Innlent

Bragi fundar fyrir luktum dyrum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag.
Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag.
Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. Þetta kemur fram í skeyti frá forstöðummani nefndasviðs Alþingis í gærkvöldi þar sem jafnframt er beðist afsökunar á „þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“

Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna.

Sjá einnig: Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi

Áður hafði verið greint frá því að fundurinn með Braga, sem fram fer klukkan 10 í dag, yrði opinn - rétt eins og var tilfellið þegar Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fundaði með velferðarnefnd um málið á mánudag.

Bragi hefur sagt í fjölmiðlum síðustu daga að hann geti „kollvarpað þeirra myndi sem dregin er upp“ í máli hans. Það geti hann þó ekki gert á opnum fundi með velferðarnefnd, í ljósi þeirra gagna sem hann hyggst leggja fram máli sínu til stuðnings.


Tengdar fréttir

Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi

Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×