Bollívúdd og Nollívúdd Þorvaldur Gylfason skrifar 3. maí 2018 07:00 Heimurinn hefur breytzt. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari voru Bandaríkin allsráðandi að heita má, þau voru hálfur heimurinn. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var næstum helmingurinn af framleiðslu alls heimsins eða 40% 1960 þótt Bandaríkjamenn teldu þá aðeins 6% af heildarmannfjölda heimsins. Nú er landsframleiðsla Bandaríkjanna komin niður í fjórðung af heimsframleiðslunni og tæpan sjöttung (15%) ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Hlutdeild Bandaríkjanna í mannfjölda heimsins er nú 4%. Allt er þetta eðlilegt eins og ráða má af því að Indland og Kína eru nú einnig orðin að stórveldum, hvort á sína vísu. Samanlögð hlutdeild Indlands og Kína í heimsframleiðslunni var 7% 1960 þótt meira en þriðjungur mannkyns byggi þar þá eins og nú. Risarnir tveir í austri eru glaðvaknaðir. Samanlagt framlag þeirra til heimsframleiðslunnar er komið upp í 18% af heildinni og 23% ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Landsframleiðsla Kína var innan við fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna 1990 miðað við kaupmátt, sigldi fram úr Bandaríkjunum 2013 og stefnir nú í að verða helmingi meiri en þar 2020. En þar eð Kínverjar eru rösklega fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn verður landsframleiðsla á mann miðað við kaupmátt þar austur frá þó ekki nema röskur þriðjungur af framleiðslu á mann í Bandaríkjunum 2020 ef svo fer sem horfir. Kínverjar eiga ennþá langt í land.Heimur batnandi fer Sænski lýðheilsufræðiprófessorinn Hans Rosling sem lézt í fyrra þreyttist aldrei á að minna menn á að heimurinn hefur ekki bara breytzt heldur hefur hann tekið stórstígum framförum. Mörg okkar gera sér ekki fulla grein fyrir þessu af ýmsum ástæðum eins og Rosling rekur í bók sinni Factfulness sem var að koma út. Við höldum t.d. mörg að hamfarir og hryðjuverk séu miklu algengari en raun ber vitni um þar eð við heyrum svo margar fréttir af slíkum hörmungum og hræðumst þær. Framför heimsins vekur minni eftirtekt og ótta. Rosling tekur mörg dæmi til að hreyfa við lesendum sínum. Hann spyr:Veiztu hversu hátt hlutfall allra íbúa heimsins býr í lágtekjulöndum og þarf að láta sér nægja 200 krónur á mann á dag skv. mælingum Alþjóðabankans? Rétt svar er 9%, miklu lægra hlutfall en flestir gera sér í hugarlund. Flest fólk býr nú orðið í miðlungstekjulöndum.Veiztu hversu meðalævi allra íbúa heimsins er löng? Rétt svar er 72 ár, mun hærri tala en flestir halda. Meðalævi Kínverja er komin upp í 76 ár, Indverja 69 ár og Afríku sunnan Sahara 60 ár líkt og var hér heima árin fyrir stríð. Veiztu hversu hátt hlutfall barna heimsins fær bólusetningu nú orðið? Rétt svar er 88%.Veiztu hversu hátt hlutfall heimsbyggðarinnar hefur aðgang að rafmagni? Rétt svar er 80%. Rosling lagði nokkrar svona spurningar fyrir allmarga leiðtoga heimsins og viðskiptalífsins á ársfundi þeirra í Davos í Sviss fyrir nokkru. Þegar hann hafði farið yfir svörin gat hann sagt þeim að simpansar myndu hafa staðið sig betur á prófinu. Hann átti við að blindar ágizkanir, ólitaðar af fordómum, hefðu skilað fleiri réttum svörum.Nýtt landslag, nýir landvinningar Þessar tölur og margar aðrar vitna um gerbreytt landslag heimsins, ekki aðeins í efnahags- og