Lægðin sendir kalt loft yfir landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:12 Margir þurftu að skafa á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið í dag. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Kópavogi í morgun. VÍSIR/VILHELM Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig. Samgöngur Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent