Erlent

Áhugasamur um Trump og byssueign

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum
Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum Vísir/afp
Fyrir þremur vikum birti hinn sautján ára gamli Dimitrios Pagourtzis ögrandi mynd af sér á samfélagsmiðlinum Instagram. Á myndinni var hann með hníf og skotvopn. Hann er í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt tíu manns í framhaldsskóla í Santa Fe í Texas í dag.

Blaðamaður á fréttastofu NBC hefur undir höndum myndir og stöðuuppfærslur sem Pagourtzis birti síðustu mánuði en Facebook eyddi bæði Instagram-og Facebookreikningi hans eftir að fréttir tóku að spyrjast út um meint ódæðisverk hans.

Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum. Út frá því efni sem hann birti mátti ráða að skotvopn væru honum sérstakt hugðarefni.

Forsetahjónin, Hvíta húsið og byssueign

Pagourtzis kunni að meta 13 Instagram síður en átta þeirra voru aðdáendasíður um skotvopn. Pagourtzis fylgdist líka með opinberum reikningi Hvíta hússins, Donalds Trump forseta Bandaríkjanna og Melaniu Trump, forsetafrúar.

Í lok apríl birti hann mynd af sér þar sem hann skartaði bol með áletruninni „fæddur til að myrða“. 



Þennan sama dag birti hann auk þess mynd af frakkanum sínum, sem skólasystkini hans segja að hann hafi klæðst á hverjum degi, en á myndinni var hann búin að koma fyrir alls konar nælum þar sem ægir saman mismunandi táknum.

Járnkrossinn, æðsta heiðursmerki Þjóðverja, var á einni nælunni en liðsmenn Hitlers í Þýskalandi nasismans notuðust meðal annarra við hann. Þá vísaði hann meðal annars til baráttuaðferða sjálfsmorðsflugmanna í Japan í seinni heimsstyrjöldinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×