heilbrigðismálum heldur einnig á öðrum sviðum. Kaninn var á fyrri tíð allsráðandi í bílabransanum og bíóbransanum en það er hann ekki lengur. Asískir bílar eru nú algengari en amerískir bílar á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Bandaríkin eru komin niður í þriðja sætið á listanum yfir þau lönd þar sem flestar kvikmyndir eru framleiddar. Í efsta sætinu er Indland með 2.000 kvikmyndir í fyrra, þar af eina mynd á dag allt árið í Bollívúdd sem er samheiti á kvikmyndaverunum í Bombay sem heitir nú Múmbaí. Í öðru sæti listans er Nígería þar sem ein milljón manna vinnur nú við kvikmyndagerð. Nollívúdd-myndir seljast nú eins og heitar lummur um alla Afríku og víðar. Sé löndum raðað eftir hagnaði af kvikmyndagerð eru Bandaríkin enn í forustu og á eftir koma Kína, Bretland, Japan, Indland, Frakkland og Suður-Kórea. Takið eftir þessu: fjögur Asíulönd skipa 2., 4., 5. og 7. sæti listans. Indverjar byrjuðu að búa til kvikmyndir um svipað leyti og Bandaríkjamenn, um og upp úr 1910 og hafa verið að æ síðan. Lengi vel höfðuðu indverskar myndir lítt til annarra en Indverja sjálfra, en það hefur breytzt. Margar indverskar myndir falla nú orðið vel að smekk útlendinga. Þessu veldur bæði mikil framför í indverskri kvikmyndagerð og meiri forvitni og víðsýni áhorfenda um allan heim. Síðustu ár hefur Aamir Khan gert hverja stórmyndina á eftir annarri, fjölbreyttar, langar, innihaldsríkar og stundum rammpólitískar myndir. Kvikmyndaunnendur og gagnrýnendur um allan heim gefa myndum Khans o.fl. Indverja jafnháar einkunnir og sumum dáðustu og lífseigustu Hollívúdd-myndum fyrri tíðar eins og t.d. Citizen Kane og Kösublönku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur breytzt. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari voru Bandaríkin allsráðandi að heita má, þau voru hálfur heimurinn. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var næstum helmingurinn af framleiðslu alls heimsins eða 40% 1960 þótt Bandaríkjamenn teldu þá aðeins 6% af heildarmannfjölda heimsins. Nú er landsframleiðsla Bandaríkjanna komin niður í fjórðung af heimsframleiðslunni og tæpan sjöttung (15%) ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Hlutdeild Bandaríkjanna í mannfjölda heimsins er nú 4%. Allt er þetta eðlilegt eins og ráða má af því að Indland og Kína eru nú einnig orðin að stórveldum, hvort á sína vísu. Samanlögð hlutdeild Indlands og Kína í heimsframleiðslunni var 7% 1960 þótt meira en þriðjungur mannkyns byggi þar þá eins og nú. Risarnir tveir í austri eru glaðvaknaðir. Samanlagt framlag þeirra til heimsframleiðslunnar er komið upp í 18% af heildinni og 23% ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Landsframleiðsla Kína var innan við fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna 1990 miðað við kaupmátt, sigldi fram úr Bandaríkjunum 2013 og stefnir nú í að verða helmingi meiri en þar 2020. En þar eð Kínverjar eru rösklega fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn verður landsframleiðsla á mann miðað við kaupmátt þar austur frá þó ekki nema röskur þriðjungur af framleiðslu á mann í Bandaríkjunum 2020 ef svo fer sem horfir. Kínverjar eiga ennþá langt í land.Heimur batnandi fer Sænski lýðheilsufræðiprófessorinn Hans Rosling sem lézt í fyrra þreyttist aldrei á að minna menn á að heimurinn hefur ekki bara breytzt heldur hefur hann tekið stórstígum framförum. Mörg okkar gera sér ekki fulla grein fyrir þessu af ýmsum ástæðum eins og Rosling rekur í bók sinni Factfulness sem var að koma út. Við höldum t.d. mörg að hamfarir og hryðjuverk séu miklu algengari en raun ber vitni um þar eð við heyrum svo margar fréttir af slíkum hörmungum og hræðumst þær. Framför heimsins vekur minni eftirtekt og ótta. Rosling tekur mörg dæmi til að hreyfa við lesendum sínum. Hann spyr:Veiztu hversu hátt hlutfall allra íbúa heimsins býr í lágtekjulöndum og þarf að láta sér nægja 200 krónur á mann á dag skv. mælingum Alþjóðabankans? Rétt svar er 9%, miklu lægra hlutfall en flestir gera sér í hugarlund. Flest fólk býr nú orðið í miðlungstekjulöndum.Veiztu hversu meðalævi allra íbúa heimsins er löng? Rétt svar er 72 ár, mun hærri tala en flestir halda. Meðalævi Kínverja er komin upp í 76 ár, Indverja 69 ár og Afríku sunnan Sahara 60 ár líkt og var hér heima árin fyrir stríð. Veiztu hversu hátt hlutfall barna heimsins fær bólusetningu nú orðið? Rétt svar er 88%.Veiztu hversu hátt hlutfall heimsbyggðarinnar hefur aðgang að rafmagni? Rétt svar er 80%. Rosling lagði nokkrar svona spurningar fyrir allmarga leiðtoga heimsins og viðskiptalífsins á ársfundi þeirra í Davos í Sviss fyrir nokkru. Þegar hann hafði farið yfir svörin gat hann sagt þeim að simpansar myndu hafa staðið sig betur á prófinu. Hann átti við að blindar ágizkanir, ólitaðar af fordómum, hefðu skilað fleiri réttum svörum.Nýtt landslag, nýir landvinningar Þessar tölur og margar aðrar vitna um gerbreytt landslag heimsins, ekki aðeins í efnahags- og heilbrigðismálum heldur einnig á öðrum sviðum. Kaninn var á fyrri tíð allsráðandi í bílabransanum og bíóbransanum en það er hann ekki lengur. Asískir bílar eru nú algengari en amerískir bílar á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Bandaríkin eru komin niður í þriðja sætið á listanum yfir þau lönd þar sem flestar kvikmyndir eru framleiddar. Í efsta sætinu er Indland með 2.000 kvikmyndir í fyrra, þar af eina mynd á dag allt árið í Bollívúdd sem er samheiti á kvikmyndaverunum í Bombay sem heitir nú Múmbaí. Í öðru sæti listans er Nígería þar sem ein milljón manna vinnur nú við kvikmyndagerð. Nollívúdd-myndir seljast nú eins og heitar lummur um alla Afríku og víðar. Sé löndum raðað eftir hagnaði af kvikmyndagerð eru Bandaríkin enn í forustu og á eftir koma Kína, Bretland, Japan, Indland, Frakkland og Suður-Kórea. Takið eftir þessu: fjögur Asíulönd skipa 2., 4., 5. og 7. sæti listans. Indverjar byrjuðu að búa til kvikmyndir um svipað leyti og Bandaríkjamenn, um og upp úr 1910 og hafa verið að æ síðan. Lengi vel höfðuðu indverskar myndir lítt til annarra en Indverja sjálfra, en það hefur breytzt. Margar indverskar myndir falla nú orðið vel að smekk útlendinga. Þessu veldur bæði mikil framför í indverskri kvikmyndagerð og meiri forvitni og víðsýni áhorfenda um allan heim. Síðustu ár hefur Aamir Khan gert hverja stórmyndina á eftir annarri, fjölbreyttar, langar, innihaldsríkar og stundum rammpólitískar myndir. Kvikmyndaunnendur og gagnrýnendur um allan heim gefa myndum Khans o.fl. Indverja jafnháar einkunnir og sumum dáðustu og lífseigustu Hollívúdd-myndum fyrri tíðar eins og t.d. Citizen Kane og Kösublönku.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun