Erlent

Hrókeringar innan dönsku ríkisstjórnarinnar

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Løkke fékk Frjálslynda bandalagið og Íhaldsflokkinn til liðs við minnihlutastjórn sína í lok nóvember 2016. Stjórnin nýtur stuðnings Danska Þjóðarflokksins.
Løkke fékk Frjálslynda bandalagið og Íhaldsflokkinn til liðs við minnihlutastjórn sína í lok nóvember 2016. Stjórnin nýtur stuðnings Danska Þjóðarflokksins. Vísir / Getty
Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre og forsætisráðherra Danmerkur, mun á morgun halda á fund Margrétar Þórhildar, Danadrottningar, og tilkynna henni um hrókeringar innan ríkisstjórnar sinnar.

Søren Pind, menntamálaráðherra, og Esben Lunde Larsen, umhverfisráðherra, hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri og segja því ráðherrastöðum sínum lausum. Næstu kosningar til danska þingsins, Folketinget, skulu fara fram í síðasta lagi 17. júní árið 2019, eftir rúmlega ár. Danir kusu sér síðast þingmenn árið 2015.

Pind hyggst segja af sér bæði ráðherradómi og þingmennsku. Larsen segist hins vegar ætla að sitja áfram sem þingmaður fram að næstu kosningum.

Orðrómur er um að frekar hrókeringar muni eiga sér stað innan ríkisstjórnarinnar á sama tíma og fyllt verður í það skarð sem Pind og Larsen skilja eftir sig, samkvæmt Danmarks Radio.


Tengdar fréttir

Stjórnarkrísu afstýrt í Danmörku

Frjálslynda bandalagið (LA) hefur samþykkt að greiða atkvæði með fjárlögum dönsku stjórnarinnar án þess að fá kröfur sínar um skattbreytingar samþykktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×