Hægt hefur á hagvexti á evrusvæðinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2018 11:10 Mario Centeno, fjármálaráðherra Portúgal og forseti Eurogroup og Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel 23. mars síðastliðinn. Vísir/EPA Hagvöxtur jókst um 0,4 prósent á evrusvæðinu fyrstu þremur mánuðum ársins. Hægt hefur á hagvexti í ríkjum Evrópska myntbandalagsins eftir kröftugan vöxt á árinu 2017. Þetta er 0,7 prósent lakari vöxtur en á síðasta ársfjórðungi ársins 2017 og hefur hagvöxtur á evrusvæðinu ekki aukist jafn lítið frá sumrinu 2016 að því er fram kemur í Financial Times. Minni væntingar neytenda, tölur um minni útflutning hjá Þjóðverjum en spár gerðu ráð fyrir og minni framleiðni veittu vísbendingar um að hagvaxtaraukning yrði minni á þessu ári en í fyrra. FT segir að álitaefnið sem stjórnvöld í evruríkjunum standi frammi fyrir snúist um það hvort hægari vöxtur sé tímabundinn eða hvort hann sé það sem koma skal á árinu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í síðustu viku að bankinn myndi fylgjast náið og varfærnislega með hagtölum næstu mánaða. Draghi sagði hins vegar að menn væru bjartsýnir að hagkerfi evrusvæðisins verði nægilega kröftugt til að styðja við verðbólgu rétt undir 2 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu en peningamálastefna bankans felst í því að halda verðbólgu undir en þó eins nálægt 2 prósent á ári og hægt er, með tilliti til verðþróunar á evrusvæðinu í heild. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hagvöxtur jókst um 0,4 prósent á evrusvæðinu fyrstu þremur mánuðum ársins. Hægt hefur á hagvexti í ríkjum Evrópska myntbandalagsins eftir kröftugan vöxt á árinu 2017. Þetta er 0,7 prósent lakari vöxtur en á síðasta ársfjórðungi ársins 2017 og hefur hagvöxtur á evrusvæðinu ekki aukist jafn lítið frá sumrinu 2016 að því er fram kemur í Financial Times. Minni væntingar neytenda, tölur um minni útflutning hjá Þjóðverjum en spár gerðu ráð fyrir og minni framleiðni veittu vísbendingar um að hagvaxtaraukning yrði minni á þessu ári en í fyrra. FT segir að álitaefnið sem stjórnvöld í evruríkjunum standi frammi fyrir snúist um það hvort hægari vöxtur sé tímabundinn eða hvort hann sé það sem koma skal á árinu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í síðustu viku að bankinn myndi fylgjast náið og varfærnislega með hagtölum næstu mánaða. Draghi sagði hins vegar að menn væru bjartsýnir að hagkerfi evrusvæðisins verði nægilega kröftugt til að styðja við verðbólgu rétt undir 2 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu en peningamálastefna bankans felst í því að halda verðbólgu undir en þó eins nálægt 2 prósent á ári og hægt er, með tilliti til verðþróunar á evrusvæðinu í heild.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira