Segir Miklubraut í stokk geta beðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira