Lífið

Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp

Birgir Olgeirsson skrifar
Lífverðirnir segja Depp skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni.
Lífverðirnir segja Depp skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. Vísir/Getty
Tveir lífverðir hafa stefnt bandaríska leikaranum Johnny Depp vegna ógreiddra launa og fyrir að stefna þeim í hættu.

Greint er frá þessu á vef bandaríska tímaritsins People en þar kemur fram að lífverðirnir tveir hafi lagt stefnuna fram síðastliðinn þriðjudag en þar segja þeir að leikarinn hafi ekki greitt yfirvinnu eða hvíldarlaun.

Þeir segjast heldur ekki hafa fengið mat né hvíldartíma frá leikaranum sem þeir segja að hafi verið samningsákvæði.

Þá halda þeir því einnig fram að þeir hafi þurft að sinna verkefnum sem voru ekki hluti af starfsskyldu þeirra, líkt og að skutla leikaranum og fjölskyldu hans hingað og þangað og sjá um ólögráða barn leikarans.

Lífverðirnir vilja einnig meina að leikarinn hafi neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni þegar þeir áttu að sjá til þess að enginn myndi komast að því að leikarinn væri að neyta ólöglegra efna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.