Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:00 Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. Sirkus var vinsæll skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur á árum áður þar sem fastakúnnar úr úr lista- og menningarlífinu voru áberandi. Staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, er nú flutt á Seyðisfjörð og tók leifar Sirkuss með sér. Hún ætlar að kveikja aftur á gömlu græjunum á næstu mánuðum. „Við erum bara með húsið hérna í gámi og þetta var búið að vera í geymslu í Hafnarfirði í átta ár. Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrst ég flutti hingað en að taka þetta bara með sér," segir Sigríður. „Við erum meira að segja með græjurnar. Við erum með soundboxið sem Sigurrós átti. Við erum með gömlu myndirnar sem Sigríður Hrólfs gerði ennþá á veggjunum." Menningarlífið hefur verið í miklum blóma á Seyðisfirði á síðustu árum og telur Sigríður að Sirkus eigi þar vel heima en staðurinn verður við hafnarbakkann. „Reykjavík hefur breyst svo óhemju mikið. Fyrir mér er hún bara eins og hver önnur stórborg. Ég sakna litla 101-þorpsins sem ég bjó og ólst upp í." Hún bendir á að áhugasamir geti jafnvel farið í Sirkus-ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja og skoðað báða staðina en stefnt er á opnun fyrir sumarið. „Ég gat aldrei losað mig við hann. Hann var í gám, hvað átti ég að gera við þetta. Maður fór eitthvert og allir spurðu að því sama. Svo samviskan veðrur hrein, þegar ég opna þetta get ég farið að gera eitthvað annað," segir Sigríður létt í bragði. Norræna Næturlíf Seyðisfjörður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. Sirkus var vinsæll skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur á árum áður þar sem fastakúnnar úr úr lista- og menningarlífinu voru áberandi. Staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, er nú flutt á Seyðisfjörð og tók leifar Sirkuss með sér. Hún ætlar að kveikja aftur á gömlu græjunum á næstu mánuðum. „Við erum bara með húsið hérna í gámi og þetta var búið að vera í geymslu í Hafnarfirði í átta ár. Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrst ég flutti hingað en að taka þetta bara með sér," segir Sigríður. „Við erum meira að segja með græjurnar. Við erum með soundboxið sem Sigurrós átti. Við erum með gömlu myndirnar sem Sigríður Hrólfs gerði ennþá á veggjunum." Menningarlífið hefur verið í miklum blóma á Seyðisfirði á síðustu árum og telur Sigríður að Sirkus eigi þar vel heima en staðurinn verður við hafnarbakkann. „Reykjavík hefur breyst svo óhemju mikið. Fyrir mér er hún bara eins og hver önnur stórborg. Ég sakna litla 101-þorpsins sem ég bjó og ólst upp í." Hún bendir á að áhugasamir geti jafnvel farið í Sirkus-ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja og skoðað báða staðina en stefnt er á opnun fyrir sumarið. „Ég gat aldrei losað mig við hann. Hann var í gám, hvað átti ég að gera við þetta. Maður fór eitthvert og allir spurðu að því sama. Svo samviskan veðrur hrein, þegar ég opna þetta get ég farið að gera eitthvað annað," segir Sigríður létt í bragði.
Norræna Næturlíf Seyðisfjörður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira