Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. maí 2018 06:00 Fólki er ráðlagt að binda trampólín og annað laust niður. Það þarf lítið til að þau takist á loft í suðaustan hvassviðrinu sem spáð er. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira