Stöndum vörð um úthverfin Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 20. maí 2018 10:00 Í Grafarvoginum býr fjölskyldan mín í sérbýli í Foldahverfinu. Bakgarðurinn snýr að umferðargötu en framhlið hússins snýr í átt að voginum sjálfum. Það er mikill gróður í görðunum og hávaxin tré gnæfa yfir húsin, svo hátt að á sumrin er ásýnd gatnanna alveg græn, í bland við litskrúðug blómin. Þar er mikil ró og næði. Einungis þarf að ganga í 5-10 mínútur og þá er maður kominn út í skóg við voginn og ósnerta náttúru. Þegar við fluttum þangað, rétt fyrir aldamót, var mikil þjónusta í nærumhverfinu. Í göngufjarlægð var lögreglustöð, banki, apótek, lágvöruverslun, bakarí og margt fleira. Ekkert þótti sjálfsagðara en að koma sér sjálfur á milli staða og ég þurfti sjaldan að sækja neitt út fyrir hverfið. Núna, 18 árum síðar er engin lögreglustöð í hverfinu, enginn banki, ekkert apótek og engin lágvöruverslun. Þar sem áður var blómleg verslun og þjónusta hafa borgaryfirvöld samþykkt skipulagsbreytingar svo húsnæði hefur verið breytt í íbúðarhúsnæði, þvert á stefnu yfirvalda um að styrkja þjónustu í nærumhverfi borgarbúa. Umferðin á morgnana er skelfileg. Gullinbrúin er á ákveðnum tímum svo teppt í aðra áttina að það er erfitt að komast út úr botnlöngum og inn á sjálfan Fjallkonuveginn. Íbúar hafa lengi leitað eftir lausnum í umferðarmálum, sérstaklega þar sem teppur myndast á álagstímum, þ.e. á morgnana á leið í vinnu og seinni partinn á leið úr vinnu, en ekkert hefur verið aðhafst. Vegna skipulags borgarinnar ferðast flestir Grafarvogsbúar nefnilega langar vegalengdir til og frá vinnu.Leysum umferðarvandann Sundabraut er gömul hugmynd en góð og átti að leysa fráflæðisvandann á álagstímum í og úr Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ og fleiri nærliggjandi hverfum. Lagðar voru fram þrjár mismunandi útfærslur á Sundabrautinni. Tvær þeirra þóttu of dýrar, en langódýrasta og raunhæfasta leiðin var stöðvuð af núverandi meirihluta í borginni þegar landsvæði sem ætlað var undir Sundabraut var selt Ólafi Ólafssyni undir íbúðarhúsnæði í þeim tilgangi að gera út um möguleikann á framkvæmd á brautinni. Með því að leggja tvær akreinar Gullinbrúar undir fyrirhugaða borgarlínu vill núverandi meirihluti einnig þrengja að umferð inn og út úr Grafarvoginum enn frekar, en rótgrónir Grafarvogsbúar muna vel eftir einbreiðri Gullinbrú og það eru ekki ljúfar minningar. Þessar fyrirætlanir eru með öllu óskiljanlegar og algjör vanvirðing við íbúa hverfisins. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að fjölbreyttum og blönduðum lausnum í umferðarmálum, m.a. með framkvæmdum sem leysa flækjur sem myndast við gatnamót, bæta umferðarljósastýringu til þess að auðvelda flæði bifreiða, auka samflot (e. carpooling) og stytta þannig ferðatímann um 20%. Flokkurinn vill sjá Sundabraut aftur á dagskrá. Einnig vill flokkurinn bæta strætókerfið með því að fjölga forgangsreinum fyrir strætó og styðja við vistvænar samgöngur, en umhverfisvænir, léttari og minni almenningsvagnar væru t.a.m. mikið framfaraskref fyrir ásýnd og umhverfi borgarinnar.Grafarvogsbúa í borgarstjórn Á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar eru 14 Grafarvogsbúar, þar af eru 5 manns í efstu 14 sætunum. Ég er þar ekki talin með, enda bý ég í Breiðholti um þessar mundir. Það er mikilvægt að íbúar úr mismunandi hverfum borgarinnar séu í framboði til þess að vera öflugir málsvarar hverfanna, standa vörð um þeirra sérstöðu og á sama tíma stuðla að uppbyggingu þeirra. Meirihlutinn í núverandi borgarstjórn virðist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikið hefur dregið úr þjónustu í Grafarvoginum og vill þrengja götur en á sama tíma auka tíðni strætisvagna sem þar fara um. Þungir bílar slíta götum margfalt meira en léttari bílar, auk þess sem hljóðmengun frá þeim er meiri. Ég kæri mig ekki um meiri umferð á þrengri götum með tilheyrandi mengun á kostnað þjónustu í hverfinu. Það kostar jú að reka almenningssamgöngur og því má ekki gleyma í allri umræðunni um betri strætó að fargjaldatekjur Strætó standa aðeins undir um 30% af rekstrarkostnaði hans. Á það einnig við um Borgarlínu og þess vegna þarf að hugsa slíkar framkvæmdir vel og vinna þær í samvinnu við borgarbúa. Til dæmis væri ráð að efla þjónustu í úthverfum og styðja við uppbyggingu þeirra til þess að draga úr nauðsyn tíðra ferða inn og út úr miðbæ Reykjavíkur.Sérstaða Grafarvogs Það sem einkennir Grafarvoginn og gerir hann að einstöku hverfi er nálægðin við náttúruna, grænu svæðin og öll útivistarsvæðin. Þar eru mörg og fjölbreytt hverfi með fjölbýlishúsum í bland við sérbýli. Afar mikilvægt er að tryggja að borgarbúar hafi val um að búa í hverfum með slíka sérstöðu, en hátt í 20.000 íbúar hafa í dag valið Grafarvog sem sinn búsetustað. Þéttingarstefna Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna og Pírata, sem nú fara með völd í borginni, keyrir á litlum íbúðum og engum görðum til þess að svara sveltistefnu sama meirihluta í lóðamálum og þar með brýnni þörf á nýju húsnæði í borginni. Þó kæra ekki allir sig um að búa í fjölbýlishúsum sem eru reist ofan í umferðargötur, líkt og borgarlínan er hugsuð. Þó svo að það sé einungis háfleygur draumur fyrir mig að búa í einbýlishúsi í nákominni framtíð, langar mig þó ekki endilega að ala upp börnin mín í fjölbýlishúsi ofan í umferðargötu. Aðrir kunna að kjósa það og það er þeirra val. Sumir hafa ekki annan valkost eða kjósa bíllausan lífsstíl og vilja fara með borgarlínu í vinnuna. Samnýta lítinn grasblett með öðrum íbúum blokkarinnar sem það býr í og vera í nálægð við aðra. En draumurinn minn er að eiga eigið hús í framtíðinni og minn eigin garð. Að geta skokkað úti í guðsgrænni náttúrunni án þess að þurfa að keyra langa vegalengd og geta labbað með börnunum mínum í skólann og út í búð til að kaupa í matinn. Þetta er auðvitað bara draumsýn í dag. En var það samt ekki þegar fjölskyldan mín flutti í hverfið fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Í síðustu borgarstjórn var enginn fulltrúi úr efri byggð Reykjavíkur. Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum 26. maí nk. kýstu fólk úr allri Reykjavík, þ.m.t. fólk úr efri byggðum sem þekkir hverfið sitt og þau fjölmörgu verkefni sem hafa setið þar á hakanum. Verkefni sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ganga í. Höfundur er í 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í Grafarvoginum býr fjölskyldan mín í sérbýli í Foldahverfinu. Bakgarðurinn snýr að umferðargötu en framhlið hússins snýr í átt að voginum sjálfum. Það er mikill gróður í görðunum og hávaxin tré gnæfa yfir húsin, svo hátt að á sumrin er ásýnd gatnanna alveg græn, í bland við litskrúðug blómin. Þar er mikil ró og næði. Einungis þarf að ganga í 5-10 mínútur og þá er maður kominn út í skóg við voginn og ósnerta náttúru. Þegar við fluttum þangað, rétt fyrir aldamót, var mikil þjónusta í nærumhverfinu. Í göngufjarlægð var lögreglustöð, banki, apótek, lágvöruverslun, bakarí og margt fleira. Ekkert þótti sjálfsagðara en að koma sér sjálfur á milli staða og ég þurfti sjaldan að sækja neitt út fyrir hverfið. Núna, 18 árum síðar er engin lögreglustöð í hverfinu, enginn banki, ekkert apótek og engin lágvöruverslun. Þar sem áður var blómleg verslun og þjónusta hafa borgaryfirvöld samþykkt skipulagsbreytingar svo húsnæði hefur verið breytt í íbúðarhúsnæði, þvert á stefnu yfirvalda um að styrkja þjónustu í nærumhverfi borgarbúa. Umferðin á morgnana er skelfileg. Gullinbrúin er á ákveðnum tímum svo teppt í aðra áttina að það er erfitt að komast út úr botnlöngum og inn á sjálfan Fjallkonuveginn. Íbúar hafa lengi leitað eftir lausnum í umferðarmálum, sérstaklega þar sem teppur myndast á álagstímum, þ.e. á morgnana á leið í vinnu og seinni partinn á leið úr vinnu, en ekkert hefur verið aðhafst. Vegna skipulags borgarinnar ferðast flestir Grafarvogsbúar nefnilega langar vegalengdir til og frá vinnu.Leysum umferðarvandann Sundabraut er gömul hugmynd en góð og átti að leysa fráflæðisvandann á álagstímum í og úr Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ og fleiri nærliggjandi hverfum. Lagðar voru fram þrjár mismunandi útfærslur á Sundabrautinni. Tvær þeirra þóttu of dýrar, en langódýrasta og raunhæfasta leiðin var stöðvuð af núverandi meirihluta í borginni þegar landsvæði sem ætlað var undir Sundabraut var selt Ólafi Ólafssyni undir íbúðarhúsnæði í þeim tilgangi að gera út um möguleikann á framkvæmd á brautinni. Með því að leggja tvær akreinar Gullinbrúar undir fyrirhugaða borgarlínu vill núverandi meirihluti einnig þrengja að umferð inn og út úr Grafarvoginum enn frekar, en rótgrónir Grafarvogsbúar muna vel eftir einbreiðri Gullinbrú og það eru ekki ljúfar minningar. Þessar fyrirætlanir eru með öllu óskiljanlegar og algjör vanvirðing við íbúa hverfisins. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að fjölbreyttum og blönduðum lausnum í umferðarmálum, m.a. með framkvæmdum sem leysa flækjur sem myndast við gatnamót, bæta umferðarljósastýringu til þess að auðvelda flæði bifreiða, auka samflot (e. carpooling) og stytta þannig ferðatímann um 20%. Flokkurinn vill sjá Sundabraut aftur á dagskrá. Einnig vill flokkurinn bæta strætókerfið með því að fjölga forgangsreinum fyrir strætó og styðja við vistvænar samgöngur, en umhverfisvænir, léttari og minni almenningsvagnar væru t.a.m. mikið framfaraskref fyrir ásýnd og umhverfi borgarinnar.Grafarvogsbúa í borgarstjórn Á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar eru 14 Grafarvogsbúar, þar af eru 5 manns í efstu 14 sætunum. Ég er þar ekki talin með, enda bý ég í Breiðholti um þessar mundir. Það er mikilvægt að íbúar úr mismunandi hverfum borgarinnar séu í framboði til þess að vera öflugir málsvarar hverfanna, standa vörð um þeirra sérstöðu og á sama tíma stuðla að uppbyggingu þeirra. Meirihlutinn í núverandi borgarstjórn virðist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikið hefur dregið úr þjónustu í Grafarvoginum og vill þrengja götur en á sama tíma auka tíðni strætisvagna sem þar fara um. Þungir bílar slíta götum margfalt meira en léttari bílar, auk þess sem hljóðmengun frá þeim er meiri. Ég kæri mig ekki um meiri umferð á þrengri götum með tilheyrandi mengun á kostnað þjónustu í hverfinu. Það kostar jú að reka almenningssamgöngur og því má ekki gleyma í allri umræðunni um betri strætó að fargjaldatekjur Strætó standa aðeins undir um 30% af rekstrarkostnaði hans. Á það einnig við um Borgarlínu og þess vegna þarf að hugsa slíkar framkvæmdir vel og vinna þær í samvinnu við borgarbúa. Til dæmis væri ráð að efla þjónustu í úthverfum og styðja við uppbyggingu þeirra til þess að draga úr nauðsyn tíðra ferða inn og út úr miðbæ Reykjavíkur.Sérstaða Grafarvogs Það sem einkennir Grafarvoginn og gerir hann að einstöku hverfi er nálægðin við náttúruna, grænu svæðin og öll útivistarsvæðin. Þar eru mörg og fjölbreytt hverfi með fjölbýlishúsum í bland við sérbýli. Afar mikilvægt er að tryggja að borgarbúar hafi val um að búa í hverfum með slíka sérstöðu, en hátt í 20.000 íbúar hafa í dag valið Grafarvog sem sinn búsetustað. Þéttingarstefna Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna og Pírata, sem nú fara með völd í borginni, keyrir á litlum íbúðum og engum görðum til þess að svara sveltistefnu sama meirihluta í lóðamálum og þar með brýnni þörf á nýju húsnæði í borginni. Þó kæra ekki allir sig um að búa í fjölbýlishúsum sem eru reist ofan í umferðargötur, líkt og borgarlínan er hugsuð. Þó svo að það sé einungis háfleygur draumur fyrir mig að búa í einbýlishúsi í nákominni framtíð, langar mig þó ekki endilega að ala upp börnin mín í fjölbýlishúsi ofan í umferðargötu. Aðrir kunna að kjósa það og það er þeirra val. Sumir hafa ekki annan valkost eða kjósa bíllausan lífsstíl og vilja fara með borgarlínu í vinnuna. Samnýta lítinn grasblett með öðrum íbúum blokkarinnar sem það býr í og vera í nálægð við aðra. En draumurinn minn er að eiga eigið hús í framtíðinni og minn eigin garð. Að geta skokkað úti í guðsgrænni náttúrunni án þess að þurfa að keyra langa vegalengd og geta labbað með börnunum mínum í skólann og út í búð til að kaupa í matinn. Þetta er auðvitað bara draumsýn í dag. En var það samt ekki þegar fjölskyldan mín flutti í hverfið fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Í síðustu borgarstjórn var enginn fulltrúi úr efri byggð Reykjavíkur. Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum 26. maí nk. kýstu fólk úr allri Reykjavík, þ.m.t. fólk úr efri byggðum sem þekkir hverfið sitt og þau fjölmörgu verkefni sem hafa setið þar á hakanum. Verkefni sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ganga í. Höfundur er í 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun