Miðasalan á Guns N' Roses tafðist um nokkrar mínútur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2018 11:10 Guns N' Roses á tónleikum í New York í fyrra. Vísir/Getty Almenn miðasala á tónleika bandarísku sveitarinnar Guns N‘ Roses sem fram fara á Laugardalsvelli í júlí tafðist um nokkrar mínútur í morgun. Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Productions sem halda tónleikana, segir í samtali við Vísi að miðasalan hafi hökt í byrjun en allt hafi svo farið af stað um klukkan 10:08. Fyrst var greint frá málinu á mbl.is. „Svo hefur allt verið á fljúgandi siglingu síðan þá en það er ágætt að taka fram að staðfestingarpóstur þeirra sem kaupa miða gæti tekið nokkrar mínútur að berast en hann kemur á endanum,“ segir Björn. Aðspurður um hversu margir miðar fari í sölu segist hann ekki geta gefið nákvæma tölu varðandi það en segir að á fyrsta hálftíma miðasölunnar hafi selst yfir 10 þúsund miðar. Áður var búið að selja 5.000 miða í forsölu sem fór fram síðastliðinn laugardag. Tónleikarnir fara fram þann 24. Júlí næstkomandi á Laugardalsvelli en hljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedown hitar upp fyrir Guns N‘ Roses auk einnar íslenskrar hljómsveitar. Tengdar fréttir Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N' Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Um verður að ræða síðustu tónleikana í hljómleikaferð rokkbandsins og stærstu tónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi, fullyrðir Friðrik Ólafsson tónleikahaldari. 24. apríl 2018 05:30 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Almenn miðasala á tónleika bandarísku sveitarinnar Guns N‘ Roses sem fram fara á Laugardalsvelli í júlí tafðist um nokkrar mínútur í morgun. Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Productions sem halda tónleikana, segir í samtali við Vísi að miðasalan hafi hökt í byrjun en allt hafi svo farið af stað um klukkan 10:08. Fyrst var greint frá málinu á mbl.is. „Svo hefur allt verið á fljúgandi siglingu síðan þá en það er ágætt að taka fram að staðfestingarpóstur þeirra sem kaupa miða gæti tekið nokkrar mínútur að berast en hann kemur á endanum,“ segir Björn. Aðspurður um hversu margir miðar fari í sölu segist hann ekki geta gefið nákvæma tölu varðandi það en segir að á fyrsta hálftíma miðasölunnar hafi selst yfir 10 þúsund miðar. Áður var búið að selja 5.000 miða í forsölu sem fór fram síðastliðinn laugardag. Tónleikarnir fara fram þann 24. Júlí næstkomandi á Laugardalsvelli en hljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedown hitar upp fyrir Guns N‘ Roses auk einnar íslenskrar hljómsveitar.
Tengdar fréttir Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N' Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Um verður að ræða síðustu tónleikana í hljómleikaferð rokkbandsins og stærstu tónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi, fullyrðir Friðrik Ólafsson tónleikahaldari. 24. apríl 2018 05:30 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00
Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N' Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Um verður að ræða síðustu tónleikana í hljómleikaferð rokkbandsins og stærstu tónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi, fullyrðir Friðrik Ólafsson tónleikahaldari. 24. apríl 2018 05:30
Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15