum tíma, vorið 2009, hefur þú vitneskju um að lánin séu ólögleg. Til er minnisblað frá Seðlabankanum frá því í maí 2009, sem fjallar um ólögmæti lánanna sem þér hlýtur að hafa verið kunnugt um. Þú hafðir a.m.k. sterkar grunnsemdir um ólögmæti þeirra, því annars hefði ekki verið nein ástæða fyrir þig til að „róa“ kröfuhafana með loforði um að EF lánin yrðu dæmd ólögleg yrðu sett á þau Seðlabankavextir. Þetta loforð þitt er til skjalfest þannig að ekki geturðu nú með góðu móti neitað því, en gaman væri að vita um ástæður þessa loforðs því það vekur furðu og margar spurningar: Hvernig gast þú lofað þessu og hvernig sástu fyrir þér að efna þetta loforð? Hvað gaf þér leyfi til að taka þér þetta vald yfir samningum neytenda? Hvað hagsmuni varstu með í huga þegar þú gafst kröfuhöfum þetta loforð? Þér hlýtur að hafa verið ljóst að þetta yrði að fara fyrir dómstóla, hvernig ætlaðir þú að tryggja að dómstólar myndu dæma „rétt“? Sem þjóðkjörinn fulltrúi okkar var þín fyrsta skylda gagnvart almenningi, fólki sem var svo örvæntingfullt vegna stöðu mála að sumt þeirra greip til örþrifaráða. Þarna hefðir þú að sjálfsögðu átt að láta almenning njóta vafans í stað þess að leyfa fjármálafyrirtækjunum að fara fram af hörku eins og þau gerðu. Þú áttir að láta vita af því að vafi léki á lögmæti lánanna og hafa frumkvæði að því að láta kanna það en þess í stað ákvaðstu að verja hagsmuni kröfuhafanna með því að leyfa þeim að níðast á neytendum og bæta svo um betur með því að lofa þeim ólöglegum gjörningi ofan á ólöglegu lánin. Hvað er þetta annað en að setja hagsmuni fjármálakerfisins ofar hagsmunum almennings?Almenningur mátti hins vegar sitja áfram í sjóðheitri súpunni og bíða þess að einstaklingar, venjulegt fólk, sæi sér fært að höfða mál gegn fjármálafyrirtæki og fara í gegnum allt dómskerfið með það; mál vegna brota sem fjöldi embættis- og stjórnmálamanna höfðu vitað af en látið afskiptalaus svo árum skipti. Sök þeirra sem voru við völd og á Alþingi og í embættum fyrir hrun er mikil vegna þessa. En sök þeirra breytir því ekki að þú hafðir einstakt tækifæri sem nýr fjármálaráðherra til að opinbera þetta og taka þér stöðu með almenningi. Þú hefðir getað talað fyrir því að bankamenn/stjórnkerfið tækju ábyrgð á eigin gjörðum en í stað þess tókstu þér stöðu með kröfuhöfunum og lofaðir þeim því að skellurinn vegna afbrota þeirra myndi lenda á fórnarlömbum glæpsins. Það eiga margir sök á því að ólögleg lán voru veitt hér svo árum skipti. En þessi afstaða þín og loforðið til kröfuhafa opinberar heilmikið um afstöðu þína og Ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til þeirra sem orðið höfðu fyrir lögbrotum bankanna. En það var aðallega það sem á eftir fylgdi sem gerði útslagið og þar var algjörlega um ykkar/þínar gjörðir að ræða og engin leið að stimpla það sem björgunar- eða neyðaraðgerðir. Þá breyttust „bjargvættirnir“ í brennuvarga!Neytendur sigra en eru sviptir sigrinum með hraði Í mars 2010 eru gengislánin dæmd ólögmæt í Héraði og það er staðfest í Hæstarétti þann 16. júní sama ár. Þessir tveir dómar eru í samræmi við lögboðinn neytenda- og samningsrétt; hið ólögmæta ákvæði var fellt út en samningarnir látnir standa að öðru leitiEf þarna hefði verið látið staðar numið hefðu 10.000 fjölskyldur ekki misst heimili sín!En þú varst búinn að lofa kröfuhöfum því að ef þetta gerðist yrðu Seðlabankavextir settir á lánin þannig að við svo búið mátti ekki sitja, það loforð varð að efna. Aðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið á þessum dómi eru orsök allra þeirra hörmunga sem á eftir hafa fylgt og það verðu því miður að segjast Steingrímur, að þær gjörðir höfðu ekkert með björgun eða hrunið að gera. Þær aðgerðir snerust eingöngu um það að forða bönkunum frá því að þurfa að takast á við afleiðingar eigin lögbrota og færa þeim heimili landsins á silfurfati. Það skal tekið fram að þú varst ekki einn. En þú varst fjármálaráðherra og það varst þú sem gafst kröfuhöfunum þetta ótrúlega loforð um Seðlabankavexti og flest það sem við vitum í dag bendir til þess að þú hafir verið á bakvið þær aðgerðir sem á eftir fylgdu.Hjálparkokkarnir Þegar ólögmætið hafði verið staðfest stigu fram á sviðið menn eins og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, Már Guðmundsson Seðlabankastjóri og Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og töluðu ábúða- og áhyggjufullir um „óvissu“ sem skapaðist við dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengislánanna því að nú vissi engin við hvaða vexti ætti að miða við útreikninga þeirra auk þess sem þeir höfðu miklar áhyggjur af afleiðingum þess á afkomu bankanna ef samningsvextir stæðu, og svo höfðu nýjar áhyggjur bæst við, áhyggjurnar af jafnræði á milli lántakenda. Við þennann málflutning er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi eru vextir skýrt tilgreindir í öllum þessum samningum þannig að þetta var því aldrei spurning eða vafaatriði. Þessi málflutningur var því vægast sagt afskaplega sérstakur og miðað við stöðu þessara manna er um einbeittann brotavilja að ræða, nema þeir vilji fela sig á bakvið fáheyrða vanþekkingu á samningum og vanhæfi í starfi. Í öðru lagi þá sendu bankarnir frá sér yfirlýsingu í kjölfar Hæstaréttardómsins um að þó að gengislánin væru innheimt með löglegum samningsvöxtum hefði það hverfandi áhrif á afkomu þeirra. Gallinn var hins vegar sá að þú Steingrímur varst búin að lofa kröfuhöfum því að ef „illa færi“ myndu þeir fá Seðlabankavexti á lánasöfnin sín, sem sumar heimildir okkar herma að þeir hafi fengið fyrir um 10% af nafnvirði sínu. Í þriðja lagi þá höfðu þessar áhyggjur af jafnræði milli lántakenda aldrei látið á sér kræla þegar gengislánafólkið átti að greiða stökkbreytt lán, auk þess sem lán er lán og löglegir skilmálar þeirra ráða því hvernig þau reiknast en ekki hvernig þau koma út í samanburði gagnvart öðrum lánasamningum(!).Leynilegu minnisblöðin En þetta var bara yfirborðið og það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem við fengum vitneskju um það sem gerðist bakvið tjöldin. Þegar haft er í huga loforð þitt við kröfuhafa frá árinu áður um að Seðlabankavextir yrðu settir á lánin yrðu þau dæmd ólögmæt og aðgerðir skoðaðar í því ljósi, er óhætt að segja að róið hafi verið að því öllum árum að uppfylla það loforð. Þann 17. júní 2010, daginn eftir að lánþegar unnu sigur sinn í Hæstarétti og ólögmæti gengislánanna var viðurkennt og þar með afbrot bankanna, voru tilbúin svokölluð „minnisblöð“. Minnisblöð þessi fengust frá fjármálaráðuneytinu og voru væntanlega skrifuð að þinni beiðni. Um tvö lögfræðiálit er að ræða í þremur skjölum. Annað þeirra er skrifað af Aðalsteini Jónassyni, lögfræðingi hjá Lex og einum helsta lögfræðingi Landsbankans (nú í Landsdómi) en hitt er skrifað af Jóhannesi Karli Sveinssyni sem var einn helsti aðstoðarmaður þinn í samningum við kröfuhafana. Við höfum ekki getað útvegað okkur „verkbeiðnina“ eða fyrirmælin sem lögfræðingarnir tveir fengu við gerð þessara „hlutlausu“ álita sinna, en óhætt er að segja að álitin séu þeim ekki til álitsauka og jafnvel til háborinnar skammar. Í þeim er farið í miklar leikfimiæfingar með lög til að komast að óskaniðurstöðunni, að það megi setja Seðlabankavexti á lánin. Lögfræðingarnir sýna báðir mikla hugmyndaauðgi í því hvernig þeir beita fyrir sig „frávíkjanlegum“ greinum vaxtalaga, en gleyma algjörlega ÖLLUM réttindum neytenda/lánþega, enda þvælast svoleiðis smáatriði fyrir ef efna á loforð við kröfuhafa.Neytendaréttur Neytendaréttur er „heilagur“. Hann er einn af grundvallarréttindum almennings og hann á alltaf að verja, sérstaklega þó þegar það hentar valdhöfum og þeim „sterku“ í samfélaginu að troða á almenningi í krafti aflsmunar. Það reynir fyrst verulega á réttindi eins og t.d. eigna-, neytenda- og samningsrétt, þegar aðstæður eru erfiðar og auðveldasta leiðin fyrir „valdið“ er að láta fórnarlömb sín taka skellinn. Þess vegna er svo alvarlegt Steingrímur að þú hafir tekið þá afstöðu sem þú tókst því það er hlutverk okkar kjörnu fulltrúa að verja almenning/neytendur en ekki að kasta þeim fyrir gráðuga úlfana. Ég ætla ekki að rekja hér farsann sem fór í gang til að fá „rétta“ niðurstöðu frá dómstólum, en taflið gekk upp hjá „ykkur“ og dómarar í bæði Héraðsdómi og Hæstarétti dæmdu nákvæmlega eins og fyrrnefnt minnisblaðið lagði til. Það er of stór tilviljun til að geta verið ... ja, tilviljun, og mega viðkomandi dómarar hafa mikla skömm fyrir og ættu allir með tölu að vera sviptir embættum sínum. Bara svo það sé á hreinu Steingrímur þá kveður Evrópskur neytenda- og samningsréttur sem Ísland hefur innleitt, á um að bannað sé að breyta samningum eftir undirritun, neytenda í óhag. Hann kveður einnig á um það að þó dómarar megi dæma samningshluta ólöglega, þá sé þeim aldrei leyfilegt að setja ný ákvæði í staðinn neytanda í óhag, samningar skula standa óbreyttir án ólögmætu atriðanna að kröfu neytanda. Bara þetta nægir til að sýna fram á stórkostleg brot á réttindum fólks – það á ekki að þurfa að nefna meira – en einnig má nefna stórfellda eignaupptöku sem brýtur eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar auk þess sem jafnræðisregla hennar hefur verið gróflega brotin á fórnarlömbum þessara aðgerða sem meðal annars þú stóðst fyrir.Engar varnir til Aðgerðir ykkar og þá sérstaklega lagasetningin sem farið var í til að skjóta lagastoðum undir ólögmætann dóm Hæstaréttar, gaf bönkunum hreinlega „veiðileyfi“ á lánþega; fólk sem hafði það eitt „til saka unnið“ að skrifa undir húsnæðis- og/eða bílalán. Saklaus fórnarlömb auðgunarglæps og vanrækslu stjórnvalda. Hrunið, sem ekki mátti persónugera, var persónugert í þessu fólki. Grundvellinum var kippt undan lífum þeirra og þau hafa síðan annað hvort þegar misst eignir sínar, þurft að sætta sig við „nauðarsamninga, og/eða standa í baráttu sem enginn á að þurfa að standa í. Varnir þeirra eru engar, því að þessu standa löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið auk sýslumanna og annarra embættismanna. Ég hafna því algjörlega að þér hafi ekki tekist að „koma í veg fyrir“ að þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín – það voru aðgerðir þínar sem ollu því. Það er fátt persónulegra, erfiðara og sárara en að missa heimili sitt:„Árið 2015 var húsið okkar selt á nauðungaruppboði en þá vorum við búin að leita allra leiða og búin að gefast upp. Ég sat inn á baðherbergi í vinnunni og nötraði og skalf á milli þess sem ég kastaði upp meðan á uppboðinu stóð. Uppsöfnuð vanlíðan, spenna og óöryggi síðustu 7 ára fékk útrás þarna inni á þröngu baðherberginu. Tilfinningin sem heltist yfir mig þegar ég horfðist í augu við þann raunveruleika að baráttan væri töpuð og ekkert eftir, var ólýsanleg. 1 – 0 fyrir bankanum og íslenskum stjórnamálamönnum. Við töpuðum leiknum ...Verst finnst mér samt skömmin sem ég upplifi frá samfélaginu og eigið samviskubit. Skömmin yfir að vera í þessum aðstæðum. Skömmin yfir að vera á svörtum lista fjármálastofnana. Samviskubitinu yfir að hafa misst af dýrmætum 9 árum sem ég hefði getað notað til að safna upp fyrir ýmsu, gera hluti sem mig dreymdi að gera með börnunum mínum og skapa þannig góðar minningar, og geta ekki stutt þau fjárhagslega núna þegar þau eru komin á þann aldur að flytja að heiman og fara að búa sjálf. Ég fæ þessi ár ekkert aftur.Skömminni að vera komin á fimmtugsaldur og eiga ekkert og hafa misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Eftir stendur heilsan mín og það dýrmætasta sem ég á sem eru börnin mín og traustir vinir.“Úr frásögn sem mér barst í pósti Við erum því miður mörg sem þekkjum þetta varnarleysi, þennann ótta, þessa skömm og þessa skelfilegu vanlíðan sem fylgir því að vera leiksoppur afla sem þú ræður ekkert við. Það á enginn að lenda í þessari stöðu!Hvað skal gera? Hér hef ég bara rakið það sem gerðist í sambandi við gengislánin. Ég hef ekki minnst á erfiðleika þeirra sem voru með verðtryggð lán, stofnun nýju bankanna, Dróma, yfirfærslu lánasafnanna á „gjafprís“, kaupauka sem bankastarfsmönnum var lofað fyrir „góðar heimtur“ o.s.frv. Allt þetta þarf að skoða og þess vegna er svo mikilvægt að gerð verði rannsókn á þeim aðgerðum sem farið var í eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin, fasteignamarkaðinn og fjármálakerfið. Eins og ég sé þetta áttu þrjá kosti: Hafi verið um mistök að ræða geturðu horfst í augu við þau og séð til þess að þau verði leiðrétt.Sért þú ósammála málflutningi mínum og telur þig hafa gert rétt þá hlýtur að vera best fyrir þig að hrekja þessar ásakanir með því að hvetja til þess að gerð verði „Rannsóknarskýrsla heimilanna“ vegna aðgerða stjórnvalda eftir hrun.Þú getur haldið áfram að hunsa þessi mál eins og þú og allir sem að þessu komu hafa gert hingað til, en að mínu mati felst í því viðurkenning á því sem við segjum og eftir það verður hvorki hægt að halda fram „mistökum“ eða „stolti“ því þá er klárlega um einbeittan brotavilja að ræða. Ég minni á að við erum ekki tölur í Excel skjali, á bakvið allar tölur er fólk, fjölskyldur, tilfinningar, brostnar vonir, glötuð tækifæri og tími sem kemur aldrei aftur. Þó bara hefði verið brotið á einum með þessum hætti, væri það einum of mikið og ætti að kalla á aðgerðir. Við skiptum þúsundum. Með ósk um skjót svör. Það eru 10 ár frá hruni. Við getum ekki beðið lengur! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun