Sterkur dans í minna sterkri sögu Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2018 10:00 Úr sýningunni Hin lánsömu eftir Anton Lachky sem Íd sýnir í Borgarleikhúsinu. Mynd/Jónatan Grétarsson Í ár eru 45 ár síðan Íslenski dansflokkurinn tók til starfa en fyrsta sýning hans var vorið 1973 í samkomuhúsinu Borg í Grímsnesi. Fyrsta frumsýning flokksins þetta afmælisár er dansverkið Hin lánsömu eftir Anton Lachky en hún fór fram á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 27. apríl 2018. Verkið fjallar um átta systkini, þau ríkustu í heimi, sem lifa í endalausri hamingju og velmegun á heimili sínu. Sá böggull fylgir þó skammrifi að til þess að það ástand haldist þurfa þau að fylgja settum reglum, þar á meðal að yfirgefa ekki heimilið. Systkinin birtust áhorfendum á sviðinu í formi fimm ungra vel þjálfaðra kvendansara og þriggja vel þjálfaðra karldansara. Búningarnir voru samkvæmisklæðnaður sem undirstrikaði vel ríkidæmið og umgjörð verksins, sem eingöngu var búin til með lýsingu, skapaði draumkenndan veruleika sem bar auðnum vitni. Dansinn, ótrúlega hraður og kraftmikill, var tjáningarmáti þeirra nema að einn bræðranna skar sig úr í bæði klæðaburði og hlutverki en hann stjórnaði greinilega öllum hinum. Þessi karakter hafði rödd og var eins konar sögumaður. Hann talaði til áhorfenda og hinna karakteranna og opnaði smátt og smátt gátt inn í þann heim sem systkinin bjuggu í. Sagan og sum atriði í verkinu sköpuðu hugrenningatengsl við leikverk Federico Garcia Lorca Hús Bernhörðu Alba. Hugmyndin um útilokunina frá samfélaginu, valdbeiting eins úr hópnum og algjört valdaleysi hinna. En ólíkt Húsi Bernhörðu, þá var engin barátta eða átök í húsi hinna lánsömu. Kúgarinn, ef svo mætti kalla hlutverk Hannesar Þórs Egilssonar, var að því virtist jafn mikið fórnarlamb aðstæðna og þau hin. Hann stjórnaði þó hinum að vild án þess að nokkurt þeirra reyndi að brjótast undan kúguninni eða það væru átök á þeirra milli – einn samferðamaður minn á sýninguna gaukaði því einnig að mér að karakterinn minnti á aðalskúrkinn í nýjustu útgáfu tölvuleiksins Far Cry – hinir karakterarnir virkuðu algjörlega heilaþvegnir eða heiladofnir. Á tveimur augnablikum, annars vegar þegar einn bróðirinn vaknaði á undan hinum og dansaði drauma sína og hins vegar þegar „móðirin“ birtist fékk áhorfandinn á tilfinninguna að eitthvað væri að gerast, að einhvers konar uppbrot myndi eiga sér stað, en að örfáum mínútum liðnum féll allt í sama farið. Frásögnin var þannig sundurlaus og átakalítil og aldrei nógu sannfærandi. Spennuleysi verksins rímaði þó við hugmyndina um sjálfhverfu og tilgangsleysi í nútímasamfélagi þar sem einstaklingarnir gefa allt til að skapa sinn fullkomna sýndarveruleika þar sem allt er mögulegt. Hannes Þór túlkar hlutverk stjórnandans í gegnum ýkt líkamlegt látbragð og raddbeitingu. Karaktersköpunin minnti á loddarann í Græna borðinu eftir Kurt Joos og kynninn í myndinni Cabaret frá 1972 þar sem sorglegur veruleiki er kynntur til leiks með gríni. Hann fettir sig og brettir og beitir röddinni í hálfgerðu öskri. Hannes hefur mjög gott vald yfir líkamlegri tjáningu og skapar skemmtilegan karakter í gegnum hreyfingar. Raddbeitingin er aftur á móti ekki eins sterk og verður á köflum leiðigjörn. Eitthvað sem ég vil skrifa á reikning danshöfundarins. Látbragð er frásagnarmáti í sjálfu sér og því er það vandmeðfarið að tengja talað mál við það. Að mínu mati skapaði það að setja ýkt tal ofan á ýkt látbragð truflandi framsetningu að sama skapi og framsetning efnisins þegar Hannes notaði „eðlilega rödd“ til viðbótar við látbragðið skapaði einlægni og nálægð við karakterinn.Mörg undanfarin ár hefur dansleysi einkennt mörg dansverk. Hversdags hreyfingar, talað mál, leikrænir tilburðir og tónlist hafa verið í stóru hlutverki hjá danshöfundum. Í sýningunni Hin lánsömu er dansinn í miklum hávegum þrátt fyrir að það hafi einnig leikræna hlið. Dansinn er kröftugur og hraður og krefst mikils af dönsurunum líkamlega bæði í sólóum og hópatriðum. Dansararnir átta sem birtust á sviðinu réðu vel við það sem þeim hafði verið sett fyrir svo það var unun á að horfa. Samspilið var fallegt. Anton Lachky byggir danssköpun sína á styrkleikum hvers og eins dansara sem hann vinnur með. Hann gefur þeim síðan áskoranir til þess fallnar að þeir þrói sig sem dansarar. Hin lánsömu bar þessari hugmyndafræði Antons berlega merki. Sjá mátti hvernig ákveðin persónueinkenni dansaranna birtust í ekki síst sólóunum og verður þá helst að nefna Þyri Huld Árnadóttur sem hefur afar sérstakan en flottan akróbatískan hreyfistíl. Það sem Þyri sýndi í þessu verki er eitthvað sem áhorfendur hafa séð áður en í þessu tilfelli tókst að gefa því ljóðrænni og tjáningarríkari farveg en oft áður svo hreyfiforði hennar naut sín. Sólóið hennar í seinni hluta verksins, hreyfingarnar fjórar, voru einfaldar en afar sterkar. Það getur verið leiðigjarnt fyrir áhorfendur að sjá sama dansarann eða leikarann í mörgum verkum en alltaf í sama karakternum en það gerðist ekki í þessu dansverki. Aðrir dansarar verksins fengu líka að sýna á sér sínar sterku hliðar. Sigurður Andrean, sem er nýlega útskrifaður frá samtímadansbraut LHÍ, var einstaklega fallegur svanur og Einar sem dansað hefur með dansflokknum um nokkurt skeið var sérlega sexí og tælandi. Tanja Marín, Inga Maren, Elín Signý og Hjördís Lilja fengu veigaminni sólóa en stóðu sig allar vel. Elín sem hefur sést í nokkrum sýningum undanfarið hefur kröftugan og óheflaðan hreyfistíl sem gaman er að sjá. Hjördís Lilja býr yfir langri reynslu sem dansari sem sést í öllu sem hún gerir og það var gaman að sjá Ingu Maren aftur á sviði Borgarleikhússins. Tanja Marín hefur starfað sem dansari erlendis en er nú í fyrsta skipti á sviði hér á landi. Áhorfendur eiga vonandi eftir að sjá hana oft aftur því hún býr greinilega yfir góðri reynslu og færni í dansinum. Dansinn hennar var afslappaður og rann vel. Þegar minnst er á sólóið hennar Þyri verður að minnast á lýsingu Björns Bergsteins. Björn hefur lýst nokkuð margar sýningar dansflokksins með mjög góðum árangri og þessi sýning var engin undantekning. Það var engin sviðsmynd í verkinu og því var það aðeins lýsingin og reykvélar sem sköpuðu umhverfi dansins. Það umhverfi sem skapaðist var fjölbreytt og hafði bæði þá eiginleika að fela og draga fram, undirstrika og dempa. Stemningin í verkinu var þó ekki minnst sett fram með búningunum og vali á tónlist. Búningarnir, glitrandi síðkjólar og smart samkvæmisföt, voru elegant og gáfu sterka tilfinningu fyrir því fjárhagslega ríkidæmi sem karakterarnir áttu að lifa í. Tónlistin, sem innihélt þekkt tónverk, var vel samsett og gaf verkinu kraftmikið og fágað yfirbragð.Niðurstaða: Dansinn í sýningunni var áhrifamikill, kröftugur og krefjandi. Söguþráðurinn var aftur á móti ekki nægilega grípandi. Dans Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Í ár eru 45 ár síðan Íslenski dansflokkurinn tók til starfa en fyrsta sýning hans var vorið 1973 í samkomuhúsinu Borg í Grímsnesi. Fyrsta frumsýning flokksins þetta afmælisár er dansverkið Hin lánsömu eftir Anton Lachky en hún fór fram á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 27. apríl 2018. Verkið fjallar um átta systkini, þau ríkustu í heimi, sem lifa í endalausri hamingju og velmegun á heimili sínu. Sá böggull fylgir þó skammrifi að til þess að það ástand haldist þurfa þau að fylgja settum reglum, þar á meðal að yfirgefa ekki heimilið. Systkinin birtust áhorfendum á sviðinu í formi fimm ungra vel þjálfaðra kvendansara og þriggja vel þjálfaðra karldansara. Búningarnir voru samkvæmisklæðnaður sem undirstrikaði vel ríkidæmið og umgjörð verksins, sem eingöngu var búin til með lýsingu, skapaði draumkenndan veruleika sem bar auðnum vitni. Dansinn, ótrúlega hraður og kraftmikill, var tjáningarmáti þeirra nema að einn bræðranna skar sig úr í bæði klæðaburði og hlutverki en hann stjórnaði greinilega öllum hinum. Þessi karakter hafði rödd og var eins konar sögumaður. Hann talaði til áhorfenda og hinna karakteranna og opnaði smátt og smátt gátt inn í þann heim sem systkinin bjuggu í. Sagan og sum atriði í verkinu sköpuðu hugrenningatengsl við leikverk Federico Garcia Lorca Hús Bernhörðu Alba. Hugmyndin um útilokunina frá samfélaginu, valdbeiting eins úr hópnum og algjört valdaleysi hinna. En ólíkt Húsi Bernhörðu, þá var engin barátta eða átök í húsi hinna lánsömu. Kúgarinn, ef svo mætti kalla hlutverk Hannesar Þórs Egilssonar, var að því virtist jafn mikið fórnarlamb aðstæðna og þau hin. Hann stjórnaði þó hinum að vild án þess að nokkurt þeirra reyndi að brjótast undan kúguninni eða það væru átök á þeirra milli – einn samferðamaður minn á sýninguna gaukaði því einnig að mér að karakterinn minnti á aðalskúrkinn í nýjustu útgáfu tölvuleiksins Far Cry – hinir karakterarnir virkuðu algjörlega heilaþvegnir eða heiladofnir. Á tveimur augnablikum, annars vegar þegar einn bróðirinn vaknaði á undan hinum og dansaði drauma sína og hins vegar þegar „móðirin“ birtist fékk áhorfandinn á tilfinninguna að eitthvað væri að gerast, að einhvers konar uppbrot myndi eiga sér stað, en að örfáum mínútum liðnum féll allt í sama farið. Frásögnin var þannig sundurlaus og átakalítil og aldrei nógu sannfærandi. Spennuleysi verksins rímaði þó við hugmyndina um sjálfhverfu og tilgangsleysi í nútímasamfélagi þar sem einstaklingarnir gefa allt til að skapa sinn fullkomna sýndarveruleika þar sem allt er mögulegt. Hannes Þór túlkar hlutverk stjórnandans í gegnum ýkt líkamlegt látbragð og raddbeitingu. Karaktersköpunin minnti á loddarann í Græna borðinu eftir Kurt Joos og kynninn í myndinni Cabaret frá 1972 þar sem sorglegur veruleiki er kynntur til leiks með gríni. Hann fettir sig og brettir og beitir röddinni í hálfgerðu öskri. Hannes hefur mjög gott vald yfir líkamlegri tjáningu og skapar skemmtilegan karakter í gegnum hreyfingar. Raddbeitingin er aftur á móti ekki eins sterk og verður á köflum leiðigjörn. Eitthvað sem ég vil skrifa á reikning danshöfundarins. Látbragð er frásagnarmáti í sjálfu sér og því er það vandmeðfarið að tengja talað mál við það. Að mínu mati skapaði það að setja ýkt tal ofan á ýkt látbragð truflandi framsetningu að sama skapi og framsetning efnisins þegar Hannes notaði „eðlilega rödd“ til viðbótar við látbragðið skapaði einlægni og nálægð við karakterinn.Mörg undanfarin ár hefur dansleysi einkennt mörg dansverk. Hversdags hreyfingar, talað mál, leikrænir tilburðir og tónlist hafa verið í stóru hlutverki hjá danshöfundum. Í sýningunni Hin lánsömu er dansinn í miklum hávegum þrátt fyrir að það hafi einnig leikræna hlið. Dansinn er kröftugur og hraður og krefst mikils af dönsurunum líkamlega bæði í sólóum og hópatriðum. Dansararnir átta sem birtust á sviðinu réðu vel við það sem þeim hafði verið sett fyrir svo það var unun á að horfa. Samspilið var fallegt. Anton Lachky byggir danssköpun sína á styrkleikum hvers og eins dansara sem hann vinnur með. Hann gefur þeim síðan áskoranir til þess fallnar að þeir þrói sig sem dansarar. Hin lánsömu bar þessari hugmyndafræði Antons berlega merki. Sjá mátti hvernig ákveðin persónueinkenni dansaranna birtust í ekki síst sólóunum og verður þá helst að nefna Þyri Huld Árnadóttur sem hefur afar sérstakan en flottan akróbatískan hreyfistíl. Það sem Þyri sýndi í þessu verki er eitthvað sem áhorfendur hafa séð áður en í þessu tilfelli tókst að gefa því ljóðrænni og tjáningarríkari farveg en oft áður svo hreyfiforði hennar naut sín. Sólóið hennar í seinni hluta verksins, hreyfingarnar fjórar, voru einfaldar en afar sterkar. Það getur verið leiðigjarnt fyrir áhorfendur að sjá sama dansarann eða leikarann í mörgum verkum en alltaf í sama karakternum en það gerðist ekki í þessu dansverki. Aðrir dansarar verksins fengu líka að sýna á sér sínar sterku hliðar. Sigurður Andrean, sem er nýlega útskrifaður frá samtímadansbraut LHÍ, var einstaklega fallegur svanur og Einar sem dansað hefur með dansflokknum um nokkurt skeið var sérlega sexí og tælandi. Tanja Marín, Inga Maren, Elín Signý og Hjördís Lilja fengu veigaminni sólóa en stóðu sig allar vel. Elín sem hefur sést í nokkrum sýningum undanfarið hefur kröftugan og óheflaðan hreyfistíl sem gaman er að sjá. Hjördís Lilja býr yfir langri reynslu sem dansari sem sést í öllu sem hún gerir og það var gaman að sjá Ingu Maren aftur á sviði Borgarleikhússins. Tanja Marín hefur starfað sem dansari erlendis en er nú í fyrsta skipti á sviði hér á landi. Áhorfendur eiga vonandi eftir að sjá hana oft aftur því hún býr greinilega yfir góðri reynslu og færni í dansinum. Dansinn hennar var afslappaður og rann vel. Þegar minnst er á sólóið hennar Þyri verður að minnast á lýsingu Björns Bergsteins. Björn hefur lýst nokkuð margar sýningar dansflokksins með mjög góðum árangri og þessi sýning var engin undantekning. Það var engin sviðsmynd í verkinu og því var það aðeins lýsingin og reykvélar sem sköpuðu umhverfi dansins. Það umhverfi sem skapaðist var fjölbreytt og hafði bæði þá eiginleika að fela og draga fram, undirstrika og dempa. Stemningin í verkinu var þó ekki minnst sett fram með búningunum og vali á tónlist. Búningarnir, glitrandi síðkjólar og smart samkvæmisföt, voru elegant og gáfu sterka tilfinningu fyrir því fjárhagslega ríkidæmi sem karakterarnir áttu að lifa í. Tónlistin, sem innihélt þekkt tónverk, var vel samsett og gaf verkinu kraftmikið og fágað yfirbragð.Niðurstaða: Dansinn í sýningunni var áhrifamikill, kröftugur og krefjandi. Söguþráðurinn var aftur á móti ekki nægilega grípandi.
Dans Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira