Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:00 Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu. Vísir/Valli Stjórn Hörpu tónlistarog ráðstefnuhúss ohf. hækkaði laun forstjórans, Svanhildar Konráðsdóttur, um rúm 20 prósent á síðasta ári skömmu eftir að ákvörðunarvald launa forstjórans var fært frá kjararáði. Var þetta önnur launaákvörðunin sem forstjóri Hörpu fékk á síðasta ári því í febrúar í fyrra hafði kjararáð ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Stjórnin hækkaði hins vegar launin í 1.567 þúsund krónur á mánuði. Í nýbirtum ársreikningi Hörpu má sjá að laun og launatengd gjöld til forstjóra Hörpu höfðu hækkað nokkuð milli áranna 2016 og 2017 og umfram það sem nemur þeim launum sem kjararáð ákvarðaði þáverandi forstjóra þann 13. febrúar 2017. Forstjóraskipti urðu hjá Hörpu þann 1. maí í fyrra þegar Svanhildur Konráðsdóttir tók við af Halldóri Guðmundssyni sem verið hafði forstjóri í fimm ár. Launakjör Svanhildar voru þá þau sömu og kjararáð hafði ákvarðað Halldóri. Ný lög um kjararáð tóku hins vegar gildi 1. júlí 2017 sem höfðu þann tilgang að fækka verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og færa ákvörðunarvaldið í mörgum tilfellum aftur til stjórna viðkomandi fyrirtækja og félaga í opinberri eigu. Eitt þessara félaga var Harpa ohf. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum launahækkunum sem birtust í ársreikningi Hörpu. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, staðfestir að stjórnin hafi hækkað laun Svanhildar í fyrra, eftir að hún tók við starfinu, en það hafi verið fyrir hans tíð í stjórn.Harpa hefur verið rekin með tapi frá opnun.Vísir(Valli„Ákvörðun fyrri stjórnar um laun forstjóra var 1.567 þúsund í heildarlaun á mánuði og engar aukagreiðslur fyrir setu í öðrum stjórnum,“ segir Þórður Aðspurður hvenær hækkunin hafi komið til framkvæmda segir Þórður telja að það hafi verið annað hvort 1. júlí eða 1. ágúst. Stjórnarákvörðunin í fyrra gerði það að verkum að laun forstjórans hækkuðu um ríflega 260 þúsund krónur á mánuði, eða 20,5 prósent. Eftir því sem næst verður komist leiddi ákvörðun kjararáðs í febrúar 2017 ekki til teljandi launahækkunar hjá forstjóra Hörpu. Fréttir hafa borist af launaskriði æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja og stofnana undanfarnar vikur, en fjallað hefur verið um að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar fékk 32 prósenta launahækkun í fyrra og að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fékk 16 prósenta launahækkun hjá RÚV, svo dæmi séu tekin. Hækkanir sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá verkalýðsforystunni. Þessar umtalsverðu launahækkanir til handa forstjórum og stjórnendum opinberra fyrirtækja og félaga, nýfrjálsum undan ákvörðunarvaldi kjararáðs, ganga í berhögg við tilmæli fjármála- og efnahagsráðuneytisins til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu í fyrra. Þar var þeim ráðlagt að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir að ákvarðanir um laun þeirra færðust undan kjararáði af ótta við hugsanleg áhrif launaákvarðana á stöðugleika á vinnumarkaði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stjórn Hörpu tónlistarog ráðstefnuhúss ohf. hækkaði laun forstjórans, Svanhildar Konráðsdóttur, um rúm 20 prósent á síðasta ári skömmu eftir að ákvörðunarvald launa forstjórans var fært frá kjararáði. Var þetta önnur launaákvörðunin sem forstjóri Hörpu fékk á síðasta ári því í febrúar í fyrra hafði kjararáð ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Stjórnin hækkaði hins vegar launin í 1.567 þúsund krónur á mánuði. Í nýbirtum ársreikningi Hörpu má sjá að laun og launatengd gjöld til forstjóra Hörpu höfðu hækkað nokkuð milli áranna 2016 og 2017 og umfram það sem nemur þeim launum sem kjararáð ákvarðaði þáverandi forstjóra þann 13. febrúar 2017. Forstjóraskipti urðu hjá Hörpu þann 1. maí í fyrra þegar Svanhildur Konráðsdóttir tók við af Halldóri Guðmundssyni sem verið hafði forstjóri í fimm ár. Launakjör Svanhildar voru þá þau sömu og kjararáð hafði ákvarðað Halldóri. Ný lög um kjararáð tóku hins vegar gildi 1. júlí 2017 sem höfðu þann tilgang að fækka verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og færa ákvörðunarvaldið í mörgum tilfellum aftur til stjórna viðkomandi fyrirtækja og félaga í opinberri eigu. Eitt þessara félaga var Harpa ohf. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum launahækkunum sem birtust í ársreikningi Hörpu. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, staðfestir að stjórnin hafi hækkað laun Svanhildar í fyrra, eftir að hún tók við starfinu, en það hafi verið fyrir hans tíð í stjórn.Harpa hefur verið rekin með tapi frá opnun.Vísir(Valli„Ákvörðun fyrri stjórnar um laun forstjóra var 1.567 þúsund í heildarlaun á mánuði og engar aukagreiðslur fyrir setu í öðrum stjórnum,“ segir Þórður Aðspurður hvenær hækkunin hafi komið til framkvæmda segir Þórður telja að það hafi verið annað hvort 1. júlí eða 1. ágúst. Stjórnarákvörðunin í fyrra gerði það að verkum að laun forstjórans hækkuðu um ríflega 260 þúsund krónur á mánuði, eða 20,5 prósent. Eftir því sem næst verður komist leiddi ákvörðun kjararáðs í febrúar 2017 ekki til teljandi launahækkunar hjá forstjóra Hörpu. Fréttir hafa borist af launaskriði æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja og stofnana undanfarnar vikur, en fjallað hefur verið um að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar fékk 32 prósenta launahækkun í fyrra og að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fékk 16 prósenta launahækkun hjá RÚV, svo dæmi séu tekin. Hækkanir sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá verkalýðsforystunni. Þessar umtalsverðu launahækkanir til handa forstjórum og stjórnendum opinberra fyrirtækja og félaga, nýfrjálsum undan ákvörðunarvaldi kjararáðs, ganga í berhögg við tilmæli fjármála- og efnahagsráðuneytisins til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu í fyrra. Þar var þeim ráðlagt að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir að ákvarðanir um laun þeirra færðust undan kjararáði af ótta við hugsanleg áhrif launaákvarðana á stöðugleika á vinnumarkaði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30