Innlent

Tíu hljóta viðurkenningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér má sjá hina tíu ungu Íslendinga sem urðu fyrir valinu í ár.
Hér má sjá hina tíu ungu Íslendinga sem urðu fyrir valinu í ár. Mynd/JCI
Tíu hafa hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar. Þetta er í sautjánda skiptið sem JCI á Íslandi veita verðlaunin.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að yfir tvö hundruð tilnefningar hafi borist frá almenningi. Dómnefnd valdi tíu framúrskarandi einstaklinga úr tilnefningunum en dómnefndina þetta árið skipa Ævar Þór Benediktsson vísindamaður, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ólafur Nielsen framkvæmdarstjóri Kolibri, Melkorka Ólafsdóttir dagskrástjóri tónlistar í Hörpu, Þorkell Pétursson landsforseti JCI Íslands og Guðlaug Birna Björnsdóttir senator JCI Íslands. 

Eftirfarandi Íslendingar hljóta viðurkenningu í ár:

Daníel Bjarnason - Störf/afrek á sviði menningar.

Guðmundur Karl Guðmundsson - Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Hlín Magnúsdóttir Njarðvík -  Leiðtogar/afrek á sviði menntamála

Ingileif Friðriksdóttir -  Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Katrín Björk Guðjónsdóttir -  Einstaklingssigrar og/eða afrek

Marta Magnúsdóttir -  Störf á sviði mannúðar- og sjálfboðaliðamála

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir -  Einstaklingssigrar og/eða afrek

Sandra Mjöll Jónsdóttir Bunch -  Störf á sviði tækni og vísinda

Styrmir Barkarson -  Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála

Örlygur Hnefill Örlygsson -  Störf á sviði viðskipti, frumkvöðla og/eða hagfræði

Verðlaunin verða veitt í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 23. maí og hefst dagskrá klukkan 17:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×