Segir Miklubraut í stokk geta beðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira